Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sawa-da-ka

hallo fra Bangkok:)

bara adeins ad lata heyra i mer. ferdin er buin ad vera frabaer, litill timi til ad blogga.

otrulega heitt og mikill raki herna ad vid erum oll ad leka nidur. buin ad vera dugleg ad turistast og versla a milli thess sem vid skodum fyrirtaeki. 

forum til bali a morgun og eg vona ad eg geti bloggad meira thar.

knus Eydis


Ferðin hefst eftir 4 klukkutíma;)

lybbar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

jessörí, hér má sjá aðstoðarlyfjafræðinga númer 540 til 558 sem ég er einmitt að fara að hitta eftir örfáa klukkutíma á flugvellinum til þess að fara með þeim til Bangkok og BaliGrin

spenningur spenningur!!!!!!!!

Ferðaplanið er í grófum dráttum þannig að við fljúgum til Köben og svo þaðan til Bangkok, þar sem við munum skoða lyfjafyrirtæki, shoppa og túristast eins mikið og við höfum tíma fyrir.

25.maí förum við til Bali,  þar sem við munum fylgja stífu prógrammi af skemmtilegheitum;)

Fljúgum svo til Köben 8.júní og þá fer ég til Svíþjóðar til þess að gista eina nótt hjá Ástunni, Elsunni og Ámundanum;) 

Kem svo heim 9.júní, brún og sætCool

 

Reyni að vera dugleg að koma með ferðasögur inná bloggið.

knús Eydís BalíWink


Búin með 4 ár í lyfjafræði!!!!

...prófin búin. jibbí!!!!!!!!!!!!!!

hvernig er samt hægt að vera búin með 4 ár í námi sem þú veist ekki enn hvort sé rétta námið fyrir þig????

og hvernig er hægt að vera búin að velja sér mastersverkefni þegar maður ef bara nýbyrjaður í náminu??? .......mér finnst eins og ég hafi verið á 1.ári í gær því það er eitthvað svo stutt síðan ég kynntist lybbanördunum mínum í verklegri efnafræði.

en já ég er sem sagt búin að velja mér verkefnið Munnlausnartöflur sem innihalda mónókaprínSmile

ótrúlega spennóWink

en jæja það er víst best að fara að pakka niður í Bali-töskunaGrin  

svo er ég að fara að hitta hina snillingana af 4.árinu á Tapas í kvöld...gleði gleði

pís

Dísa Diggs


Alveg búin á því...

...ég er svo þreytt að ég get sofið endalaust. er með brjálaða beinverki og slapperíslen og ég er ekki frá því að ég sé með hita, finnst allavega á augunum á mér eins og að ég sé með hita en get nú ekki mælt það því ég á ekki hitamæli. ekki það að hitamælir myndi breyta einhverju. allavega ekki þeirri staðreynd að ég er nánast ekkert búin að læra fyrir prófið sem verður á morgunFrown því ég ligg bara eins og grænmeti í sófanum með pharmacotherapy doðrantinn í fanginu og lítið er það nú sem síast inn.....það er bara ekki séns að ég taki sumarpróf!!!!!! það eyðileggur alveg sumariðAngry

 

en kennarar lyfjafræðideildar virðast ætla að næla sér aftur í viðurkenningu fyrir tímanleg skil á einkunnum. búin að fá einkunnir fyrir öll prófin nema auðvitað það sem er á morgun, en mikið væri nú ljúft ef sú einkunn væri komin líka;) en hinar einkunnirnar voru bara fínar.

 

er aðeins búin að þrengja hringinn í lokaverkefnisvali en mér finnst bara svo erfitt að taka ákvörðun um nokkuð án þess að hafa talað við kennarana. ég á að hitta Þórdísi í hádeginu á morgun en anna birna hefur ekki tíma fyrr en á miðvikudag! það er bara alltof seint!!!!!   ohhhh

 

jæja best að fara að læra. eða sofa. eða bara bæði.....


Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

Eitt próf eftir og Bangkok eftir viku!!!

púff!! ég þurfti bara aðeins að koma þessu frá mér;)

Eru ekki annars allir í stuði???

Það er komið að mér að velja mér mastersverkefni. Það var nú bara ansi fljótt að koma að helvítis númer 12Whistling

Hvað á ég að velja mér:

Náttúruvörur á Íslandi - gæði og upplýsingagjöf.

Rannsóknir á slímhimnuviðloðun lyfjaforma.

Þróun á lyfjaformum sem innihalda sýkladrepandi fitusýrur og mónóglýceríð til gjafar í munnhol.

Munnlausnartöflur sem innihalda mónókaprín.

Doxýcýklín í lípósómum.

 

 

Please pick one for meWoundering

 


Sjálfsagi óskast!!!

....hann týndist fyrir allmörgum árum og sjaldan eins mikil þörf fyrir hann eins og núna við þennan hrútleiðinlega páfagaukalærdóm í lögum og reglugerðum. ég veit að það kemur verulega á óvart að það skuli ekki vera skemmtilegt að læra lög og reglugerðir en svona er nú páfagaukurinn á heimilinu bara skrýtinn. páfagaukurinn er líka alveg svakalega latur í dag. goggar í allt annað en bækurnar sínar, eins og t.d. sjónvarpið, dvd, rúmið sitt, tölvuna og er meira að segja búinn að gera sér mæspeis síðu til að vera inn í bekknum sínumCool.

á sama tíma er einnig auglýst eftir sjálfstjórn því ég einfaldlega veit ekki hver er munurinn á þessm hugtökum, þar sem þetta svið er algjörlega nýtt fyrir mér og því sé ég mér ekki fært að hafna einhverju sem páfagaukurinn gæti haft gott af.

 

Polly wants a cracker!!!


Dísa Power!

í haust mun Dísa Power mæta í skólann fersk og endurskipulögð. það er ekki víst að bekkjarfélagar hennar muni þekkja þessa stúlku, svo mikil verður umbreytingin!!!

....því Dísa Power byrjar hvern einasta morgun á að fara í ræktina og eftir að hafa borðað hollan og staðgóðan morgunmat, er hún mætt í skólann klukkan 8:00, hvort sem hún á að mæta í tíma eða ekki. ef það er ekki kennsla kl.8 þá nýtir hún þennan tíma bara til að læra af mikilli orku og einbeitningu.

eftir að hafa mætt í ALLAR kennslustundir dagsins og glósað af eldmóð og fróðleiksfýsi, fer hún á bókasafnið og les þá kafla sem kennarar hennar fóru í um morguninn....svona svo hún geti glósað aukalega og rammfest þetta í minni sínu.

síðan er borðaður einhver sá agalegasti og hollasti grænmetiskvöldverður sem fólk getur hugsað sér og eftir það fara kvöldin í það að lesa fyrirlestrarglósur og kafla morgundagsins, til að vera búin að kynna sér efnið og geta spurt vitsmunalegra spurninga í tíma, sem verður til þess að bekkjarfélagar hennar líta upp til hennar með lotningu en jafnframt með ákveðna sjúkdómsgreiningu í huga. einstaka sálu langar jafnvel að lemja hana!

sjónvarpsgláp og 3 klukkustunda bloggrúntar heyra sögunni til. Dísa Power henti sjónvarpinu í ruslið eftir að hún áttaði sig á því að Dr. McDreamy and Steamy og Jack og Sayer í Lost voru í raun ekki kærastar hennar. (úbbs fyrirgefðu GuguLind þú áttir víst þetta sjónvarpWhistling my bad!!). en Dísa Power hefur einfaldlega áttað sig á því að dagdraumar eru fyrir aumingja!!!

helgunum eyðir Dísa Power í að rifja upp kennslu vikunnar og að leita sér auka-upplýsinga um kennsluefnið sem hún hafði ekki fengið hjá kennurum eða í kennslubókum. þess á milli týnir hún rusl með umhverfishreyfingunni og dansar samkvæmisdansa með danshópnum "komdu að dansa".

í próftíð getur Dísa Power loksins slakað á og sofið út. farið í sund og picnic á Austurvelli á meðan bekkjarfélagar hennar sitja sveittir að lesa og óska þess heitast að hafa verið jafn duglegir og Dísa Power að læra í vetur!! múhahaha

ég finn að Dísa Power ólgar inní mér en kemst bara ekki fram á sjónarsviðið fyrir Dísu Diggs, sem lýst misvel á kellu en vinnur þó að því að finna rétta eiturlyfið sem gæti gert Dísu Power að veruleika. And she´s thinking amphetamine.....what do you think?FootinMouth


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband