það er í tísku að vera nörd!
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Flóki litli (sonur systur minnar) var skírður síðasta sunnudag. Sandra og Dagbjartur (börn bróðurins míns) voru algjör krútt þegar þau voru að lesa ritningarlestur, skiptu með sér línum. bara krúttlegt!!! trúi ekki að þau séu orðin nógu stór til að lesa!
-bekkjarpartýið á föstudaginn var snilld. náðum samt ekki að klára allan bjórinn
-hey ég hitti Ídu (sem var með mér í bekk í M.A.) þegar ég var í verklegu uppá lansa á þriðjudaginn! ekki búin að sjá hana í 2 ár;)
-fórum í heimsókn í Lyfjastofnun áðan. verð nú bara að viðurkenna að mér fannst þessi 3 klst. heimsókn mjög áhugaverð og skemmtileg. er næstum því spennt fyrir verkefninu okkar í lögum og reglugerðum um miðlæg og gagnkvæm markaðsleyfi lyfja. svona getur maður verið nörd stundum....get ekki alltaf verið kúl guys
-fannst samt leiðinlegt að komast ekki í jarðarförina hans Hilla pabba hennar Erlu Jónu. alveg týpískt að þessi heimsókn hafi verið á eina fimmtudeginum á önninni sem ég hefði viljað vera annars staðar. hefði viljað fara með Guðrúnu:(
jæja ég ætla að drífa mig á rauðvíns/hvítvíns/matarkvöld með stelpunum í bekknum. það er nebbla enginn skóli á morgun sjáiði til
knús&koss Dísa Diggs
Athugasemdir
já ég komst einmitt ekki í jarðaförina heldur, Jóhann lasinn:(...
Konný (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:43
Hæ sæta, hefði svo mikið viljað hafa þig með mér í gær en það er ekki hægt að vera allsstaðar kroppur og þú ert að standa þig hriiikalega vel í lífinu þannig að you go girl Annars var þetta nú bara frekar fyndin jarðaför eins og Hilla einum var lagið, blikkuðu ljósin og allt..... Er alveg viss um að hann var að fikta við rafmagnið Jæja skvís hafðu það nú gott um helgina og vonandi sjáumst við eitthvað....... Allavega ef þú vilt fá afmælispakkann
Kveðja middlesys.....
Guðrún H. (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:13
ahh ef það er einhvertímann "viðeigandi" að það blikki ljósin í jarðaför þá er það hjá honum
Eydís Huld, 23.3.2007 kl. 12:53
Við erum með pakka til þín..... NÖRDINN þinn. Flott mynd á síðunni þinni :)
Góða helgi, bið að heilsa Geir Ólafs. ef þú heyrir í honum, vona að allt sé í góðu á milli ykkar. Var að spá hvort þú gætir kannski redda honum í veislu hjá okkur?
ble E.
Elín Y. (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.