6 vikna spænskunámskeiði lokið!!
Föstudagur, 5. desember 2008
jájá krakkar maður er sko búin í spænskuskólanum og svo byrjar maður bara að vinna á þriðjudaginn. ótrúlega fljótt að líða allt saman!
hugsa að við eigum eftir að sakna samræðukennarans okkar og hans leikrænu tilþifa!
ég meina hver annar leikur það þegar konur eru á túr?? Eygló var illt í maganum einn daginn og hann var sannfærður um það að það væru túrverkir. þegar Eygló neitaði því þá hélt hann að hún hefði bara ekki skilið hann og sýnir okkur með höndunum ,hormónahringinn og hvaðan "fossinn" kemur og alles. og ekkert bara einu sinni eða tvisvar.......ég hélt við myndum kafna úr hlátri!
nú ekki nóg með það að hann dæmdi mig til þess að vera einhleyp að eilífu eins og ég sagði ykur frá um daginn, þá útskýrði hann aðeins OF VEL að mínu mati hvað orðið "estrecho" þýðir. það þýðir sem sagt "mjó" og hann benti á stelpuna við hliðina á mér og sagði : " this girl is thin - estrecho estrecho". ég kinka kolli og gef greinilega til kynna að ég viti hvað orðið þýði. en það var nú ekki nóg fyrir leikarann mikla sem þarf alltaf að útskýra einfalda hluti 7 sinnum. nei nei! til þess að leggja áherslu á þessi orð sín þá bendir á mig og segir: "tú eres gordo" sem þýðir sem sagt "þú ert feit". uhh ok ég er búin að ná þessu vinur!! nei heldur minn ekki bara áfram og bendir á okkur tvær til skiptis og segir alltaf: "hún er mjó en þú ert feit" "hún er mjó en þú ert feit". jájá I get it!! I get it!!!!
enskan hans er svona líka agalega fín að hann sá engan mun á því að eiga hálsmen úr gulli eða geit!! gold eða goat?! hver er eiginlega grundvallarmunurinn???
Athugasemdir
Hæ Eydís besta frænka mín......
Takk fyrir öll ótrúlega flottu fötin sem þú sendir mér frá Perúlandinu Mamma var líka hrikalega ánægð með Trixið Ég verð örugglega fljótur að læra að segja Eydís eins og Flóki stóri frændi minn þegar ég get farið að nota smekkinn og samfelluna með myndinni af þér Núna er Flóki búin að læra að segja nafnið hennar Elínar mömmu, "Æja" er það víst.....
Kossar, knús og voff
Guðrún, Elín, Ronja og litli prinsinn......
ronja06, 5.12.2008 kl. 21:15
hehe sjitt eruð þið búnar að ná þessu eða....hefði örugglega slegið kallinn kaldann !!
farðu varlega :)
Dísa (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:30
þið eruð nú alveg að gera það gott en a eg að fara í jolaköttin sumir fá myndir aðrir ekki. Ekki einu sinni ASNINN þinn
en love u
Erla Jóna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:38
Hahahahaha shit ég hefði einmitt gefið honum einn áann;) Lovja beib;)
Alla (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:49
Knús á þig kella. Flókinn svo sannarlega ekki búin að gleyma þér þó hann hafi ekki hitt þig í langan tíma (man ekki hve langan ;-) því í gær vildi hann endilega skrifa nafnið þitt og ræðir um þig reglulega. Fyndið hvað krakkinn man.
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:10
iss.. yrði ég ekki fegin að vera laus við kauða..
En til hamingju með að vera búin með námskeiðið og gangi þér alveg óendanlega vel í vinnunni;)
hlakka til að heyra sögur frá henni
Konný (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:00
Hahahaha ég elska bloggin þín Eydís sæta ! :)
Dísa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:04
Alltaf skemmtilegt að fá svona línu í andlitið:) Love u skvísa, knús og kossar
Sigrún (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.