ó mamma gemmér rós í hárið á mér....
Sunnudagur, 1. apríl 2007
....svo tveir strákar verði kannski skotnir í mér....... ok allavega einn!
agalega skemmtilegt partí hjá konný í gær;) takk fyrir kvöldið kæru vinir! konný var búin að downloada fullt af lögum frá gelgjuárunum og við blöstuðum alveg eins maniacs og nutum þess að það myndi enginn reka okkur heim því klukkan væri orðin svo margt og þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að bæta vatni í vodkaflöskurnar svo enginn myndi fatta að við stálum úr þeim skreytingarnar voru grænir hlunkar, kók í dós og bingókúlur;);););)
ég ætlaði nú reyndar ekkert á fyllerí en það fór nú á annan veg en ég ætlaði mér var ennþá vel hífuð þegar ég kom heim rétt fyrir 7. átti sko 13 ára fermingarafmæli í gær svo það var nú ærin ástæða til að fagna!
ooog what-the-fuck-have-I-been-doing-kreppan er komin aftur!!
þetta var sennilega ekki "the only episode" sem ég fékk um daginn. ég hef það á tilfinningunni að þetta verði mörg season með örlítið minna myndarlegum karlmönnum en í Grey´s. það sem triggeraði þennan episode var samtal sem ég átti í gær við kunningja minn. það þykir víst ekkert voðalega fínt að vera næstum þrítugur og aka um á bíl sem fer yfirleitt í gang og ekki hægt að hafa kveikt á ljósunum og útvarpinu á sama tíma!
þetta verða því mín helstu rök í grátbæningarbréfum mínum til LÍN um að fá meira en f.... 75þúsund á mánuði! verð nebbla að kaupa mér nýjan bíl og rós í hárið á mér. work with me now!!
Þetta er mynd af okkur vinkonunum þegar við útskrifuðumst úr 10.bekk;)
Alla, ég, Konný, Sigrún og Dísa.
JÁ!!!!!!ég veit að ég var strákaleg á þessum tíma!
shit hvað ég er alltof þunn til að fara að læra. vissi að helgin myndi fara í steik
túdúls Dísa Diggs
Athugasemdir
Verður það að vera rós eða má það vera hvers lags blóm sem er? Ég gæti lánað þér lítið blátt blóm, það er voða sætt
Guðrún (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:52
já takk fyrir djammið þetta var svaka stuð geðveikt gamman og ég vissi að ég gæti rústað helginni þinni hehehe sorry
jóhanna (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 20:47
já Guðrún ég fæ blómið lánað á næsta djamm!
Eydís Huld, 2.4.2007 kl. 23:56
OMG hvað þið eruð mikil baby á þessari mynd........... Man þessa tíma samt eins og þeir séu nýliðnir :) Gelgjur dauðans :) Koss og kram
Guðrún......
ronja06, 3.4.2007 kl. 11:34
Góða, við gelgjur. hnuff... og heiksl...
hahaha
Konný (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:47
hey já ég gleymdi að setja inn link á partýmyndirnar! þær eru í myndaalbúminu hennar konnsu ef þið viljið skoða;) (Frú Konný gifta)
Eydís Huld, 3.4.2007 kl. 14:33
Já þetta var flott partý;) Takk fyrir að koma með bjargaðir kvöldinu;) Vá hvað maður var grannur og flottur en alltaf að væla um hvað maður væri feitur hehe;) ég man svo eftir því þegar Guðrún systir þín var að greiða okkur fyrir árshátíð... vorum örugglega um 12 eða e-ð, o það var í tísku að hafa toppinn blásinn upp til hliðar hahahaha... langaði bara að segja þetta;)
alla (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.