Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
...en hann var svo sætur!
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Heiður kafnaði næstum því úr hneyksli þegar ég hringdi í Kóngu til að láta hana vita að kærasti hennar til margra ára, Heath Ledger, væri dáinn. Hún var ekki alveg að skilja.....
En það er bara svo ótrúlegt hvað maður setur þetta fólk upp á einhvern stall, sannfærð um að það sé fullkomið þó svo að innst inni viti maður alveg betur. Ég (og flestir aðrir) hef gert þetta síðan ég var ca. 10 ára og að sjálfsögðu hafa idolin breyst eins og ég, þ.e.a.s. nýjum aldri fylgja ný idol. En flest kvenkyns idolin eiga það þó sameiginlegt að hafa ekki fengið almennilega næringu síðan þær voru sjálfar 10 ára því þær eru svo ógeðslega feitar ef það er ekki hægt að telja rifbeinin í þeim.
Svo fullkomnar!
Svo er maður líka svo sannfærður um að þau séu almennt hamingjusamari en annað fólk og öfundar þau agalega þegar þau standa í fullkomnu og rándýru fötunum sínum með fullkomna og breiða brosið sitt á rauðum dreglum úti um allan heim. Þau eru svo hamingjusöm að skuggalega mörg þeirra ákveða að deila þessari gleði óspart með bakkusi og öllum hans bræðrum.
Svo fullkomin hamingja!
Ég gæti trúað að þau séu allavega í topp 5 yfir hæstu tíðni sjálfsvíga miðað við aðrar starfstéttir. Jafnvel númer 1. Sennilega því þau hafa einfaldlega upplifað svo mikla gleði og hamingju að þeim finnst tími til komin að leyfa öðrum að komast að.
Svo fullkomið líf!
Jæja best að fara að læra lyfjahönnun. Einhver verður að búa til lyfin sem gerir lífið fullkomið
Heath Ledger látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Justin Timberlake
Föstudagur, 18. janúar 2008
það gekk eitthvað illa að fara fram úr rúminu í morgun. Vekjaraklukkan hringdi í dágóðan tíma þar sem ég ætlaði aldrei að geta slökkt á henni því ég bara gat engan veginn munað PIN-númerið á vísakortinu mínu...........en svo var víst bara nóg að ýta á STOP-takkann
Góða helgi krúttin mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
I´m a candy girl in a candy world
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
jæja verður maður ekki að hripa niður nokkur orð svona rétt til þess að geta haldið því fram að maður sé á lífi
er byrjuð á fullu á verkefninu mínu...gengur svona lala. Er þó farin að geta gert brjóstsykurinn án þess að brenna hann en í staðinn brenndi ég mig á puttunum þegar ég var að móta hann til að vísu voru molarnir sem ég framleiddi í dag alveg hrikalega vondir á bragðið að það var allt liðið að tapa sér úr grettum eftir smökkunina tíhí.
fór í Nóa Síríus í gær til að gá hvernig þeir fara að þessu. þetta er náttúrulega agalega pró hjá þeim, eru með agalegt ker fyrir hitunina og svaka græjur til að kæla og móta og solleiðis. Þeir framleiða 50kg í einni lotu á meðan ég er að brasa við 300 grömm í höndunum ooog þeir eru byrjaðir að búa til páskaeggin það er alveg merkilegt hvað mér finnst þetta ótrúlega girnilegt og spennandi fyrirbæri en svo þegar ég loksins fæ eggið í hendurnar þá borða ég eitthvað smá af því og set það svo inn í ísskáp. ég held ég hafi ekki klárað páskaeggið mitt síðan ég var krakkaskítur.
svo var gönguklúbburinn Snæfríður stofnaður síðasta þriðjudag. ég, Heiður, Kónga og Sigrún tókum svaka gönguferð og fórum svo í pottinn í Laugardalslauginni. Héðan í frá verða þriðjudagskvöld helguð Snæfríði. Held við séum að fara á skauta næsta þriðjudag
jæja ég ætla að fara að horfa á leikinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleðilegt nýtt ár!
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Verkefni ykkar á árinu 2008 er að vera eins hamingjusöm og þessi stelpa....
...púkar eins og þessi.....
..en samt stillt eins og þessi....
Knús og koss til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)