Búin að gefast upp á blog.is !!!!

er búin að vera í vandræðum með bloggið mitt síðan ég flutti til Perú. áður en ég gat notað tölvuna mína, þá var ég í vandræðum með því að finna internetsjoppur sem voru með tölvur sem gátu vistað færslur á blog.is.  þetta er víst algengt vandamál og ég nenni ekki að lenda í þessu þegar ég er farin að ferðast núna í júní og í haust!! er líka oft að lenda í vandræðum með að vista færslur á tölvunni minni. svo get ég ekki sett inn myndir með færslunum þó svo að ég noti mína tölvu. er búin að reyna allt sem mér hefur verið ráðlagt að gera af tölvudúddunum hjá blog.is en það er bara ekkert að virka.

þannig að ég er búin að búa mér til nýtt blogg;)

getur vel verið að ég noti þetta blogg aftur þegar ég er komin heim, kemur bara í ljós. en endilega kíkið á nýja bloggið!!!


hmmm

Allt gott að frétta af okkur systrum;)
Við erum farnar að finna vel fyrir haustinu hér í Perú. Okkur er alltaf skítkalt á kvöldin því rakinn er kominn upp í tæplega 90% og því finnst manni mun kaldara en 20°C, sem er svona ca. hitstigið þessa dagana. Svo eru auðvitað engir ofnar eða neitt til þess að hita íbúðina og því verðum við bara að klæða okkur vel og kúra undir sæng;)
Rakastigið hefur líka töluverð áhrif á andardrátt, erum oft andstuttar og finnst oft mun erfiðara að anda en venjulega. En það hlýtur nú að lagast þegar maður hefur vanist rakanum, eða ég vona það allavega;) úff ef svo er ekki þá veit ég ekki hvernig þetta verður í vetur:/


nýjar myndir;)

hola

var að setja inn apríl-myndirnar;), þær eru að vísu ekkert voðalega margar en að vísu fengum við nokkrar myndir frá Claudiu síðan um áramótin í Cusco. Setti þær myndir aftast í apríl-albúmið;)

Í gær var fjölgun í vísindateyminu EEGSmile Guðrún Lind átti litla, fallega stelpu í gær!  Innilega til hamingju aftur, elsku Guðrún og Axel!!

Voða lítið að frétta annars. mikill spenningur á heimilinu eftir gestunum sem koma eftir u.þ.b. 5 vikur. verður ekkert smá næs að fá frí í vinnunni til þess að ferðast út um allt með þeim!

talandi um vinnuna. við Eygló komum heim úr vinnunni klukkan 23:30 á fimmtudagskvöldið!!! að vísu var ég bara að vinna til um hálf ellefu en beið eftir Eygló ásamt Alberto, sem var löngu búinn að vinna en beið eftir okkur til þess að fylgja okkur heim. Það er ekki séns að þau leyfi okkur að vera einar á ferli í þessu hverfi sem við vinnum í. æi það er voða notalegt hvað þau passa vel uppá okkur;)

en fáum við borgaða yfirvinnu fyrir þetta? neibb!! það er ekki eins og það sé eitthvað mikið að vinna 15 tíma með aðeins 40 mínútna hádegishléi og engu kvöldmatshléi! þarf maður eitthvað að borða annars?? það væri "gaman" að taka saman alla yfirvinnutímanna sem við höfum unnið í sjálfboðavinnu þarna! díses ég er ekkert pirruð neitt;);)


Þú sem ert mér allt.........næstum því

nú skiljast leiðir!

Samband okkar hefur verið stormasamt! 

Óteljandi augnablik ástar en um leið margra ára hatur!

Þú hefur staðið með mér í gegnum hæðir og lægðir!...... og reyndar líka hægðir!

Ég mun sakna þín meira en orð frá lýst!

Ef til vill hittumst við aftur í framtíðinni, einn fagran laugardag þegar ég hef náð að sigra þyngdarkraft jarðar og fá hann til að vera samvinnuþýðari!

Bless kæri vinur!

Að eilífu þín,  Amen!

 

Krakkar af hverju í andskotanum þarf súkkulaði að vera svona gott?????????

Nammibannið er að byrja.....á morgun Wink


quiero quiero quiero

- er búin að skipta um deild í vinnunni. er komin í deildina sem Eygló var í og hún er farin í aðra deild. lýst bara ágætlega á þetta. er náttla ennþá að læra því verkefnin eru öðruvísi en áður. er að gera leysniprófanir og HPLC;)

- gerði aðferðarlýsingu um daginn fyrir TLC prófun. lýsingin var á spænsku! ok að vísu var hún tekin nánast beint uppúr USP en hey ég var engu að síður að gera aðferðarlýsingu á spænsku Cool

- á leiðinni í vinnuna keyrum við alltaf framhjá "rúmfatalager/byko"-búð sem heitir Tottus. búin að búa hérna í hálft ár og mér finnst þetta ennþá fyndið. svona er maður þroskaðurTounge

- á leiðinni í vinnuna keyrum við líka framhjá mega stóru og vírgirtu kvennafangelsi. fyrir framan það eru nokkrir verðir vopnaðir risa rifflum.

- mig langar fáránlega mikið til að skoða þetta fangelsi að innan, bara til að sjá hvernig þetta er. hvað ætli mann þurfi að gera til þess? ;)

- finnst þetta fangelsi á mjög skrýtnum stað því þetta er við stóra breiðgötu, svona einskonar Suðurlandsbraut nema bara töluvert stærri.

- framhjá fangelsinu labba svo öll börnin á leið í skólann í fínu skólabúningunum sínum. mér finnst þessir skólabúningar eitthvað svo krúttlegir.

- finnst eins og ég skilji allt í einu helmingi meira í spænsku heldur en í síðasta mánuði. hef tekið eftir því síðustu 2 vikur að ég skil nánast allt sem vinnufélagar mínir eru að segja við migGrin að vísu er það misjafnt eftir því hver er að tala við mig því það tala jú allir misskýrt;) einhver stökkbreyting sem hefur átt sér stað þarna Wink

- er orðin pínu hrædd um að ég fái ekki vinnu þegar ég kem aftur á frón. þannig að við hjónakornin erum farnar að hugsa um til hvaða lands við getum flust til næst;)

- það er að koma vetur í Lima og þá þarf maður stundum að vera í jakka á kvöldin. var að reyna að leita mér að jakka um daginn en að sjálfsögðu komst enginn þeirra yfir mín aðeins of metnaðarfullu brjóst;) þannig að ég keypti mér bara fjólubláa hettupeysu í staðinn og er alveg að fíla hana;)

- mig er farið að langa svolítið að eiga heima einhversstaðar.

- mig langar samt líka svolítið að eiga hvergi heima.... þetta er ákveðið vandamál :/

- mig langar svo að læra á gítar en mig skortir bara alla samhæfingu milli handa og heila. seriously, ég er sennilega versti tölvuleikjaspilari í heimi sökum þessaWoundering

- mig langar svo að eiga vin eins og Barney Stinson í "How I met your mother" !!

- fæ stundum óþolandi löngun í kanilsnúða. skil ekki af hverju! það er ekki eins og ég hafi haldið eitthvað sérstaklega upp á þá frekar en eitthvað annað bakarísdót!

- var syngjandi bítlalög í allan dag í vinnunni. Alberto, sem er ca. fimmtugur, þekkti greinilega lögin og flautaði þau með mér því hann getur auðvitað ekki sungið texta á ensku frekar en aðrir í vinnunni. en þetta var sko engu að síður fínn dúett þarna á ferð;)

- það er svo notalegt og heimilislegt þegar vinnufélagarnir eru farnir að þekkja mann nógu vel til að stríða manni og skjóta á mann;)

- það er svo magnað að starfsfólk í stórmarkaði í 10 milljona manna borg skuli mörg hver vera farin að þekkja okkur. vita að við erum íslenskar, að vinna hérna í Perú og bla bla bla.

- í dag er fermingar-reunion hjá bekknum mínum. finnst voða leiðinlegt að missa af því:(

- vá hvað þetta blogg er orðið miklu lengra blogg en það átti að vera í upphafi!

Held barasta að þetta sé komið gott!

 

Ást og friður

 


Una misa;)

Perú er kaþólsk þjóð eins og ég er örugglega búin að tala um áður. Þegar við mætum í vinnuna, blasir við risastór stytta af Jesú uppá vegg. Fólk signir sig fyrir framan hana, kyssir svo fingurgómana og snertir tær styttunnar.

Það var messa í vinnunni á föstudaginn. jább, messa!

Það var búið að setja upp eitthvað svaka tjald í portinu, skreyta stóla, setja upp blómaskreytingar og læti. Agalega hress prestur sem messaði yfir okkur og leiddi fólk áfram í einhverjum gleðisöngvum. Við systur áttum verulega erfitt með að halda aftur af hlátrinum þegar sýnishorn af öllum afurðum fyrirtækisins voru borin fram á silfurbökkum og presturinn blessaði þær, með vatni og öllu dótinu. Svo var sungið eitthvað gloria gloria lag;)

Gunni og Sigga voru hjá okkur um helgina og flugu svo til Miami snemma á sunnudagsmorgninum. Alltaf gaman að fá heimsóknir;) Þið eruð velkomin sem viljiðTounge

Annars er komið smá mynd á ferðaplanið okkar. Erum nebbla að fara í bakpokaferðalag um Suður-Ameríku í haust skiljiði Cool

Ást og friður


Fáránlega sátt við það....

.....að fallegustu og uppáhalds djammskórnir mínir eru jafnframt þeir þægilegustu sem ég á!! Hvílík sæla sem þessi staðreynd er að færa inn í líf mitt þessa daganaGrin

Páskarnir voru ekkert voðalega páskalegir. Ekkert páskaegg, enginn málsháttur og engin páskasteik. Minnir að við höfum borðað núðlur í kvöldmat á sunnudaginn;) en það var nú samt fínt að fá 4 daga fríhelgi! Djamm á fimmtudeginum og laugardeginum;) Þess á milli var sofið, horft á æsispennandi afþreyingarefni í sjónvarpinu eða tölvunni og innbyrgt nokkrar tunnur af nammi, snakki og annarri eins hollustu. Svo sem alveg eins og páskar eiga að vera;);) Hefði nú samt verið til í að annar í páskum hefðin væri líka hérna svo maður hefði verið í fríi á mánudeginum líka eeeen við mættum nú bara í vinnu eins og þetta væri hver annar mánudagur.

Meirihluti fólks hérna er kaþólsk og allar stelpurnar sem eru að vinna með okkur eru frekar trúaðar. Samt alls ekkert leiðinlega-predikunaróðar trúaðar, en svona eru þær bara aldar upp;) Þær gripu andann á lofti þegar við Eygló sögðum að við værum ekkert voðalega trúaðar og héldum eiginlega bara uppá jól og páska því það væri hefð og svo er þetta svona "fjölskyldutími" en það væri í raun ekkert af því að við tryðum á guð. Töpuðum nokkrum rokkstigum þarFootinMouth

Við Eygló erum þessa dagana að setja saman grein fyrir lyfjafræðingablaðið á Íslandi. Nokkur orð um það hvernig það er að vera lyfjafræðingur í S-Ameríku. Það er að vísu voðalega lítið hægt að byggja greinina upp á því hvað það er allt öðruvísi að vera lyfjafræðingur hér því það er ekkert það mikið öðruvísi í rauninni. Rannsóknarstofa er rannsóknarstofa!

Jæja ætla að fara að skríða uppí rúm því ég lofaði sjálfri mér í morgun að ég myndi fara snemma að sofa í kvöld;) úff hvað þetta var erfiður morgun! og það gerði hann nú ekki betri að ég var allan morguninn að títra með "potentiometry" (man bara ekkert hvernig á að segja þetta á íslensku, en þetta er þegar maður mælir breytingu á mV eftir fjölda mL. Hvað heitir þetta aftur??).  Anyways, þá tekur 1-1,5 klst. að títra eitt sýni og ég var gjörsamlega að sofna yfir þessu!

Besos y abrazosHeart


Geography??

Var í röð í súpermarkaðnum áðan og þá byrjaði einhver maður að reyna að tjatta við mig. það er mjög algengt að menn hérna virðast halda að við séum alveg æstar í að eiga mega samræður við þá á barna-enskunni sem þeir tala. þeir eru alveg mis-pirrandi greyin.

hann byrjaði á því að spyrja hvort ég væri frá USA.

- Nei (ekki að nenna þessum leik!!!)

Kanada?

Nei

- Evrópu?

- Hvaða landi í Evrópu?

Þú þekkir það ekki

- Frá Nýja - Sjálandi??

HAHAHAHA  jebb ég er frá Nýja-Sjálandi í Evrópu!!!  heví fínt að alast upp þar;)

 


Fáránlega góð!

Brunasárin virðast ætla að gróa vel og valda mér ekki miklum vandræðum. Get borðað nánast sársaukalaust og einu merkin um þennan klaufaskap er blaðra á innanverðri efri vör og aðeins of viðkvæm og rauð húð á vörum og tungubroddi. En þetta er bara alls ekki eins slæmt og ég bjóst við!! miðað við hvernig mér leið á mánudag og aðfaranótt þriðjudags, þar sem ég gat ekki sofið fyrir slætti og sviða í vörunum. Það er eins og húðin hafi bara allt í einu ákveðið : "jæja nú ætla ég hætta að bögga Eydísi" ;)  Svo ég er bara agalega sátt og sæl;)

Við Eygló fórum uppá skrifstofu í dag að sækja launin okkar og mættum þar manni af skrifstofunni, sem spurði mig hvernig mér liði í munninum........... það vita sem sagt allir í fyrirtækinu að önnur hvíta stelpan brenndi á sér kjaftinn!! great!

Annars er allt ágætt að frétta úr vinnunni. Búin að vera að gera soldið mikið TLC undanfarið því fyrirtækið framleiðir mikið af "fornum" perúskum náttúrulyfjum. Ekkert smá mikil LEN-lykt þegar mann er að þessu;) Hver saknar þess ekki að gera TLC????

Er líka alltaf að títra! eins leiðinlegt og mér fannst að títra í verklegu í skólanum, þá finnst mér nú bara ágætt þegar ég fæ títrunarverkefni í vinnunni. Sérstaklega þegar ég er í algjöru letistuði;) fæ mér bara sæti, með ipod í eyrum og horfi á dropana sullast niður úr búrettunni;) algjör hvíld og maður fær að sitja heillengi og tjilla því auðvitað láir manni enginn fyrir að fylgjast vel með títruninni sinni;)

föstudagur ;);););) föstudagur ;);););) föstudagur ;);););)

 


Frábær holiday vika;)

Við Eygló ákváðum að taka okkur frí í vinnunni til þess að geta átt smá holiday með gestunum okkar. Síðasta þriðjudag kom Atli í heimsókn til okkar (hann var með okkur í bekk í lyfjafræðinni). Hann fékk nú varla að setjast niður greyið þegar hann kom því við drógum hann strax með okkur á djammið;) Það var nefnilega St. Patrick´s day og við fórum ásamt Claudiu og Eileen á írskan pöbb. Þar var mega stemmari! Allt í grænum lit og fullt af blindfullum Írum ásamt öðrum þjóðernum.

Á fimmtudeginum komu svo Gunni, sem var líka með okkur í bekk, og Sigga kærastan hans. Að sjálfsögðu voru teknar skoðunarferðir um Lima og drukknir 1-2 bjórar;)

Afmælispartýið var svo algjör snilld!! Nokkuð góð mæting hjá fólkinu úr vinnunni og það er svo yndislegt hvað þetta fólk þarf ekki svo mikið sem einn dropa af áfengi til þess að dansa og fíflast eins og brjálæðingar;) Meirihluti þeirra drakk annað hvort ekkert eða verulega lítið en þrátt fyrir það var stemmarinn í liðinu frábær eins og sjá má á myndunum;)

Nokkur úr vinnunni komu með hjartalaga súkkulaðiköku og voru búin að láta skrifa nafnið mitt á hana. Að vísu ekki alveg rétt stafað;) en það er nú hugurinn sem gildir;)

Á sunnudeginum fórum við svo í 5 tíma rútuferð til Huacachina, sem er vin í miðri eyðimörk. Ekkert smá kósí pínulítill staður, sem er byggður í kringum lítið vatn. Þar fórum við í "sandboarding", þ.e. renndum okkur niður brekkur í eyðimörkinni á brettum sem eru svipuð og snjóbretti. Fáránlega gaman og mikið adrenalínkikk. Engin smá hraði sem maður nær í stóru brekkunum!

Svo fórum við til Nasca og skoðuðum Nasca línurnar. Þetta eru myndir sem talið er að hafi verið gerðar af Nasca-indjánum (200 árum f.k til 700 árum e.k). Það þykir með ólíkindum hvernig þeir hafa gert þetta á þessum tíma, því myndirnar eru svo stórar að það er bara hægt að sjá þær í heild sinni úr lofti. Magnað að sjá þetta!!

Þá fórum við í gamlan indjánakirkjugarð og skoðuðum grafreiti indjánaþjóðflokks frá 8.öld. Það var farið að dimma þegar við komum þangað og því var nú frekar creepy að vera þarna í rökkrinu innan um beinagrindur í eyðimerkurvindinum.....

Kíktum líka til gamals námumanns sem var að sýna okkur hvernig þeir leita að og einangra gull. Mjög athyglisvert og ágæt leið til að drepa tímann á meðan beðið var eftir rútunni;)

Krakkarnir héldu svo áfram lengra suður eftir Perú en við Eygló tókum næturrútu aftur til Lima.

Sem sagt, góð holiday vika hjá okkur systrum;)

Var að setja inn fullt af myndum, bæði úr partýinu og ferðalaginu. Svo bætti ég líka við mars-albúmið;) Endilega kíkið á þær!!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband