...en hann var svo sætur!

 

Heiður kafnaði næstum því úr hneyksli þegar ég hringdi í Kóngu til að láta hana vita að kærasti hennar til margra ára, Heath Ledger, væri dáinn. Hún var ekki alveg að skilja.....

En það er bara svo ótrúlegt hvað maður setur þetta fólk upp á einhvern stall, sannfærð um að það sé fullkomið þó svo að innst inni viti maður alveg betur. Ég (og flestir aðrir) hef gert þetta síðan ég var ca. 10 ára og að sjálfsögðu hafa idolin breyst eins og ég, þ.e.a.s. nýjum aldri fylgja ný idol. En flest kvenkyns idolin eiga það þó sameiginlegt að hafa ekki fengið almennilega næringu síðan þær voru sjálfar 10 ára því þær eru svo ógeðslega feitar ef það er ekki hægt að telja rifbeinin í þeim.

Svo fullkomnar!

Svo er maður líka svo sannfærður um að þau séu almennt hamingjusamari en annað fólk og öfundar þau agalega þegar þau standa í fullkomnu og rándýru fötunum sínum með fullkomna og breiða brosið sitt á rauðum dreglum úti um allan heim. Þau eru svo hamingjusöm að skuggalega mörg þeirra ákveða að deila þessari gleði óspart með bakkusi og öllum hans bræðrum.

Svo fullkomin hamingja!

Ég gæti trúað að þau séu allavega í topp 5 yfir hæstu tíðni sjálfsvíga miðað við aðrar starfstéttir. Jafnvel númer 1. Sennilega því þau hafa einfaldlega upplifað svo mikla gleði og hamingju að þeim finnst tími til komin að leyfa öðrum að komast að.

Svo fullkomið líf!

 

Jæja best að fara að læra lyfjahönnun. Einhver verður að búa til lyfin sem gerir lífið fullkomiðWink   


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með að bloggfærsla byrji á nafninu mínu. Mér finnst það sérstaklega ánægjulegt! Hvet þig og aðra sem mig þekkja (já, eða þekkja mig ekki) til að gera meira af þessu!

Annars hef ég alltaf fundið til með Hollywood liðinu frekar en hitt. Held að það sé nokkuð augljóst hvurslags vesældarlíf þetta er. Ég meina... maður hlýtur að vera soldið pirrí pú yfir höfuð þegar maður fær ekkert að éta svo sólarhringum skiptir. Ég ætla nú ekki einu sinni að byrja á að tala um veruleikafirringuna, skort á einkalífi og almennri geðheilsu, hehe.

Skál í boðinu!

Heiður (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:47

2 identicon

Vel mælt;)

Alla (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:07

3 identicon

mjög sorglegt!!!

Konný (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:35

4 identicon

Eins´o skrifað með mínum fingrum Eydís mín Huld ;)

Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:22

5 identicon

Þetta Holliwood shit........standart shit (stöðluð ýmid) er að fara með marga í gröfina

ha! er hann dáinn, ekki sagt frá dánarorsök?

ssk (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband