Lífið í Perú :)

jæja þá get ég loksins bloggað en ég efast nú ekki um að þið hafið haft mikla ánægju af því að lesa bloggið hennar glógló.

Lífið hér í Perú er nú bara agalega næs verð ég að segja. Veðrið er voða milt og alls ekki of heitt, kvöldin eru svöl og þægileg. Hostelið sem við erum á er voðalega þægilegt og heimilislegt. Myndast yfirleitt mjög góð stemning þegar allra þjóða kvikindi sitja saman á barnum, spila og drekka bjór. Við eigum 3 ágætis vinkonur sem eru frá Bandaríkjunum og ætla líka að vera hér í ár. Að vísu eru þær að fara að flytja sig upp til fjalla og vonast til þess að vera þar allt árið.

Móttökurnar sem við höfum fengið er frábærar, hvort sem það er á hostelinu eða frá Cristhian og hans vinum. Einn gaurinn sem vinnur á hostelinu er alveg æstur í að kenna okkur spænsku og hjálpa okkur að læra heima. Bara krúttlegt. Og svo hefur það að sjálfsögðu komið fram á blogginu hennar Eyglóar hvað Cristhian er búin að vera frábær. Reddar öllu fyrir okkur og leyfir okkur ekki að borga neitt...... t.d. þessa svaka fínu síma sem hann lét okkur fá.

Núna sitjum við Eygló á barnum á hostelinu og horfum út um gluggann yfir á almenningsgarðinn hinum megin við götuna. Eygló er byrjuð á heimavinnunni sinni en mig langaði nú að skella inn einu bloggi fyrst það var loksins möguleiki;)

Ídag var fyrsti dagurinn okkar í spænskuskólanum og okkur grunar nú að kennarinn hafi sjaldan haft nemendur sem kunna svona lítið í spænsku....úbbs... en við ætlum engu að síður að taka þetta í nefið!!! hann sagði að vísu að framburðurinn okkar væri mjög góður. við vissum það svo sem nú þegar því spænskan er með mjög svipuð hljóð og í íslensku. við heyrum það meira að segja sjálfar hvað við tölum með miklu minni hreim heldur en fólk frá t.d. Bandaríkjunum. 

en ég er búin að setja myndir inn á facebook, endilega skoðið þær. Ef þið eruð ekki með facebook þá verðið þið bara endilega að fá ykkur svoleiðis og bæta mér á vinalistann ykkar!!

og já síminn hjá mér hér úti er +51 (1) 981103729.   þessi (1) er til þess að hringja inn í Lima en ég veit ekki hvort það þarf að nota hann í mínu tilfelli því ég er með farsíma. þið prófið bara bæði;) já og ekki vera móðguð ef ég svara ekki sms-um fyrst um sinn því ég bara kann ekki að senda sms úr honum, verð endilega að biðja strákana hér á hostelinu að kenna mér það;)

jæja nú ætla ég að fara að læra,

Ást og friður, Eydís

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að fá fréttir hjá þér, skvísa:D

Sigrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:50

2 identicon

Ohhh, já.  Hlakka til ad heyra tig raeda málin á spaensku... Tad verdur geggjad gaman.  Gangi tér vel í skólanum - og vertu nú dugleg ad laera heima :)

Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:28

3 identicon

Hæ sæta, gaman að heyra frá þér ;) Æðislegt hvað gengur vel,,, eru þessir gaurar sætir,,, hmmm e-ð til að ræða eða?? hehe kannski rætist veðmálið okkar stelpnanna;) Jæja langaði bara að segja hæ.... lov jú alot;)

Alla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:07

4 identicon

Gaman að fá blogg frá þér krúttið mitt;)

gott að allt gengur vel.

love u

Konný (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:09

5 identicon

Hæ sætasta....

Gott að heyra aðeins frá þér kroppur.... Þið eigið eftir að taka spænskunámið með trompi, bara eins og allt sem þú gerir kroppur  söknum þín helling og hlökkum til að fá meiri fréttir.......

Kossar, knús og voff  

Guðrún og Elín (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:58

6 identicon

Vííí...en gaman!!! Hlakka til að heyra meira...þú veist bara að bloggfærslurnar þínar er eitt af fáum ljósum punktum í tilverunni þessa dagana....engin pressa samt sko!;) Hohoho....luuuuw Hildúa

HIldur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:06

7 identicon

Ég segi það sama og Hildur, alltaf að tékka hvort það séu nýjar myndir á facebook og svona.

Ég er svo hrikalega ánægð að heyra að allt gangi vel og að ykkur lítist vel á allt. Ég er bara orðin svo sjúk í að koma í heimsókn að það hálfa væri miklu meira en nóg. Ég hata péninga.....það er, að eiga ekki fullt af þeim.... eða eitthvað.

Nú er það bara að massa spænskuna Eydís, bannað að panta mat og bjór og versla og svona á ensku. Bara redda sér á spænsku, hehe!

1000 knús og kossar, bíð spennt eftir meiri fréttum. 

Heiður (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband