Loksins orðin lyfjafræðingur í Perú!!
Fimmtudagur, 11. desember 2008
jæja á eru fyrstu 2 vinnudagarnir liðnir og ekki laust við að mann sé nú soldið mikið lúin;) hveitibrauðsdagarnir okkar Eyglóar eru liðnir og nú þýðir víst ekkert að vera fullur á hverju kvöldi;)
Okkur lýst nú bara ágætlega á okkur þarna fyrir utan það að dagurinn er soldið langur :/ það tekur okkur ca. hálftíma að komast í vinnuna og þá vinnum við frá 8-18 án nokkurra pása eða kaffitíma en fáum 40 mínútur í hádegismat. vinnufélagar okkar áttu ekki orð yfir því að á Íslandi skuli fólk fá reglulegar pásur og kaffitíma hehe;). þau eru alveg óþolandi vinnuglatt fólk!!
fólkið á rannsóknarstofunni talar ekki voðalega mikla ensku en þau hafa brjálaðan áhuga á að læra hana og eru alltaf að spyrja okkur hvernig á að segja þetta og hitt á ensku. bara krúttlegt!
í gær vorum við Eygló báðar að gera HPLC og leysni undir frekar aulalegri handleiðslu eina enskumælandi lyfjafræðingsins á staðnum. það gekk nú bara ágætlega og við vissum nú alveg hvað við vorum að gera en við fengum auðvitað verklýsingar á spænsku sem við skildum nú alveg þónokkuð mikið í en kannski ekki alveg nógu vel til þess að vera alveg einar útí horni.
í dag var Eygló svo sett í stöðugleikaprófanir á meðan ég á að vera í hráefnamælingum í 2-3 mánuði og svo skiptum við. það var nú bara fínt og mjög fjölbreytt. margt af þessu hef ég gert áður en annað var ég annað hvort að gera í fyrsta sinn eða bara í fyrsta sinn með þeirra aðferðum sem eru stundum öðruvísi. margt svolítið öðruvísi þarna heldur en í t.d. Actavis og mér finnst þetta frekar minna mig á Haga heldur en Actavis;). þarna eru t.d. bara 2-3 belgir til að soga upp í pípetturnar og þeir eru svo lélegir að það er eiginlega ekki hægt að hleypa rólega af pípettunni því belgurinn heldur ekki nógu vel og því verður maður bara að taka belginn af og stýra afrennslinu með puttanum, sem er tækni sem ég á einkar erfitt með að tileinka mér. Sumir starfsmenn sjúga bara upp vökvann með munninum!!!! það notar enginn hlífðargleraugu eða handska, ekki einu sinni þegar verið er að hella megnri brennisteinssýru eða saltsýru! þann leik ætla ég þó ekki að leika eftir því ég væri alveg til í að halda skinninu á puttunum á mér;)
þarna notar heldur enginn pasteur pípettur eða búbblínur, sem mér finnst mjög óþægilegt þegar ég þarf að fylla að marki.
ég held að þetta verði nú bara ágætt þó að ég viti að sumir dagar eigi eftir að vera rosalega langir, sérstaklega með tilliti til þess að fólk nær eiginlega aldrei að klára verkefnin sín fyrir 6 og er því alltaf að vinna aðeins lengur....
Smá nördaorðaforði fyrir lyfjafræðinördin mín:
fiola - mæliflaska
materia prima - hráefni (sem ég verð að vinna í næstu mánuði)
papel de filtrar - síupappír
pesar - vigta
agritar - hræra
muestra - sýni
standar - staðall
clorído de plata - silfurklóríð
jæja nú er komið nóg af fróðleik frá mér í bili!
Ást og friður;)
Athugasemdir
Spennandi, tu ert ta bara horfin aftur um tólf, trettán ár....
Tad verdur sidan algjör lúxus ad komast í almennilegar pípettur tegar tid snúid aftur, ja nema ad tad verdi búid ad selja taer allar úr landi til ad sporna vid verdbólgunni.
Annars er ég komin med jólasting í magann, fyrsti jólasveinninn kemur í kvöld og tad er eins gott ad madur verdi stilltur.
Stórt knús, Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:03
hæ, hæ elsku frænka.
Mikið roslega er gaman að geta fylgst aðeins með þér hér á blogginu. Passaðu bara á þér puttana og í guðana bænum ekki vera að soga neitt eitur upp í þig, góða mín. Þú verður að geta ofdekrað mig þegar þú kemur aftur heim til Íslands.
Ronja Rán hafði rosalega gaman af smá spænskukennslu.
Heyrumst vonandi sem fyrst. Ást, knús og kossar af Vallargötunni.
Guðrún og Elín (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:15
uss... eins gott að þeir eigi samt almennan hlífðarbúnað þó svo hinir noti hann ekki.. Vil fá þig heila heim;)
En gaman að fá smá fréttir af vinnunni.. leiðinlegt með kaffipásurnar og svona.. en ætli það venjist ekki eins og allt annað
Konný (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:24
Spánverjar eru líka svona vinnusamir en þeir hætta þó kl 14 á föstudögum. Í vinnunni hjá mér þá hættum við frekar fyrr heldur en að starta verki sem tekur lengri tíma en vinnudagurinn er.
Ég skil ekki hvernig þeir geta verið án hanska þar sem ég er alveg hanskaóð og nota kannski 10 pör á dag. Svo elska ég líka búbblínur þar sem að það þarf ekki að vaska þær upp eftir notkun.
Katla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 20:33
En skemmtileg færsla! Ég sé þetta alveg fyrir mér! Fyndið að vera komin í svona "Haga-stemmingu" aftur, því maður skildi hana svo sálrænt eftir þegar maður kláraði skólann Maður á líka soldið erfitt með að "draga úr faglegum vinnubrögðum" frekar en hitt Langir vinnudagar samt maður, úff! En þið hljótið að hafa þetta af, utan-af-landi-"pakk" getur allt
GLind, 11.12.2008 kl. 22:24
mikið er gaman að þetta skuli ganga svona vel hjá ykkur kannski kemuru ekki ein heim hmmmm
kv ASNI ÞINN
ps þú skilur þetta
miðtún (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:07
Hæ skvísa, gaman að fá fréttir af þér. Plúsinn við langan vinnudag, þú ert svo þreytt að þú þarft ekki að drekka eins mikið og venjulega til að verða full, hehe. Alltaf að líta á björtu hliðarnar
Sigrún (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 18:50
Þið eruð mega duglegar, og svona nörda-færsla eins og þessi ELSKA ég. Þú verður að vera dugleg að segja frá vinnunni ;)
Bið að heilsa rósa-manninnum
kiss kiss
ssk (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:19
jahérna....þetta hljómar nú svolítið eins og latína ;)
gaman að fá fréttir frá Perú :)
knús í bæinn
Dísa og co AEY
Dísa (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.