Dr.Guapo í gám númer 30;)

Já börnin mín, síðustu dagar hafa verið síður en svo skemmtilegir. 3 sjúkrahúsheimsóknir á þremur dögum:/ Sú fjórða á morgun. Er nefnilega búin að vera "sjóveik" undanfarna viku eða svo en þar sem ég er nú ekkert á sjó þá þótti mér nú kannski ástæða til að athuga málin;)

Á mánudaginn fór ég á rándýra einkarekna klíník hérna í Miraflores (snobbhverfið sem ég bý í) og þar fékk ég ógleðislyf í æð, gott stöff;) Leið mun betur eftir það en þá var tekin blóðprufa sem ég hélt að yrði nú könnuð rækilega en nei nei, læknirinn pantaði bara óléttupróf, sem ég var búin að segja að yrði neikvætt!!!  Sóun á peningum! ja nema ég svaf eins og steinn eftir þetta ógleðislyf, good shit maður;);)

Daginn eftir var ég hins vegar ekkert skárri og þá var farið með mig á sjúkrahús í Chorrillos (sem er hverfið sem ég vinn í og er síður en svo snobbhverfi). Fékk nú nett sjokk þegar ég kom þangað inn. Þetta "sjúkrahús" samanstendur af fullt af gámum, þar sem hver gámur hefur sitt hlutverk eins og t.d. hjartagámurinn, ómskoðunargámurinn, rannsóknarstofugámurinn o.s.frv. Svo er bara hálfgert sirkustjald yfir þessu öllu til varnar sólinni og "biðstofurnar" voru fullt af sólstólum þar sem þeir komust fyrir. Þetta var mikil færibandavinna og minnti mig frekar á eitthvað bráðabirgða sjúkraskýli eftir stórslys heldur en sjúkrahús sem hefur verið þarna í mörg ár. En svona er þetta greinilega bara í 10 milljóna manna borg, þar sem yfirvöld sjá um að reka sjúkrahús fyrir allt þetta lið;)

Ég byrjaði á að bíða í röð í "blóðþrýstingshorninu". Svo beið ég í "hitamælingahorninu". Þá gat ég loksins fengið mér sæti í einum garðstólanna til þess að bíða eftir læknisviðtali. Það var töluverð bið og þá sá ég hvað það er fáránlega mikið rennsli af fólki þarna. Fékk svo viðtal við agalega myndarlegan lækni í gám númer 30. Man ekkert hvað hann heitir og þess vegna kalla ég hann bara Dr.Guapo, sem þýðir Dr.Myndarlegur;). Hann pantaði rannsóknir fyrir mig, sem ég fór svo í í morgun. Fer svo í fjórðu sjúkrahúsheimsóknina á morgun til að fá niðurstöðurnar úr rannsóknunum og hitta Dr.Guapo aftur;) Brjálað að gera!

Annars líður mér allt í lagi núna því ég er farin að taka bæði ógleðislyf og svimalyf, sem Dr.Guapo skrifaði uppá fyrir mig. Svo heppilega vildi til að Induquimica framleiðir þessi lyf, svo ég fékk lyfin bara þar án þess að borga;) Sé það í anda að þetta væri hægt í Actavis;);)  Þarf líka að passa hvað ég borða og mömmurnar í vinnunni minni sjá nú alveg til þess að ég passi upp á það;)

Ætlaði nú að reyna að setja inn myndir með þessari færslu en blog.is er eitthvað á móti myndunum mínum þessa dagana þannig að myndirnar eru hérna;)

Besos!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur fengið svona nett menningarsjokk að sjá sjúkrahúsið. Vona að þér batni sem fyrst. Og endilega tjekka hvort að Dr. myndarlegur sé á lausu, bara tillaga

Sigrún (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 09:55

2 identicon

Æ dúllan mín. Ég fékk eitthvað svona þegar ég bjó út í London. Kallað Labyrinthitis og hefur áhrif á jafnvægisskynið. Ég gat einmitt ekki snúið mér i rúminu án þess að verða sjóveik , vona að það sé ekkert alvarlegra en það. Þetta gengur bara yfir á einhverjum tíma. Láttu vita hvað kemur út.

knús á þig

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:44

3 identicon

JIII ÞETTA ER Í ALVÖRUNNI GÁMAR!!...elsku litla krúttrassgat! æjjj hvað er agalegt að heyra þetta!!...æjæj ég sendi þér í þessum skrifuðu orðum rosalega orku og heilbrigði!!  Kossar og knús til Eydísar sinnar:)

Hildúa Hansen Jörgenses kannski Rassmusen...já hver veit! (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:09

4 identicon

kræst... mér hefði sko ekki staðið á sama að bíða eftir doksa þarna..

vona að niðurstaðan var góð

konný (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband