hádí;)

- fyrirlesturinn um sumarverkefnið gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir að vera nánast ósofin. ég fékk e-mail frá kennaranum áðan þar sem hún sagði að henni hafi fundist þetta góður fyrirlestur og að ég hafi greinilega velt þessum hlutum vandlega fyrir mér......yeah....ég byrjaði á fyrirlestrinum klukkan 11 kvöldið áður og hætti klukkan 3 um nóttina. fyrirlesturinn var svo klukkan 8 um morguninn.  ferskur. vel íhugaður. ferskur!!     ég er nú samt að pæla í að vera ekkert að reply-ja henni og segja henni þaðÓákveðinn

- það er geðveiki að gera í skólanum núna!!!! 3 verkefni í gangi + klára ritgerð + þyrfti að vera byrjuð á annarri ritgerð sem ég á að skila 11.okt. SHIT hvað það verður gott að komast í sumarbústað!

- ég fékk mér kort á borgarbókasafninu áðan. það er nebbla ókeypis þessa vikunaGlottandi ALLIR AÐ FÁ SÉR KORT!!!

- ég labbaði út úr bókasafninu með 3 bækur um bjór......segið svo að maður sé ekki að gera mekilega hluti í skólanum

- ég átti svooo mikið bíómynda-moment áðan. ég var að fara að leggja í stæði á eiðistorgi og það kom bíll úr áttinni við hliðina á mér sem ætlaði líka að leggja þar. hann klessti sko næstum á mig. eða ég á hann. svo veifar þessi líka myndarlegi piltur mér og bendir mér á að ég megi taka stæðið. ég brosi mínu sætasta og veifa svona takk-veifi á móti alveg ótrúlega ánægð að sæti sæti strákurinn væri svona góður (pottþétt skotinn í mér). en svo þegar ég ætla að fara í stæðið þá drep ég bílnum!! og þar sem honum jakobi mínum er stundum ekki alveg sama hvernig maður beitir lyklinum í svissinum þá tók það örlítinn tíma að fá lykilinn til að smella rétt í og koma honum í gang. og á meðan horfði sæti sæti strákurinn á mig og sennilega hætti að vera skotinn í mér...ohhh

- svo var kók-gaurinn sem kom að hjálpa mér að laga sjálfsalan í skólanum líka ótrúlega sæturGlottandi

- guðrún lind er hætt treysta dómgreind minni á því hverjir eru sætir því hún sagði áðan að "það væri nú bara ekkert að marka mig því mér fyndist allir strákar sætir þessa dagana"

-ég meina það er ekki mér að kenna að allir sem ég hef samskipti við þessa dagana eru svona gordjöss...

-úúú ég held það sé búið að breyta heilögu ritningunni hjá hondútúri mönnunum

-3 dagar í bústaðHlæjandi

klem Dísa Diggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herðu, það var sko ekki ég sem sagði þetta!! Það Eygló, ég segi ekki svona, ég kann mig... Ég benti bara á í kjölfarið að þú væri kannski ofþví þú værir svo hornkennd ;)

Guðrún Lind (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 21:06

2 identicon

hmmm get náttla ekkert þrætt fyrir það að ég sé hornkennd;) ákveðið vandamál svona...... ;)

Eydís (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 23:31

3 identicon

En en en ... við búum sko á Íslandi og þar er massa mikið af ótrúlega sætum strákum:) Móðir mín segir að ég eigi að vinna í að finna kærasta fyrir sytur mína í Verzlo svo hún hætti ekki í skólanu!! haha...ef þið þekkið e-a á þeim aldri sem eru álitlegir...
EN synd að missa þig af djamminu um helgina Eydís...ég verð barað taka mynd af öllum sætu gaurunum fyrir þig!

GS (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 13:52

4 identicon

Það hljóta þá að mæta einhverjir guðdómlegir gæjar í bústaðinn við hliðina á bústaðnum sem þú ferð í... Fyrst þeir eru að elta þig á röndum þessa dagana - ekki verra að hafa helgina í að veiða :o)

En alla vegna - góða skemmtun í bústað. Mundu bara að drekka bjór en ekki bara lesa um hann!!!

Ástan í Lundinum (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 20:19

5 identicon

Það er sko ekki bara þú sem sérð sæta stráka ÚT UM ALLT! Á þessu geta verið tvær útskýringar...
1. Ástæðan er sú að það eru hreinlega bara sætir strákar út um allt!
2. Það er fengitími hjá okkur Sóðabrókunum og því verðum við minna pikkí í makavali, til þess að við eigum meiri möguleika... á þú veist!

Ég allavegana veit það að ég er komin með slæman hálsríg, og kenni ég fallegum karlmönnum alfarið um hann!!! c",)

Berglind (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband