Fiesta a mi casa;)

jæja þá er maður komin aftur í rútínuna eftir Cusco ævintýrið;) Það er nú voða þægilegt en djöfull var það erfitt! Við vorum þreyttar í vinnunni nánast alla vikuna.

Á föstudaginn fór rafmagnið af í vinnunni. Það skapast alltaf svo sérstök stemning í rafmagnsleysi, það getur enginn gert neitt og fólk var bara að kjafta saman og borða bananasnakk. En díses hvað það er ógeðslegt þegar það er engin lofkæling í svona lokuðu rými. Svitalykt, rauð í framan og fötin límast við hann......nasty!

Eileen, ísrska stelpan sem var með okkur í Cusco, kom til Lima á miðvikudaginn. Hún gistir hjá okkur og það er ekkert smá ljúft að koma heim úr vinnunni og það er bara búið að elda hinn fínasta kvöldmat fyrir mann;) Sögðum henni að hún mætti endilega vera eins lengi og hún vildi, fínt að vera komnar með ráðskonu;)

Við þrjár fórum út í gær með John, Tamy frá Ísrael, stelpu frá Argentínu og strák frá Kólumbíu. Það var mjög gaman en djö.. hvað ég er svo innilega ekki komin uppá lagið með það að dansa eins latínó stelpur. Hélt sko að ég væri nú orðin ágæt en svo hætti ég snarlega við þá hugsun þegar ég sá John og argentínsku stelpuna dansa saman!! My hips just won´t move like that!!

Ég er alltaf að reyna að gera heiðarlegar tilraunir til þess að tala spænsku í vinnunni. Með verulega misgóðum árangri þó........ Ég var t.d. svo ánægð með að það væri föstudagur að vinnufélagar mínir tóku eftir því og spurðu mig hvort ég væri að fara að skemmta mér. Ég sagði já og þegar ég var spurð hvað ég ætlaði að gera þá reyndi ég að útskýra fyrir þeim að það væri pínu partý heima hjá mér áður en við héldum áfram í annað partý. Og þegar ég segi "pínu" partý þá meina ég heilar 5 manneskjur;) En svo þegar 2 vinnufélagar voru búnir að spurja mig klukkan hvað partýið byrjaði þá áttaði ég mig á því að ég væri búin að bjóða 15 manns í partý án þess að vita af því...... dóó! Svona er maður líka agalega sleipur í spænskunniFootinMouth  Ég náði nú að leiðrétta þetta áður en mikill skaði var skeðurWink

Ást og friður

p.s. Svo virðist vera að íbúar Lima séu að búa sig undir heimsókn frá Ronju Rán Eiriksdóttur og hafa nú þegar hafið tappasöfnun;)

26.des 001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa hjá þér sætustu;)

Ætla á næstu dögum að fara að finna web caminn minn og head set svo ég geti talað við þig á skypinu... og svo líka að þú getir séð litla prins þegar hann verður komin:)

Konný (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:51

2 identicon

Og er eitthvað að því að bjóða þeim heim?  Ég hef þá reglu að bjóða alltaf annað slagið amk jafn mörgum í partý og fermetrafjöldi íbúðarinnar minnar er. Þá er gott að eiga ekki of mikið af húsgögnum

knús og saknaðarkveðjur á þig

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:06

3 identicon

Knús sætust.

Sigrún (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:59

4 identicon

Hæ elsku dúllan mín, gleðilegt ár og allt það hehe,,, vá hvað þetta er flott mynd af ykkur hér að neðan;) Þú lítur svoooo vel út;) Við stelpurnar erum að fara á kaffihús á eftir, vildi að þú gætir komist með:( En ég skal taka frá sæti fyrir þig og pannta kakó fyrir þig;) Lov jú alot,, gaman að heyra hvað þú skemmtir þér vel úti,, ;)

Alla (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband