Smokkfiskar eru líka listamenn
Föstudagur, 1. september 2006
jæja nú er ljósanótt byrjuð og er ég nú þegar búin að sjá 2 viðburði. í gær fórum við konný á málverkasýningu hjá nokkrum listamönnum. það voru mjög flottar myndirnar hjá hrafnhildi (stelpa sem ég var að vinna með í sumar). það var ein sem var sjúklega flott og mig langaði svooo mikið í hana en hún kostar 14000kr svo ég held ég verði aðeins að bíða með þetta myndirnar hennar voru nú ekki dýrar miðað við myndirnar hjá manninum í salnum við hliðina á henni. held að ódýrasta myndin hjá honum hafi verið á 30þúsund. sem hefði kannski verið í lagi ef þetta hefðu verið flottar myndir. en þetta var krass!! ég kaupi ekki krass á tugi þúsunda!!!
svo var einhver svaka tangósýning niðrí bæ áðan. fannst það svona la la. þetta var greinilega fólkið sem stóð sig best á tangó námskeiðinu í vor eða e-ð álíka. allavega ekki svona pró. mig langaði alveg svakalega mikið að benda einni konunni á það að búið væri að finna upp svokallaðar G-strengs nærbuxur, sem væru einmitt tilvaldar við svona tilefni þar sem allir eru að horfa á þig og þú í þröngum svörtum buxum og enn þrengri nærbuxum þar fyrir innan sem ná ekki einu sinni yfir alla rasskinnina;) en ástæðan fyrir því að ég stoppaði nú þarna var að mér fannst svo skemmtilegt lagið sem þau voru að dansa við. það var svona dramatísk tangó útgáfa af laginu Austurstræti með Ladda ( eða kannski er lagið með ladda fífla útgáfa af þessu lagi,,,ég er bara ekki svo klár á því). en allavega þá finnst mér þetta svo skemmtilegt lag því pabbi hefur svo oft sungið þetta lag og mér finnst hann alltaf jafn fyndin þegar hann gerir það. mömmu finnst það hins vegar ekki eins fyndið og það munaði litlu að ég yrði skilnaðarbarn þegar pabbi söng þetta uppi á sviði á risastórri árshátíð. bara fyndiðtíhí
koss&klem Dísa Diggs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.