Una misa;)

Perú er kaþólsk þjóð eins og ég er örugglega búin að tala um áður. Þegar við mætum í vinnuna, blasir við risastór stytta af Jesú uppá vegg. Fólk signir sig fyrir framan hana, kyssir svo fingurgómana og snertir tær styttunnar.

Það var messa í vinnunni á föstudaginn. jább, messa!

Það var búið að setja upp eitthvað svaka tjald í portinu, skreyta stóla, setja upp blómaskreytingar og læti. Agalega hress prestur sem messaði yfir okkur og leiddi fólk áfram í einhverjum gleðisöngvum. Við systur áttum verulega erfitt með að halda aftur af hlátrinum þegar sýnishorn af öllum afurðum fyrirtækisins voru borin fram á silfurbökkum og presturinn blessaði þær, með vatni og öllu dótinu. Svo var sungið eitthvað gloria gloria lag;)

Gunni og Sigga voru hjá okkur um helgina og flugu svo til Miami snemma á sunnudagsmorgninum. Alltaf gaman að fá heimsóknir;) Þið eruð velkomin sem viljiðTounge

Annars er komið smá mynd á ferðaplanið okkar. Erum nebbla að fara í bakpokaferðalag um Suður-Ameríku í haust skiljiði Cool

Ást og friður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjað plan hjá ykkur;) ætla mér sko að vera með í anda þegar þið farið:)

Konný (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:41

2 identicon

Ó mæ!! Planið ykkar er geggjað.... þið eigið ekkert eftir að tolla á Íslandi eftir að þið komið heim úr þessu ævintýri. Verðið farnar aftur út áður en þið vitið af!!!

Heiður (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband