komin heim;)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Chile var yndislegt! Vorum í litlum strandbæ sem heitir Arica og er rétt við landamæri Perú. Eftir 20 tíma rútuferð og 2 tíma landamærabasl vorum við loksins komnar til Chile í tveggja daga "holiday". Gerðum nú voða lítið annað er að rölta um bæinn og skoða, hafa það gott, fara á ströndina, hafa það gott, drekka bjór, hafa það gott, drekka kokteila og hafa það gott;) að vísu var aðeins of heitt því hitinn var um 35° og við brunnum þrátt fyrir sólavörn 30:/ en þetta var bara fín ferð og við fengum 6 mánaða landvistarleyfi í Perú svo tilganginum með ferðinni var náð;)
Þegar við komum heim á laugardeginum, fórum við strax í það að versla fyrir matarboð um kvöldið. Vorum búnar að bjóða fólki í mat áður en við vissum að við værum að fara til Chile og við vildum nú ekki fara að hætta við. Helgi (ma-ingur) og írskur vinur hans komu þann dag og voru hjá okkur fram á þriðjudag. Að sjálfsögðu var aðeins kíkt út á lífið;) þetta kvöld var alveg fáránlega skemmtilegt! Það er að vísu svolítið erfitt að lýsa atburðum kvöldsins því þetta voru oft svolítið "had to be there" augnablik en...
Helgi: no this is so 2006!
Breskur dvergvaxinn gaur: what did you say? I´m a dog with two dicks??
Írinn ákvað einhverra hluta vegna að stela blómapotti af veitingahúsi og fara með það heim. Hann var hinsvegar stoppaður af löggunni og þegar honum gekk eitthvað illa að útskýra fyrir þeim að hann væri ekki að stela blóminu til þess að fara að reykja það, þá ákvað ég nú að hjálpa greyinu. ég náði að útskýra fyrir löggunni, Á SPÆNSKU;), að hann væri "loco" því mamma hans væri hórumamma og pabbi hans væri forseti. Ekki spurja mig af hverju ég kaus að gefa löggunni þessar útskýringar! hef bara ekki hugmynd! þeir slepptu honum svo þeir hafa greinilega verið sáttir við þessar skýringar;) hehe
besos
p.s. Eygló er að reyna að setja inn myndir;) vonandi tekst það!
Athugasemdir
Kvitt kvitt, skvísa gaman að sjá nýju myndirnar
Sigrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:55
HAHAHA!!! snilld;)
gott að þið fenguð landvistarleyfi..
Allt gott að frétta frá okkur.. love u
Konný (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:31
Þú ert nú alltaf sama bullukollan... vel bjargað samt :)
Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.