ég er svo glöð að þessi vika er búin....

ég vona að næsta vika verði skárri. ég er búin að vera svo rugluð alla vikuna að það getur ekki verið heilbrigt. fór að sofa klukkan tæplega 9 eitt kvöldið því ég var bara gjörsamlega að leka niður úr þreytu. ég var bara ekkert með fulle fem þessa vikuna...

-ég seldi einum manni lóritín í staðinn fyrir koffinátín (hann fattaði það sem betur fer) það er víst "örlítill" munur á ofnæmislyfjum og sjóveikislyfjumGlottandi

-ég var alltaf að gera vitlausar dóseringar þegar ég var að taxera lyfseðlana, ótrúlega annoying hvað heilinn á mér gat bara ekki unnið úr neinum upplýsingum.

-ég fékk oft spurningar sem ég vissi alveg svarið við en ég gat bara ómögulega munað hvað það var sem ég vissi að ég vissi.

-ég sagði stundum "landsbankinn góðan dag" þegar ég var að svara í símann, svona af því það eru aðeins 2 ár síðan ég var að vinna í landsbankanum. var eiginlega bara hætt að svara í símann í lok vikunnar...

-ég rispaði Lyfju-bílinn þegar ég var að fara með heimsendingu. strauk bílnum meðfram ruslatunnu. skil ekki hvernig ég fór að þessu. ég var ekki einu sinni að bakka!! var bara að beygjaSkömmustulegur til hamingju með bílprófið eydísSvalur

-það kom maður að afgreiðsluborðinu og í staðinn fyrir að segja "get ég aðstoðað þig?" þá sagði ég "get ég elskað þig?"  Koss skil ekki af hverju ég er einhleyp!!! I´m sooo putting myself out there!!!

díses hvað ég vona að næsta vika verði ekki svona!! að vísu endaði vikan nú vel;) fór út að borða með nils og sibbu. svo var kósí kvöld hjá mér, heiði og hildi. hildur þurfti að æfa sig að nudda og við heiður vorum svo góðar að bjóða okkur fram. heilnudd, kertaljós, tónlist með eivör og röggu gröndal, jarðaber með súkkulaði og skemmtilegar samræður við skemmtilegar vinkonur. æ hvað þetta var 100% uppskrift að notalegu kvöldiBrosandi takk fyrir kvöldið stelpur!

jæja ég held ég ætli bara að leggja mig áður en ég hitti sigrúnu og konný í kvöld. var nebbla að koma heim úr vinnunni og held mér veiti ekki af því að ná rugli vikunnar úr mér með góðum lúr;)

c u     Dísa Diggs 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff.... vona að það gangi betur í næstu viku....

konný (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 10:57

2 identicon

Ó mæ god, "get ég elskað þig" sjitt, eins gott ég var ekki á staðnum, ég hefði sprungið! Getur ekki annað verið en að næsta vika verði betri!!

Guðrún Lind (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 12:41

3 identicon

hheheheheh var hann sætur sem þú sagðir við get ég elskað þig..... þú ert sko bara ein brandarabók, algjört krútt.... good work babe :)

María Jóna (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 07:30

4 identicon

Jidúdda mía Eydís, þú ert svo fyndin. Takk fyrir frábært og notalegt kvöld, verðum endilega að vera duglega við að hjálpa henni Hildi við nuddið!

Heiður (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 15:18

5 identicon

Hló upphátt og mikið að þessum hrakförum þínum :-) Gaman að þú ert farin að blogga aftur!
kveðja úr litla Skerjafirðinum.. Elín Björk.

Elín Björk (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 19:08

6 identicon

Þú ert frábær!!!!:)S´é þig Sigrún

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband