Gleðilegt ár elskurnar mínar!

...jæja þá er nágranninn loksins búin að tengja netið hjá sér aftur. Hann var sennilega í einhverju djös fríi og var ekki mikið að taka tillit til þess að við þyrftum nú kannski að nota internetið hans á meðan;)

25. des 252

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin voru skrýtin en notaleg engu að síður. Unnum til 13 á aðfangadag og fórum svo heim eitthvað að dunda okkur. Hlustuðum á jólalög og reyndum okkar að besta til að komast í jólafíling. En það nú bara soldið erfitt þegar það er tæplega 30° hiti úti og enginn úr fjölskyldunni nálægt! En við borðuðum nú smákökur sem mamma sendi okkur og það gaf deginum nú allavega smá jólabragð;) Fyndið hvað mig vantaði alveg rosalega að heyra jólakveðjurnar í útvarpinu, það er bara eitthvað svo heimalegt og "jólin eru alveg að fara að koma" legt;).

Cristhian sótti okkur svo um 9 leytið og við fórum heim til systur hans. Það var voða notalegt þar og vinalega tekið á móti okkur. Um 11 leytið voru börnin vakin til þess að taka upp pakkana en systir hans á 2 ára þríbura sem eru engar smá dúllur!!! Þau voru að vísu svo þreytt greyin að þau höfðu bara orku í að taka upp 2-3 pakka og fóru svo að sofa aftur.

Klukkan 12 á miðnætti skullu jólin á eins og klukkan 6 á Íslandi og allir óskuðu hverjum öðrum gleðilegra jóla og þá fórum við út og sprengdum nokkra flugelda, sem okkur fannst nú svoldið skrýtið því mann tengir nú ekki beint flugelda við jólin;).

Borðuðum um 1 leytið þvílíkt góðan mat en það er samt soldið erfitt að borða svona þunga máltíð svona seint að kvöldi. Fengum kalkún, grillkjöt, sætar kartöflur, salat og svo eitthvað perúskt mauk sem ég er nú ekki alveg með á hreinu hvert innihaldið var. En namm hvað maturinn var góður;)

Eftir það opnuðum við pakkana. Systir Cristhians gaf okkur eyrnalokka eftir frægan perúskan hönnuð og mamma hans gaf okkur skartgripabox. Ekkert smá sætt af þeim að gefa okkur jólagjafir þrátt fyrir að vera að hitta okkur í fyrsta skiptið! Vorum komnar heim um 3 leytið.

Jóladagur fór svo bara í almenna leti eins og hefð er fyrir á þeim degi;) Vantaði samt hangikjötið! Held við höfum hins vegar borðað dýrindis samlokur;)

Þann 26.des unnum við til tæplega 19 og fórum svo í afmæli hjá Yossef vini okkar á flying dog hostelinu. Þar var ókeypis áfengi og þarf því ekki að taka það neitt sérstaklega fram að þar var verulega gaman;)

29.des var svo haldið til Cusco ásamt Claudiu. Eftir aðeins 22 klukkutíma í rútu vorum við komnar til Cusco og ég fann strax að þunna loftið hafði mikil áhrif á mig. Cusco er fyrrum höfuðborg Inkanna og er lengst uppi í fjöllum í 3300 metra hæð yfir sjávarmáli. Eftir því sem við komum ofar fór ég að fá meiri og meiri hausverk, blóðnasir og stöðugt blóðbragð í munninn. Mér var líka pínu flökurt en var sem betur fer ekki ælandi eins og margir. Ég eyddi því fyrsta deginum í rúminu því mér leið betur ef ég var liggjandi.

31.des gat ég loksins aðeins skoðað Cusco og við heimsóttum bandarísku stelpurnar sem við þekktum síðan við gistum allar á flying dog. Þær eiga heima langt uppí fjalli og við héldum að við myndum deyja á leiðinni þangað upp!!! Borgin er náttla öll upp á móti og ekkert endilega hægt að taka taxa á alla staði því oft eru göturnar ekki gerðar fyrir bíla. Þetta er yndisleg borg og mjög falleg en vá hvað ég er bara alls ekki viss hvort ég myndi geta búið þarna.

Gamlárskvöld sjálft var mjög skemmtilegt. Við Eygló lögðum okkur til þess að hafa orku fyrir kvöldið og klukkan 7 réðst Caudia inn með eitthvað gult pappírsdrasl sem hún henti yfir okkur eins og vitleysingur og 2 flugelda til að við gætum fagnað áramótunum á Íslandi;) Guli liturinn boðar lukku á nýju ári og hér er hefð að vera í gulum nærbuxum um áramótin;) Ef þú ert að fara að ferðast á árinu þá áttu að hlaupa um aðaltorgið í gulum nærbuxum með ferðatöskuna þína og þá munu ferðalögin verða góð. Við létum nú eiga sig að gera þetta.:)

Um kvöldið var svo partý á barnum á hostelinu sem heitir því skemmtilega nafni "The Horny Llama". Mjög góður dj og góð stemmning. Á miðnætti fórum við svo niður á aðaltorg í okkar verulega fallegu regnslám því það var mígandi rigning! (regntímabilinu lýkur ekki fyrr en í mars). Þar týndum við Claudiu og var vonlaust að reyna að leita að henni. Restinni af kvöldinu eyddum við á einhverjum pöbb með Eileen, írskri vinkonu okkar. Þar hefur greinilega verið gaman því ég náði að glata myndavélinni minni og fá stóra kúlu á hausinn. Veit ekki.......

Nýársdegi eyddum við í leti með Eileen, fórum á kósí veitingastað og vorum staðráðnar í því að djamma þetta síðasta kvöld okkar í Cusco þrátt fyrir að höfuð og magi hafi ekki beint verið á sama máli. Ég náði nú að koma nokkrum drykkjum niður en ég gafst upp um 3:30 og fór heim;)

Nú ligg ég nú bara heima í leti, ennþá hálf þunn og þreytt eftir stífa dagsskrá í Cusco og 22 tíma rútuferð heim.

Erum búnar að setja inn myndir frá desember á myndasíðuna okkar. Myndir frá Cusco koma vonandi fljótt, þarf að fá myndir hjá Claudiu og Eileen:)

fjúff hvað þetta er löng færsla! Verið nú dugleg að kommenta elskurnar og líka þið sem kommentið ALDREI!!

Besos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman, gaman, gaman - verst samt med myndavélina...  Gledilegt ár snúllan mín og takk fyrir tau gömlu gódu :)

Asta (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:34

2 identicon

JEY!! gaman að fá blogg frá þér sæta;)

leiðinlegt með myndavélina..

en rólega með hæðina á bænum... 3300 yfir sjáfarmáli..

Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 m yfir sjáfarmáli...

Get sko alveg ímyndað mér að ykkur hafi ekki liðið neitt allt of vel við þessa hæð.. ég á erftitt með andadrátt á langjökli(1350m).. og það rétt við skálann(varla meira en í 500m hæð yfir sjáfarmáli)

bíð spennt eftir myndum af Cusco.. það er þegar þið fáið þær, hehe

Konný (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:03

3 identicon

Gott að lesa loksins blogg frá þér. Flóki vildi endilega tala við þig í gær (er by the by, farin að segja Eydís nokkuð rétt) en þú varst ekki á Skype þegar hugmyndin kom svo ekkert varð úr því í bili. Við reynum um næstu helgi. Hann þarf nebbla að sjá líka ;-)

Knús á þig

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: ronja06

Gaman að heyra aðeins frá þér, fannst þetta mjög skrítin áramót að hafa þig ekki hjá mér  en það var rosalega gott að heyra í þér á miðnætti (að mínum tíma)  Við verðum að reyna að Skypea um helgina svo þú getir nú séð Gunnlaug Yngva vakandi... hann er farinn að brosa á fullu, þó aðallega framan í pabba sem finnst það sko ekki slæmt.....

Kossar og knús.......

ronja06, 5.1.2009 kl. 20:19

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku Eydís mín. Gaman að heyra hvað þið eruð að skemmta ykkur vel þarna en leiðinlegt hvað ykkur helst illa á raftækjunum. Ég mæli með einnota myndavél

Katla (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:22

6 identicon

Gleðilegt ár elsku kella!

Lífið ykkar er greinilega svo mikið ævintýri að mér finnst mitt líf meira að segja verða frísklegra bara við að lesa bloggið frá þér. Rifjaðu bara reglulega upp hvað þú værir að gera á Íslandi núna. Vakna í myrkri og rigningu, vinna, fara heim í myrkri og rigningu, horfa á leiðinlegt sjónvarp og fara að sofa til að vakna í myrkri og rigningu. Bara segja, hehe.

Saknaðarkveðjur!!

Heiður (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 08:58

7 identicon

Gleðilegt nýtt ár skutla!

Það er alltaf mega stuð að lesa gleði djamm blogg!

 ...en gleðin mín hvarf svo þegar ég las kommentið hennar Heiðar...takk Heiður!

Simmi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:35

8 identicon

Gleðilegt ár skvísa og takk fyrir þau gömlu, við Konný vorum að tala um það að spilakvöldið með vinunum klikkaði alveg þessi jólin, vantaði aðal spilafélagann;) Við bætum það upp á næstu jólum.

Það er frábært að heyra frá ykkur og öllum þessum ævintýrum ykkar. knús og kveðja, líka til Eyglóar, bara aðeins fastar til þín.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:11

9 identicon

gott hjá nágrannanum að tengja netið :)

gleðilegt nýtt ár og endilega haltu áfram að skrifa langar færslur !

kristjana (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband