Smásaga

 

Einu sinni voru 2 stelpur að leika sér í haga. Þar sem þær hafa orðið fyrir miklu aðkasti nýlega þá vill söguhöfundur halda nafni þeirra leyndu og skulum við því bara kalla þær Diggs og Power. Power hefur aldeilis ekki átt 7 dagana sæla vegna frekju og yfirgangs Diggs. Á kvöldin þegar lagst er til hvílu er Power staðráðin í því að mæta fílelfd til leiks næsta morgun.  En málið er að þær vinkonur hafa ekki enn náð samkomulagi um það hvenær sé tími til að fara á fæturBlush Power er alltaf æst í að taka GLind á þetta en Diggs er ekki eins mikið til í þaðDevil  Það endar því ætíð með því að Diggs sigrar og fær sínu framgengt og eftir situr Power með blóðnasir og marbletti og vaggar fram og til baka eins og rúmenskur munaðarleysingi. Niðurbrotin á hverjum einasta morgni (já eða hádegi eða eitthvað, WHATEVER) lifir hún í voninni að næsti dagur verði hennar. Hún muni sigra á endanum! Þeir sem vilja styrkja þennan vesaling er bent á að hringja í styrktarlínu vesalinga, sem vita greinilega ekki hvenær það er kominn dagur, í síma Heart866-0322Heart

Nú situr Diggs að lesa lyfjahagfræði og veltir því í leiðinni fyrir sér hvað hún hafi eiginlega gert af sér í fyrra lífi til þess að verðskulda það að vera í svona leiðinlegum kúrsi????

Hefur nokkrum sinnum verið um það bil að æla yfir bókina en hætt við í hvert skipti því þá gengur sennilega ekki vel að selja hana í haust.

Það vill enginn kaupa ælubók!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GLind

Góð saga í prófatíð, nema ég verð að segja að ég hef ekkert séð Power að leika við Diggs hérna uppí Haga!

Á Dísa mín, þú mátt ekki gefa upp númerið þitt svona og biðja um hjálp, GLind gæti sent sms "ókristilega" snemma einhvern morguninn og haldið því áfram þartil Power er mætt á svæðið.... hmmm.... Sjáum hvernig púkinn í henni verður....

En Dísa, farðu að éta Melatoninið, ef það er ekki rétti tíminn til að prófa það núna, hvenær kemur hann þá ?????  

GLind, 29.11.2007 kl. 19:57

2 identicon

Diggs verður bara að bóka tíma einhvers staðar á hverjum morgni svo hún VERÐI að fara á fætur. Þá er bara að leggja höfuðið í bleyti. Panta tíma hjá tannlækni að morgni, tíma í klippingu, tíma hjá augnlækni.... Gæti kannski orðið doldið dýrt!!!

Hey! Hún gæti bókað Flóka í pössun á hverjum morgni. Þá væri hún líka að gera systur sinni....ég meina Sigurbjörgu.... greiða í leiðinni. Hmmmm, þá lærir hún kannski ekkert mikið og gæti eins verið sofandi.

Ég er léleg í þessum leik!

Heiður (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:29

3 identicon

Ég held ég sé búin að smitast af diggs. Mér gengur ekkert að sofna á kvöldin og er því að sofna um kl.3 á nóttunni, sef til kl.10 á morgnana en legg mig svo aftur kl 11:30 því ég er svo þreytt.

Katla (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:37

4 identicon

Hæ sæta,,, bara fullt að lesa hjá þér,,, flott hjá þér með fyrirlesturinn;) En langar svo alveg að fara að hitta ykkur. Heyrumst kannski í kvöld eða e-ð:=)

Alla (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:43

5 identicon

Samviskan segir mér að Diggs eigi að fara á fætur snemma á morgnana en námsmaðurinn í mér heldur með Diggs í raun og veru.

Sigrún (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:08

6 Smámynd: Eydís Huld

GLind og DJúDjú, það getur vel verið að Power muni skemmta ykkur í Hagamadness fyrir lyfjahönnun....

Heiður: takk fyrir uhhh ráðin??

Katla: þú verður að verja þig betur!! þetta er bráðsmitandi!!!

Alla og Sigrún: verðum að fara að hittast!!!!

Eydís Huld, 2.12.2007 kl. 18:46

7 Smámynd: GLind

Jeiiiijjjjjj! Dísa, Djúdjú og DLind saman í Hagamadness fyrir hönnun!

ps þú veist að eftir að hafa sett þetta svona á netið þá kemstu ekki upp með annað en að mæta ! 

GLind, 2.12.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband