Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Dr.Guapo í gám númer 30;)

Já börnin mín, síðustu dagar hafa verið síður en svo skemmtilegir. 3 sjúkrahúsheimsóknir á þremur dögum:/ Sú fjórða á morgun. Er nefnilega búin að vera "sjóveik" undanfarna viku eða svo en þar sem ég er nú ekkert á sjó þá þótti mér nú kannski ástæða til að athuga málin;)

Á mánudaginn fór ég á rándýra einkarekna klíník hérna í Miraflores (snobbhverfið sem ég bý í) og þar fékk ég ógleðislyf í æð, gott stöff;) Leið mun betur eftir það en þá var tekin blóðprufa sem ég hélt að yrði nú könnuð rækilega en nei nei, læknirinn pantaði bara óléttupróf, sem ég var búin að segja að yrði neikvætt!!!  Sóun á peningum! ja nema ég svaf eins og steinn eftir þetta ógleðislyf, good shit maður;);)

Daginn eftir var ég hins vegar ekkert skárri og þá var farið með mig á sjúkrahús í Chorrillos (sem er hverfið sem ég vinn í og er síður en svo snobbhverfi). Fékk nú nett sjokk þegar ég kom þangað inn. Þetta "sjúkrahús" samanstendur af fullt af gámum, þar sem hver gámur hefur sitt hlutverk eins og t.d. hjartagámurinn, ómskoðunargámurinn, rannsóknarstofugámurinn o.s.frv. Svo er bara hálfgert sirkustjald yfir þessu öllu til varnar sólinni og "biðstofurnar" voru fullt af sólstólum þar sem þeir komust fyrir. Þetta var mikil færibandavinna og minnti mig frekar á eitthvað bráðabirgða sjúkraskýli eftir stórslys heldur en sjúkrahús sem hefur verið þarna í mörg ár. En svona er þetta greinilega bara í 10 milljóna manna borg, þar sem yfirvöld sjá um að reka sjúkrahús fyrir allt þetta lið;)

Ég byrjaði á að bíða í röð í "blóðþrýstingshorninu". Svo beið ég í "hitamælingahorninu". Þá gat ég loksins fengið mér sæti í einum garðstólanna til þess að bíða eftir læknisviðtali. Það var töluverð bið og þá sá ég hvað það er fáránlega mikið rennsli af fólki þarna. Fékk svo viðtal við agalega myndarlegan lækni í gám númer 30. Man ekkert hvað hann heitir og þess vegna kalla ég hann bara Dr.Guapo, sem þýðir Dr.Myndarlegur;). Hann pantaði rannsóknir fyrir mig, sem ég fór svo í í morgun. Fer svo í fjórðu sjúkrahúsheimsóknina á morgun til að fá niðurstöðurnar úr rannsóknunum og hitta Dr.Guapo aftur;) Brjálað að gera!

Annars líður mér allt í lagi núna því ég er farin að taka bæði ógleðislyf og svimalyf, sem Dr.Guapo skrifaði uppá fyrir mig. Svo heppilega vildi til að Induquimica framleiðir þessi lyf, svo ég fékk lyfin bara þar án þess að borga;) Sé það í anda að þetta væri hægt í Actavis;);)  Þarf líka að passa hvað ég borða og mömmurnar í vinnunni minni sjá nú alveg til þess að ég passi upp á það;)

Ætlaði nú að reyna að setja inn myndir með þessari færslu en blog.is er eitthvað á móti myndunum mínum þessa dagana þannig að myndirnar eru hérna;)

Besos!!

 


bailando bailando

jáháts helgin var skemmtileg eins og ég var búin að spá fyrir um;)

á föstudagskvöldinu fórum við með nokkrum krökkum á stað við ströndina hérna í Miraflores. Höfðum aldrei farið þangað áður. Mjög fínn staður, þar sem við dönsuðum eins og brjálæðingar til 5 - hálf 6 um morguninn. Tvennt sem mér fannst nú samt soldið sérstakt við þennan stað. Annað var það að hægt var að opna gluggana "heilan hring" svo það var auðveldlega hægt að stökkva út um gluggann, sem er í flestum tilfellum frekar óheppilegt á stað sem ætlað er að hýsa verulega ölvað fólk, þá er það mun óheppilegra þegar staðurinn er staðsettur á klettbrún! Hitt atriðið er mun minna dramatískt...dansgólfið var teppalagt! Who does that? á skemmtistað? anyways, fínt kvöld!!

laugardagskvöldið var líka magnað! þið getið lesið um það hérna hjá systur minni og kollega.

Ást og friður


Heitt stöff!!

Þetta er eitt heitasta danslagið þessa dagana! Það tryllist allt á dansgólfinu þegar þetta byrjar að hljóma og við Eygló tökum að sjálfsögðu fullan þátt í þeim tryllingi;) Við erum líka næstum því eins og gellurnar í þessu myndbandi sko!!! ja ég sé allavega ekki mikinn mun!

 

Góða helgi elskurnar mínar!     ég veit að mín verður það;);)


Tilraun tólf...

...til þess að blogga! Hef ekki getað vistað færslurnar mínar þegar ég er búin að skrifa þær, mega pirrandi!!!!

Annars er voða lítið að frétta af minni. Komst að því á föstudaginn að þegar mann er þreyttur eftir vinnudaginn (vikuna) og borðar bara froot loops í kvöldmat, þá þarf mann bara 2 stóra bjóra til þess að verða vel hífaður;) Þessi vísindalega tilraun tókst svo vel að ákveðið var að gera samanburðartilraun á laugardeginum. Eftir að hafa aðeins borðað ravíólí með aspas, má koma niður þó nokkrum lítrum af Cuba Libre og vera samt "nokkuð góður". Ekki skemmdi fyrir að drykkirnir þetta kvöldið voru í boði Yossefs vinar okkar, þar sem við vorum í kveðjupartýi hjá honum áður en hann hélt til Evrópu í dag til þess að vinna skemmtiferðaskipi. Díses það eru allir vinir okkar að flýja land:(

Valentínusardagurinn setti svip sinn á miðbæinn á laugardaginn. Allir veitingastaðir og skemmtistaðir voru skreyttir rauðum hjörtum og rauðum hjartablöðrum. Svo voru líka mjög margir sem fóru í rauðu út á djammið. Ég fór í rauðu Mínu Mús skónum mínum;) Við Eygló fengum enga valentínusargjöf eða kort:( En fínt kvöld engu að síður;) Fórum út að borða og áttuðum okkur á því þegar við vorum sestar að við vorum umkringdar helvítis hamingjusama pakkinu sem öll fengu kort og hjartalaga súkkulaði. Það er líka allt í lagi. Þau verða bara feit!

Besos!


hey var ég búin að segja ykkur að....

....við Eygló erum hávaxna fólkið í vinnunni;) 

.... í vinnunni eru bara til hanskar í stærðunum S og M. Þarf ekki stærra;)

....karlmenn hér eru í fullkominni hæð til þess að stara á brjóstin á manni þegar maður mætir þeim úti á götu. Ég meina það er ekki eins og maður geti skammað þá fyrir að horfa beint áfram:/

....við kaupum mjólk í pokum því hún er ódýrari en mjólk í plastbrúsum

....það kostar minna en 10kr að kaupa 4 nýbökuð, volg og góð brauð

....þar sem prins póló og séð & heyrt eru í hillunum hjá afgreiðslukössunum í Bónus, eru eggjabakkar í súpermörkuðunum hér

....í búðunum eru þjófavarnir á þremur vörutegundum og engum öðrum: vínflöskum, Red Bull og þurrmjólkurdufti.

....ég er orðin furðulega vön því að í hvert skipti sem eitthvað rafmagnstæki er sett í samband, kemur blossi og á góðum degi fær maður smá stuð;)

....spænska orðið "salud" þýðir heilsa. Eins og flestir vita er þetta orð notað þegar fólk skálar á spænsku. En þegar maður hnerrar þá segir fólk líka "salud", í staðinn fyrir "guð hjálpi þér" á íslensku.  Svo ég get nú ekki betur séð en að guð sé að hjálpa manni að stuðla að betri heilsu með því að láta mann skála sem mest og oftast;);)

Djamm í kvöld krakkar;););)

SALUD!!!!


Salud!

Síðasta laugardag fór ég í skrýtnustu læknisskoðun sem ég hef nokkru sinni farið í. Flest stór fyrirtæki hérna fara fram á að þú sért með skírteini upp á það að þú sért heilbrigð. Við Eygló fórum að sækja um slíkt skírteini á laugardaginn.

Byrjuðum á því að fara blóðprufu en áttum okkur ekki alveg á því hvað sé eiginlega ræktað úr þessum sýnum því rúmri 1-2 klst. síðar vorum við búnar að fá skírteinið í hendurnar. Vísindateymið ekki alveg að gúdddera þetta….

Nú svo fórum við í tannskoðun sem fólst í því að telja fjölda tanna sem voru viðstaddar í efri og neðri gómi. 28 tennur viðstaddar, 14 í efri gómi og 14 í neðri gómi. 4 jaxlar fjarverandi;)

Svo var viðtal hjá lækni, sem spurði hvernig mér hafi liðið síðastliðna viku, hvort ég hafi fengið berkla og svo hlustaði hún á lungun í mér. Fyrir þetta “erfiði” fengum við skírteini upp á topp heilsu;) ekkert peningaplokk í gangi hér!

Annars virðist okkur ætla að takast það seint að fá atvinnuleyfi hér á bæ. Nú vilja þeir fá stimpil á öll skjölin okkar frá perúska konsúlatinu á Íslandi, sem er ekki til!!!!

FÁVITAR!!!


Ókeypis ráð! bara fyrir ykkur;)

Ef svo óheppilega vill til að snjóhvítur Íslendingur brennur í suður-amerískri sól, er verulega gott að fjárfesta í body lotion til þess að draga úr þeim skaðlegum áhrifum sem slíkur bruni kann að valda.

Vert er þó að hafa í huga að skoða vel það body lotion sem einstaklingurinn kaupir og gæta þess að það innihaldi ekki brúnkukrem;)

Væri það nú kannski ekki svo mikið stórslys nema ef grunnhúðlitur fólksins í landinu sem þú býrð í, er u.þ.b. 10 sinnum dekkri en þinn og þar af leiðandi taka brúnkukremin mið af þeirri staðreynd!

En appelsínugult er bara heví töff litur krakkar!!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband