hmmm

Allt gott að frétta af okkur systrum;)
Við erum farnar að finna vel fyrir haustinu hér í Perú. Okkur er alltaf skítkalt á kvöldin því rakinn er kominn upp í tæplega 90% og því finnst manni mun kaldara en 20°C, sem er svona ca. hitstigið þessa dagana. Svo eru auðvitað engir ofnar eða neitt til þess að hita íbúðina og því verðum við bara að klæða okkur vel og kúra undir sæng;)
Rakastigið hefur líka töluverð áhrif á andardrátt, erum oft andstuttar og finnst oft mun erfiðara að anda en venjulega. En það hlýtur nú að lagast þegar maður hefur vanist rakanum, eða ég vona það allavega;) úff ef svo er ekki þá veit ég ekki hvernig þetta verður í vetur:/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála fyrsta ræðumanni, ullarsokka og kannski peysur líka. Knús á þig sæta.

Sigrún (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband