Fáránlega sátt við það....

.....að fallegustu og uppáhalds djammskórnir mínir eru jafnframt þeir þægilegustu sem ég á!! Hvílík sæla sem þessi staðreynd er að færa inn í líf mitt þessa daganaGrin

Páskarnir voru ekkert voðalega páskalegir. Ekkert páskaegg, enginn málsháttur og engin páskasteik. Minnir að við höfum borðað núðlur í kvöldmat á sunnudaginn;) en það var nú samt fínt að fá 4 daga fríhelgi! Djamm á fimmtudeginum og laugardeginum;) Þess á milli var sofið, horft á æsispennandi afþreyingarefni í sjónvarpinu eða tölvunni og innbyrgt nokkrar tunnur af nammi, snakki og annarri eins hollustu. Svo sem alveg eins og páskar eiga að vera;);) Hefði nú samt verið til í að annar í páskum hefðin væri líka hérna svo maður hefði verið í fríi á mánudeginum líka eeeen við mættum nú bara í vinnu eins og þetta væri hver annar mánudagur.

Meirihluti fólks hérna er kaþólsk og allar stelpurnar sem eru að vinna með okkur eru frekar trúaðar. Samt alls ekkert leiðinlega-predikunaróðar trúaðar, en svona eru þær bara aldar upp;) Þær gripu andann á lofti þegar við Eygló sögðum að við værum ekkert voðalega trúaðar og héldum eiginlega bara uppá jól og páska því það væri hefð og svo er þetta svona "fjölskyldutími" en það væri í raun ekkert af því að við tryðum á guð. Töpuðum nokkrum rokkstigum þarFootinMouth

Við Eygló erum þessa dagana að setja saman grein fyrir lyfjafræðingablaðið á Íslandi. Nokkur orð um það hvernig það er að vera lyfjafræðingur í S-Ameríku. Það er að vísu voðalega lítið hægt að byggja greinina upp á því hvað það er allt öðruvísi að vera lyfjafræðingur hér því það er ekkert það mikið öðruvísi í rauninni. Rannsóknarstofa er rannsóknarstofa!

Jæja ætla að fara að skríða uppí rúm því ég lofaði sjálfri mér í morgun að ég myndi fara snemma að sofa í kvöld;) úff hvað þetta var erfiður morgun! og það gerði hann nú ekki betri að ég var allan morguninn að títra með "potentiometry" (man bara ekkert hvernig á að segja þetta á íslensku, en þetta er þegar maður mælir breytingu á mV eftir fjölda mL. Hvað heitir þetta aftur??).  Anyways, þá tekur 1-1,5 klst. að títra eitt sýni og ég var gjörsamlega að sofna yfir þessu!

Besos y abrazosHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh ég hefði svo átt að muna að senda þér páska egg..;)

en skal gefa þér á næsta ári.

love u

Konný (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: GLind

Oh, Eydís, nú get ég ekki hætt að hugsa um hvað þetta heitir!!! Þú mátt ekki gera mér svona, sérstaklega þegar ég nenni ekki einu sinni að fletta þessu upp í glósunum góðu (sem ég mundi sko gera ef ég væri léttari á mér kona góð) getum við ekki bara afskrifað þetta þannig að M&M hafi ekki verið búinn að þýða þetta og kallað það potentiometry

Djöfull er það samt næs að djammskórnir skuli vera þægilegastir! Hverjar eru líkurnar á því??

Og ef þér líður eitthvað betur með það þá fékk ég voða lítið páskaegg sjálf, nartaði bara aðeins í eggið hans Axels (hann mundi samt örugglega segja að ég hefði étið mestallt eggið frá honum en það er önnur saga!) en málshátturinn í því var frekar "fyndinn"  : "Oft má lyf af eitri brugga" !!   Geturu ekki bara komið því inní pistilinn ykkar? Annars er ég súper spennt yfir því að lesa greinina ykkar! Hún verður brilliant ef ég þekki ykkur rétt

GLind, 15.4.2009 kl. 11:05

3 identicon

Gaman að heyra af þér Eydís. Ef páskarnir væru eins í Lima og í Sandgerði þá gætir þú bara verið heima hjá þér. Vona að þú njótir þess bara að allt sé öðruvísi, hlakka til að njóta næstu páska með þér á hefðbundinn hátt. Ekki spara þessa skó :) Kossar og knús frá okkur öllum á Vallargötunni.

Elín Y. (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband