Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Allt í hámarki hér á bæ!!

það er hámark letinnar að vera svöng en nenna bara ekki niður í búð. sérstaklega þegar búðin er á 1.hæðinni og maður býr á 3.hæð. þarf ekki einu sinni að klæða mig, allavega ekkert voðalega mikið.

það er líka hámark letinnar að vita ekki hvað er langt síðan maður hefur þrifið íbúðina sína. þær minningar fara sennilega að flokkast sem bernskuminningar. 

en þar sem ég er nú vísindamaður í meistaranámi með gæðin í hámarki, kýs ég að líta á lífvirknina undir rúminu mínu sem "líffræðiverkefni in the making". ég ætla að kanna það hvort sífellt áreiti frá bakteríum og almenns óþrifnaðar sé í raun ekki bara örvun fyrir ónæmiskerfið og komi þannig í veg fyrir ónæmiskerfisatvinnuleysi á borð við astma og exem. þetta er kannski ekki slæm hugmynd fyrir lokaverkefni. ég er nefnilega í meistaranámi sjáið þið til. skrýtið hvað það kemur enginn öðruvísi fram við mig þó ég sé í meistaranámi. mjög skrýtið verð ég að segja!!!! en þetta yrði fínt lokaverkefni fyrir mig því ég veit það nú þegar að þetta er eitthvað sem ég er góð í. 

visa straujið er líka í hámarki. visareikningurinn verður sennilega svona 150þúsund krónur um næstu mánaðamót og þau sömu mánaðamót vill það svo einkennilega til að ég á ekki 150þúsund krónur til að borga þennan reikningWoundering  150þúsund anyone?? no? anyone??   er nebbla að fara að borga ferðina til Bangkok og Bali. var ég ekki búin að minnast á þá ferð?? Wink108 dagarWink 

við eygló fórum í verklegt í lyfjaval í morgun. við vorum reknar heim. við áttum nefnilega að vera búnar að útbúa 15-20spurninga pharmaceutical care spurningalista fyrir hjartasjúklinga. kennarinn var ekkert að minnast á það við okkur áður en við fórum þangað! nei nei enda algjör óþarfi!!

later Dísa Diggs 


Fæddur er Flóki Narby Kjartansson:):):)

já hún Sibba stóra systir mín átti frumburð sinn klukkan 10:27 í morgun. Þetta að sjálfsögðu fjallmyndarlegur og með eindæmum pollrólegur drengur. Hann er nú bara nettur þessi litli karl, eða 51cm og 13 merkur. Hann hefur sem sagt hlotið nafnið Flóki og Narby er sænska ættarnafnið hans;) Litla fjölskyldan er bara glimrandi hress og hamingjusöm;)

Flóki litli 

Hér eru fleiri myndir;)

Knús frá Eydísi móðu;)


So far...

...er árið 2007 búið að vera bara nokkuð ágætt. það hefur verið nóg að gera, sem er kannski bara fínt því þá líður tíminn hraðar og Bali nálgast óðum.

-var ég ekki annars búin að segja ykkur að ég er að fara til BANGKOK & BALI !!!!

-hmm ég er sennilega ekki búin að minnast á það í hvert einasta skipti sem ég hitti ykkur, svo núna vitiði það........eftir aðeins 120 daga!!!! gott að það er ekki hlaupár því þá væru 121 dagur! hjúkket

-brjálað að gera skólanum. erum búin að vera í verklegu og halda fyrirlestra eins og crazy people!!

-það kom ljósmyndari og tók mynd af bekknum okkar í tíma. það á nebbla að gefa út nýjan kynningarbækling fyrir deildina og þótti að sjálfsögðu við hæfi að hafa hann stútfullan af myndum af fallegasta fólkinu í deildinni.

-hef komist að því að LÍN er alveg jafn veruleikafyrrt stofnun og hún var á síðasta ári. ég fæ heilar 21.000 krónur til þess að kaupa mér bækur. ég er í 5 kúrsum og bara búin að kaupa mér bækur fyrir 1 kúrs og þær kostuðu 20.161 krónu!!! hva á ég þá ekkert að kaupa mér bækur fyrir hina kúrsana???? greinilega ekki gert ráð fyrir að ég þurfi þess. YES! loksins önn þar sem ég þarf ekkert að lesa!!

-sibba stóra systir er ekki ennþá orðin mamma en hún átti samt að verða það 11.janúar

-við heiður eigum 34.627 krónur inná "förumsamanístelpuferðsumarið2008" bankareikningnum okkar ;)

knús Dísa Diggs

c_documents_and_settings_sigurbjorg_my_documents_my_pictures_eeg_dsc00647.jpg

 

 


Vísindateymið EEG...

...óskar vinum og ættingjum nær og fjær, farsældar á komandi ári, með von um gott rubefacient dóp og gott sex á því frábæra ári 2007 Grin

Vísindateymið EEG


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband