Hvernig getur maður sparað 15þúsund kall?
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
jú það er ósköp einfalt! þú byrjar á því að vera vinkona kóngu eða einhvers annars í hárgreiðslubransanum. svo þegar það vantar módel í litun, þá segiru já. svo er um að gera að vera með svo ljóta og úr sér vaxna klippingu að litunarmeistarinn einfaldlega verður að klippa á þér hárið svo að litunin fái að njóta sín;);) þetta var sem sagt eitthvað kennslukvöld og Kónga og Rakel settu í mig hvorki meira né minna en 5 liti, ég hef aldrei farið í svona flókna hárlitun!! svo nú er ég bara komin með árshátíðarhárið og buddan kvartaði ekkert!
annars er nú bara allt gott að frétta. helgin frekar róleg og fóru bæði kvöldin í að horfa á sjónvarpið....iss piss léleg frammistaða. finnst júróvisjónlagið bara fínt en hann mætti kannski vera með bakraddir í viðlaginu því mér finnst hann ekki með alveg nógu kröftuga rödd í það. annars var mér nú alveg sama hvaða lag ynni svo lengi sem að það væri ekki bríet sunna;) mér fannst hún eini keppandinn á þessu lokakvöldi sem söng lagið sitt alls ekki nógu vel. það er eitt að fíla kannski ekki lagið sem ísland sendir í keppnina en það yrði ömurlegt að þurfa nánast að skammast sín fyrir sönginn. maður hefur nú alveg heyrt hana syngja vel en hún greinilega réði bara ekkert við þetta lag. svo fannst mér sjúklega fyndið hvað Friðrik Ómar var hrútfúll að vera bara í 2.sæti;);)hehe
jæja best að fara að gera eitthvað af viti
Dísa Diggs
Athugasemdir
Það er fínt að spara og fá fría klippingu. Hvernig væri svo að setja inn mynd af þér með nýju klippinguna. Heyrumst Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:50
já sammála Sigrúnu. og ég tók líka eftir því hvað hann Friðrik ómar var fúll, reyndi svo aðeins að gera minna úr því með að gefa áhorfendum fingurkoss;)
hehe
Konný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:38
Hæ já mynd af hárinu takk!!! já Friðrik var ýkt fúll:/ En veit ekkert hvað ég á að segja en til hamingju með hárið og 15 þús kallinn í vasanum;)
Alla (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:18
þið verðið bara að koma að sjá mig!!!!!;);)
en annars hafði ég nú hugsað mér að eyða þessum 15þús í eitthvað annað skemmtilegt af því ég er svo ótrúlega mikið að græða;)
Eydís (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:17
Ég get ekkert komið að sjá þig svo skelltu inn mynd stelpa!
Ég var að fá rukkun frá LÍN sem kemur þannig út að ég þarf að borga námslánin mín með námslánunum mínum þann 1. mars. Þú mátt nú alveg "tsjippa" inn og senda 15.000 kall til LÍN í mínu nafni!!!
Með fyrirfram þakkæti (og ég elska þig líka),
Heiður
Heiður (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.