Frábær holiday vika;)

Við Eygló ákváðum að taka okkur frí í vinnunni til þess að geta átt smá holiday með gestunum okkar. Síðasta þriðjudag kom Atli í heimsókn til okkar (hann var með okkur í bekk í lyfjafræðinni). Hann fékk nú varla að setjast niður greyið þegar hann kom því við drógum hann strax með okkur á djammið;) Það var nefnilega St. Patrick´s day og við fórum ásamt Claudiu og Eileen á írskan pöbb. Þar var mega stemmari! Allt í grænum lit og fullt af blindfullum Írum ásamt öðrum þjóðernum.

Á fimmtudeginum komu svo Gunni, sem var líka með okkur í bekk, og Sigga kærastan hans. Að sjálfsögðu voru teknar skoðunarferðir um Lima og drukknir 1-2 bjórar;)

Afmælispartýið var svo algjör snilld!! Nokkuð góð mæting hjá fólkinu úr vinnunni og það er svo yndislegt hvað þetta fólk þarf ekki svo mikið sem einn dropa af áfengi til þess að dansa og fíflast eins og brjálæðingar;) Meirihluti þeirra drakk annað hvort ekkert eða verulega lítið en þrátt fyrir það var stemmarinn í liðinu frábær eins og sjá má á myndunum;)

Nokkur úr vinnunni komu með hjartalaga súkkulaðiköku og voru búin að láta skrifa nafnið mitt á hana. Að vísu ekki alveg rétt stafað;) en það er nú hugurinn sem gildir;)

Á sunnudeginum fórum við svo í 5 tíma rútuferð til Huacachina, sem er vin í miðri eyðimörk. Ekkert smá kósí pínulítill staður, sem er byggður í kringum lítið vatn. Þar fórum við í "sandboarding", þ.e. renndum okkur niður brekkur í eyðimörkinni á brettum sem eru svipuð og snjóbretti. Fáránlega gaman og mikið adrenalínkikk. Engin smá hraði sem maður nær í stóru brekkunum!

Svo fórum við til Nasca og skoðuðum Nasca línurnar. Þetta eru myndir sem talið er að hafi verið gerðar af Nasca-indjánum (200 árum f.k til 700 árum e.k). Það þykir með ólíkindum hvernig þeir hafa gert þetta á þessum tíma, því myndirnar eru svo stórar að það er bara hægt að sjá þær í heild sinni úr lofti. Magnað að sjá þetta!!

Þá fórum við í gamlan indjánakirkjugarð og skoðuðum grafreiti indjánaþjóðflokks frá 8.öld. Það var farið að dimma þegar við komum þangað og því var nú frekar creepy að vera þarna í rökkrinu innan um beinagrindur í eyðimerkurvindinum.....

Kíktum líka til gamals námumanns sem var að sýna okkur hvernig þeir leita að og einangra gull. Mjög athyglisvert og ágæt leið til að drepa tímann á meðan beðið var eftir rútunni;)

Krakkarnir héldu svo áfram lengra suður eftir Perú en við Eygló tókum næturrútu aftur til Lima.

Sem sagt, góð holiday vika hjá okkur systrum;)

Var að setja inn fullt af myndum, bæði úr partýinu og ferðalaginu. Svo bætti ég líka við mars-albúmið;) Endilega kíkið á þær!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ronja06

Til hamingju með daginn þinn kroppur :) Gaman að sjá að ykkur Eygló leiðist ekki !!!

Kossar og knús

Ronja, Gunnlaugur Yngvi og mömmurnar....

ronja06, 25.3.2009 kl. 15:29

2 identicon

KNÚS KNÚS OG KNÚS!!!! KOSS KOSS OG KOSS.Til hamingju með daginn sæta skvísa. 

Sigrún (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:08

3 identicon

Við Konný ´reyndum að hringja í þig í u.þ.b. klukkutíma í gærkvöldi en það var alltaf á tali, þannig að ég ætla að reyna að heyra í þér um helgina eða eitthvað

Sigrún (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:48

4 identicon

Það er alltof langt síðan að ég kom í heimsókn hingað...  En kosturinn við það er að ég hef fullt, fullt að lesa og er búin að hlæja á mig gat - þú ert nefnilega svo mikill snillingur.

Það verður styttra í næstu heimsókn, hafðu það gott knúsan mín.

Ásta

Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:29

5 identicon

bara flottar myndir, þú lítur svo vel út:) love u

Konný (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband