hellúúú...

 

Það er lítið að gerast í sandí í dag. Rigning og leiðindi. Bý sem sagt í sandgerði núna í sumar, fyrir þá sem vita það ekki, því ég er að vinna í Lyfju í Keflavík í sumar. Það er mjög fínt að vinna þar en ég sakna samt soldið vinnunnar í actavis því hún var bæði betur borguð og þá var ég líka búin klukkan 4 að vinna. Í apótekinu er ég ekki búin fyrr en 6 eða 7.  Ég leigi út íbúðina mína á stúdentagörðunum. Það er SÆTUR sænskur nordjobbari í henni. Þegar ég hitti hann á flugvellinum til að láta hann fá lyklana þá gat ég varla talað við hann því ég gerði ekki annað að hugsa: “þú ert svo sætur, þú ert svo sætur” ;) mar er ekkert algjör stelpa;) hann er fæddur ´83 svo hann er tilvalin fyrir Kóngu;)

Annars var ég í brúðkaupi hjá Konný og Hannes um síðust helgi. Ekkert smá sætt. Skrýtið að það séu bara giftingar í vinahópnum. Við eru orðin fullorðin!!

Veislan var mjög skemmtileg og fólk pissaði næstum því í sig af hlátri þegar videóið frá gæsuninni var sýnt, enda var það náttla snilldardagur frá A til Ö.

Svo söng ég í brúðkaupinu. Það gekk bara furðu vel miðað við það að ég hef ekki sungið fyrir framan fólk í nokkur ár. Að vísu skalf ég úr stressi en þetta blessaðist allt saman og tókst vel. Ég söng Ást með Ragnheiði Gröndal og Nine Million Bicycles með Katie Melua, en ég samdi nýjan texta við það lag. Kannski pínku væmin en það er nú bara við hæfi í brúðkaupi. Hafiði samt pælt í orðinu “brúðkaup”…er það ekki orðið svolítið úrelt að kaupa sé brúði í dag?? Allavega á íslandi.

Anyway….ég ætla að láta textann fljóta með…

 

“Konný og Hannes”

 

Ég var skotin í þér rétt 15 ára

kyssti þig

og hver hefði trúað því

að síðan hef ég engan annann kysst.

 

Þú ert allt sem ég vil og meira til

það er satt

og ég hlakka til þess að

eyða ævi minni þér við hlið.

 

Nú ár eru liðin og margt hefur breyst

því guð gaf okkur engla

litla tvo

og svo kannski fleiri til.

 

Og í dag veit það allur heimurinn

líka þú

að í dag þú verður mín

og ég mun alltaf,alltaf vera þinn.

 

Svo eldumst við saman og leiðumst um lönd

en því skal ég þér lofa

þína hönd

leiði fram að hinstu stund.

 

Ég var skotin í þér rétt 16 ára

kyssti þig

og hver hefði trúað því

að síðan hef ég enga aðra kysst.

 

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf vera þinn.

 

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf elska þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í bloggheima skvísa...

Ég er kannski gamaldags en ég vildi alveg að foreldrar myndu sjá um það fyrir börnin sín að velja maka... eða bara kaupa brúðir... ég held að við myndum sæma okkur vel í útsölurekkanum á brúðkaupsmarkaðnum!!!

Bling bling
Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 17:34

2 identicon

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf elska þig.
takk fyrir frábæra framistöðu krúttið mitt.

;)

og bæ the vei ég bara öfundsjúk í bloggið þitt.
geggjað töff.
sérstaklega "Eydís Huld öll í skuld"


hehe keep it up

Konný (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 20:41

3 identicon

Krúttlegur texti :o)

Kv, Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 09:47

4 identicon

Hæ sæta... langaði bara að kvitta.. maður er ekki búin að venjast því að þú sért komin í Sandgerði.. Hitti þig oftar þegar þú bjóst í Rvk:/ Verðum að laga það hmmm en annars heyrumst við senere;) Lov ja:* Alla svítípæ.......

Aðalheiður Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 16:05

5 identicon

HEY! 83 er KÚL!!!! HAHAhahahaha
knús sæta vinkona

hildur

hildur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 18:51

6 identicon

OG yndislegur texti hjá þér...ooo ég sakna þín sko elsku eydís mín:)
hilsen

hildúa

hildur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 18:52

7 identicon

ohh ég var búin að skrifa í gær en svo fékk ég endan staðfestingarslóð:(

eníveis

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf elska þig.
þú ert æði og til hamingju með flotta síðu

konný (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 21:47

8 identicon

hallóóóó eydí mín :) já þetta vissi ég nú ekki :) Gaman að þú skulir vera farin að blogga líka! Nú er bara að vera dugleg og segja frá lífinu í Sandgerði ;)

þessi sæti gaur.... hmmmm má mar ekki banka upp á "úbbbs, býr eydís ekki hér" og vera MJÖG ljóskulegur hhehehehee ;)

yndisleg gjöf sem þú gafst vinkonu þinni, ég hefði viljað heyra í þér :)

knúzzzzzzzzz c",)

ólöf daða (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 00:11

9 identicon

Eydís komin með blogg!?!?!? Er ég síðust til að vita af því??? Jæja, komin í favorites hjá mér.

Þetta er mjög fallegur texti hjá þér Eydís, ég veit ekkert hvernig lagið er og þekki brjúðhjónin eiginlega ekkert en fékk samt sting í hjartað við að lesa þetta. Hefur án efa slegið í gegn í brúðkaupinu Eydís mín!

Heiður Hrund Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 10:00

10 identicon

Hæ Tútta vissi ekki af þessu fyrr en núna, en gaman að geta kíkt á þig hérna. kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 14:21

11 identicon

urrrr þetta er ekki að virka

Konný (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:46

12 identicon

Jæja loksins tókst þetta. ég er búin að vera að bíða síðan á sunnudaginn eftir því að geta óskað þér til hamingju með síðuna, búin að skrifa 5x hér og einu sinni í gestó og aldrei fékk ég slóð á e-mailð mitt fyrr en núna þegar ég setti visir netfangið mitt.... eins og það vilji ekki koma inn á hotmailið mitt......

En elsku krúsídúllan mín.
Ég mun alltaf, alltaf, alltaf elska þig.

takk fyrir frábært lag og æðislega frammistöðu.

þú ert best.

Konný (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:50

13 identicon

Hey, Dísa Diggs!!! Hvað er að gerast??? Líst mér vel á Kjellinguna núna!!
Ég var nú einmitt að hugsa um daginn hvernig hefði eiginlega gengið hjá þér að syngja, gott að það gékk vel :)
Annars var ég svona að spá hvort þú viljir ekki gangast að passa sjónvarpið mitt ??? ;) og hvenær þú viljir gangast að því?? í haust? núna? láttu mig vita tjelling og passaðu þig á mentólspritt fíkninni ;)

Guðrún Lind (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 12:49

14 Smámynd: Eydís Huld

hehe var einmitt að neita að selja einni konu 3 glös af mentólspritti í dag;) en jú elsku lindin mín ég er alveg til í að passa sjónvarpið þitt, mitt er nebbla farið að gefa frá sér ýmis óæskileg hljóð! þarf það nú reyndar ekki fyrr en í haust...if that´s ok:)

Eydís Huld, 14.6.2006 kl. 19:42

15 identicon

´83 hljómar vel!!! Þarf ekki að fara að sækja póstinn þinn????
Kónga

Kónga (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 09:21

16 identicon

ekkert mál, þá bara geng ég frá því á góðan stað þangað til, þetta nýja kemur nefninlega í dag (það er amk eins gott að það geri það....!)

Guðrún Lind (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 11:50

17 identicon

hæ hæ ég er búin að færa mig á þessa síðu www.123.is/konnsa

heyrumst

konný (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband