bailando bailando

jáháts helgin var skemmtileg eins og ég var búin að spá fyrir um;)

á föstudagskvöldinu fórum við með nokkrum krökkum á stað við ströndina hérna í Miraflores. Höfðum aldrei farið þangað áður. Mjög fínn staður, þar sem við dönsuðum eins og brjálæðingar til 5 - hálf 6 um morguninn. Tvennt sem mér fannst nú samt soldið sérstakt við þennan stað. Annað var það að hægt var að opna gluggana "heilan hring" svo það var auðveldlega hægt að stökkva út um gluggann, sem er í flestum tilfellum frekar óheppilegt á stað sem ætlað er að hýsa verulega ölvað fólk, þá er það mun óheppilegra þegar staðurinn er staðsettur á klettbrún! Hitt atriðið er mun minna dramatískt...dansgólfið var teppalagt! Who does that? á skemmtistað? anyways, fínt kvöld!!

laugardagskvöldið var líka magnað! þið getið lesið um það hérna hjá systur minni og kollega.

Ást og friður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha....æjjj fyndið! Elska bloggin þín eins og fyrri daginn! Hlakka til að sjá þig í spetember dúlludindillinn minn!

Hej hej

Hildur Aðakbjörg (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: GLind

Teppalagt?? Það hlýtur að hafa verið einhver snillingur frá the US of A sem hefur kíkt í heimsókn með þá hugmynd! ;)

GLind, 23.2.2009 kl. 21:18

3 identicon

teppalagt.... isss og ojjj... hahahaha.... En við söknum þín hér babe.... knús og kram frá Sandy Hills... p.s gleðilegan bolludag, við skulum baka bollu handa þér þegar þú kemur heim.... knús og kram og hafðu það gott ....

BOLLA BOLLA BOLLA.... KVEÐJA MARÍA

María Jóna :o) (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband