Salud!

Síðasta laugardag fór ég í skrýtnustu læknisskoðun sem ég hef nokkru sinni farið í. Flest stór fyrirtæki hérna fara fram á að þú sért með skírteini upp á það að þú sért heilbrigð. Við Eygló fórum að sækja um slíkt skírteini á laugardaginn.

Byrjuðum á því að fara blóðprufu en áttum okkur ekki alveg á því hvað sé eiginlega ræktað úr þessum sýnum því rúmri 1-2 klst. síðar vorum við búnar að fá skírteinið í hendurnar. Vísindateymið ekki alveg að gúdddera þetta….

Nú svo fórum við í tannskoðun sem fólst í því að telja fjölda tanna sem voru viðstaddar í efri og neðri gómi. 28 tennur viðstaddar, 14 í efri gómi og 14 í neðri gómi. 4 jaxlar fjarverandi;)

Svo var viðtal hjá lækni, sem spurði hvernig mér hafi liðið síðastliðna viku, hvort ég hafi fengið berkla og svo hlustaði hún á lungun í mér. Fyrir þetta “erfiði” fengum við skírteini upp á topp heilsu;) ekkert peningaplokk í gangi hér!

Annars virðist okkur ætla að takast það seint að fá atvinnuleyfi hér á bæ. Nú vilja þeir fá stimpil á öll skjölin okkar frá perúska konsúlatinu á Íslandi, sem er ekki til!!!!

FÁVITAR!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er nú gott að þið fáið svona skemmtileg verkefni í hendurnar....  Þurfið þið þá að fá einhvern til að opna perúskt konsúlat á Íslandi?  Það er nú örugglega einhver til í að taka það að sér :)

Gott samt að heyra að þið eruð við topp heilsu eftir allar þessar drykkjuhelgar...

Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:06

2 identicon

Alltaf svo gaman þegar þú bloggar elsku besta mín!

En er ekkert erfitt að borða með svona fáar tennur;)

Heiður (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:21

3 identicon

Vá, hvað við erum glaðar að heyra að þið hafið staðist þetta læknispróf og fengið vottun. Þetta er nú ekkert smá strangt! En er ekki bara möguleiki að þið fáið starf í framtíðinni sem konsúlat á Íslandi?

Kveðja og knús, Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi, Ágúst Þór og Perla biðja að heilsa.

Elín Y. og Guðrún (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: GLind

Noh! Þeir eru aldeilis með hlutina á hreinu þarna! Og virðast greinilega vera með CSI tæki þarna á labinu, viðast amk vinna á sama hraða og hjá CSI

 En fyrst þeir eru svona vel upplýstir um stöðu konsúltana um heiminn, sleppur þetta þá ekki bara ef ég splæsi í konsúlt-stimpil og redda þessu Ég er rosa góð að stimpla, hitti eiginlega alltaf í rétta fjölnota-gluggann á lyfseðlunum!

GLind, 5.2.2009 kl. 15:53

5 identicon

Hahahahahahahahaha...æjjjjj....hahahahaha....thessu sjukrasaga bajrga gjorsamlega deginum a thessum myglada fostudagsmorgni i skolanum!!:) iss U og hlakka til ad sækja bóndann heim:)

Hildur alla (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 07:57

6 identicon

;)

Leiðinlegt hvað það þarf að taka langan tíma með þetta atvinnuleyfi..
En hvað gerist núna þegar það er ekkert Perúskt konsúlant hér heima til að stimpla á þessi skjöl??

Konný (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband