Getur einhver sagt mér......

af hverju það er alltaf talað um einhleypar konur en einstæðar mæður?

eru mæður á lausu ekki taldar einhleypar því þær geta ekki verið hlaupandi útum allt að leita að karlfélaga? þær geta náttla ekki hlaupið frá börnunum heldur standa þær kyrrar með sínum börnum, s.s. einstæðar

ok ég er ekki einstæð því ég þarf ekki að standa kyrr með neinum börnum heldur er mér frjálst að hlaupa út um allt því ég er einhleyp (samningaviðræður við hondutúri mennina ganga ekki neitt!!!).

nú ef mér skyldi nú takast að ganga frá samningum við hondutúri mennina og ná mér í bojfrend, þá verð ég ekki lengur einhleyp heldur hvað???

tvíhleyp???

af hverju er fólk ekki kallað það?   af hverju ekki?

mér finnst það bara ágætis lýsing á þessu ástandi. kannski má ekki kalla svona fólk tvíhleypur því það er byssa. veit nú reyndar um marga sem myndu ekkert kalla það lygi.

en þegar ég hugsa um að vera tvíhleyp, þá sé ég fyrir mér svona boðhlaup þar sem hægri fótur annars aðilans er bundin við vinstri fót hins aðilans. þá verður að taka ákvörðun um hvert á að hlaupa áður en lagt er af stað og má ekki bara æða þangað sem þér dettur í hug, því þá dettiði bara og þurfið að eyða tíma í að standa upp aftur. getið tapað tíma í boðhlaupinu.  communicate!! communicate!!!

en aftur á móti ef þú ert einhleyp, þá geturu hlaupið mun hraðar og þarft ekki að fá samþykki hjá öðrum um hvernig hlaupið á að vera. þá ertu þ.a.l. mun fljótari í mark.  hins vegar er kannski mun leiðinlegra og neyðarlegra að detta á rassinn. maður flýtir sér bara standa upp og vonar að enginn hafi tekið eftir þessu. í því tilviki er ef til vill betra að vera tvíhleyp, því þá er einhver til að hlæja að manni sem gerir það að verkum að þetta er ekki nærri því eins neyðarlegt. og það er nú yfirleitt skemmtilegra!!!

mig langar að vera tvíhleypKoss

Dísa Diggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA..........
Þú ert snilli;)

koss og knús til þín beib

Frú Konný(tvíhleypa) (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 19:19

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

*lol* Ég hef aldrei pælt í þessu áður...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 21:03

3 identicon

Sjáumst í fyrramálið kl 8:20 einhleypan þín!!

Guðrún Lind (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 22:22

4 identicon

þú segir nokkuð ... ein stelpa sem er "einstæð" vildi nú ekki samþykkja að hún væri "einstæð" heldur sagðist hún vera sjálfstæð :) ... já mér finnst þetta nokkuð gott hjá stelpunni!!

sammála þér með "dettið", alltaf skemmtilegra þegar hlegið er með manni en að vera einn og hlæja og skammast ....

knússsssssss

ólöf daða (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 21:06

5 identicon

Oooh, Eydis, hvad geturdu eiginlega verid mikid krutt!?!?!?

Heidur (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband