Salud!
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Síðasta laugardag fór ég í skrýtnustu læknisskoðun sem ég hef nokkru sinni farið í. Flest stór fyrirtæki hérna fara fram á að þú sért með skírteini upp á það að þú sért heilbrigð. Við Eygló fórum að sækja um slíkt skírteini á laugardaginn.
Byrjuðum á því að fara blóðprufu en áttum okkur ekki alveg á því hvað sé eiginlega ræktað úr þessum sýnum því rúmri 1-2 klst. síðar vorum við búnar að fá skírteinið í hendurnar. Vísindateymið ekki alveg að gúdddera þetta .
Nú svo fórum við í tannskoðun sem fólst í því að telja fjölda tanna sem voru viðstaddar í efri og neðri gómi. 28 tennur viðstaddar, 14 í efri gómi og 14 í neðri gómi. 4 jaxlar fjarverandi;)
Svo var viðtal hjá lækni, sem spurði hvernig mér hafi liðið síðastliðna viku, hvort ég hafi fengið berkla og svo hlustaði hún á lungun í mér. Fyrir þetta erfiði fengum við skírteini upp á topp heilsu;) ekkert peningaplokk í gangi hér!
Annars virðist okkur ætla að takast það seint að fá atvinnuleyfi hér á bæ. Nú vilja þeir fá stimpil á öll skjölin okkar frá perúska konsúlatinu á Íslandi, sem er ekki til!!!!
FÁVITAR!!!
Athugasemdir
Mikið er nú gott að þið fáið svona skemmtileg verkefni í hendurnar.... Þurfið þið þá að fá einhvern til að opna perúskt konsúlat á Íslandi? Það er nú örugglega einhver til í að taka það að sér :)
Gott samt að heyra að þið eruð við topp heilsu eftir allar þessar drykkjuhelgar...
Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:06
Alltaf svo gaman þegar þú bloggar elsku besta mín!
En er ekkert erfitt að borða með svona fáar tennur;)
Heiður (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:21
Vá, hvað við erum glaðar að heyra að þið hafið staðist þetta læknispróf og fengið vottun. Þetta er nú ekkert smá strangt! En er ekki bara möguleiki að þið fáið starf í framtíðinni sem konsúlat á Íslandi?
Kveðja og knús, Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi, Ágúst Þór og Perla biðja að heilsa.
Elín Y. og Guðrún (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 15:46
Noh! Þeir eru aldeilis með hlutina á hreinu þarna! Og virðast greinilega vera með CSI tæki þarna á labinu, viðast amk vinna á sama hraða og hjá CSI
En fyrst þeir eru svona vel upplýstir um stöðu konsúltana um heiminn, sleppur þetta þá ekki bara ef ég splæsi í konsúlt-stimpil og redda þessu
Ég er rosa góð að stimpla, hitti eiginlega alltaf í rétta fjölnota-gluggann á lyfseðlunum!
GLind, 5.2.2009 kl. 15:53
Hahahahahahahahaha...æjjjjj....hahahahaha....thessu sjukrasaga bajrga gjorsamlega deginum a thessum myglada fostudagsmorgni i skolanum!!:) iss U og hlakka til ad sækja bóndann heim:)
Hildur alla (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 07:57
;)
Leiðinlegt hvað það þarf að taka langan tíma með þetta atvinnuleyfi..
En hvað gerist núna þegar það er ekkert Perúskt konsúlant hér heima til að stimpla á þessi skjöl??
Konný (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.