Fáránlega góð!

Brunasárin virðast ætla að gróa vel og valda mér ekki miklum vandræðum. Get borðað nánast sársaukalaust og einu merkin um þennan klaufaskap er blaðra á innanverðri efri vör og aðeins of viðkvæm og rauð húð á vörum og tungubroddi. En þetta er bara alls ekki eins slæmt og ég bjóst við!! miðað við hvernig mér leið á mánudag og aðfaranótt þriðjudags, þar sem ég gat ekki sofið fyrir slætti og sviða í vörunum. Það er eins og húðin hafi bara allt í einu ákveðið : "jæja nú ætla ég hætta að bögga Eydísi" ;)  Svo ég er bara agalega sátt og sæl;)

Við Eygló fórum uppá skrifstofu í dag að sækja launin okkar og mættum þar manni af skrifstofunni, sem spurði mig hvernig mér liði í munninum........... það vita sem sagt allir í fyrirtækinu að önnur hvíta stelpan brenndi á sér kjaftinn!! great!

Annars er allt ágætt að frétta úr vinnunni. Búin að vera að gera soldið mikið TLC undanfarið því fyrirtækið framleiðir mikið af "fornum" perúskum náttúrulyfjum. Ekkert smá mikil LEN-lykt þegar mann er að þessu;) Hver saknar þess ekki að gera TLC????

Er líka alltaf að títra! eins leiðinlegt og mér fannst að títra í verklegu í skólanum, þá finnst mér nú bara ágætt þegar ég fæ títrunarverkefni í vinnunni. Sérstaklega þegar ég er í algjöru letistuði;) fæ mér bara sæti, með ipod í eyrum og horfi á dropana sullast niður úr búrettunni;) algjör hvíld og maður fær að sitja heillengi og tjilla því auðvitað láir manni enginn fyrir að fylgjast vel með títruninni sinni;)

föstudagur ;);););) föstudagur ;);););) föstudagur ;);););)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TLC?!!?!?! Tenderness, Love and Care baby!!

Jaaaáá... haaa, hmmm, haaa.

Heiður (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:50

2 identicon

gott að þú ert orðin betri:)

konný (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: GLind

Gott að heyra að þú ert að gróa saman sæmilega og aldrei hefði ég búist við því að þú værir bara sátt við að fá títrunarverkefni í vinnunni! Passaðu bara að fá ekki títrunarupphandleggsvöðva, þú veist hvað ég á við!

GLind, 3.4.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband