But you can call me UB...

ég þoli ekki mánudaga, mér finnst þeir leiðinlegir.

ég svaf í 2 tíma í nótt. það er bara ekki nægur svefn fyrir mig!

byrjuðum á lyfjafaraldsfræðiverkefni 1 í morgun því nú er skipulagið í hámarki sökum mikilla anna í verkefnum í mars og apríl, nú er bara að fara eftir þessu fína skipulagi....sjáum nú til hvernig það á eftir að ganga;)

konný málaði meget meget flot mynd handa mér um helgina. ég pantaði hana á msn á föstudagskvöldið og fékk myndina afhenta á laugadagskvöldinu. haldiði að það sé þjónusta!!!

ég tannbursta mig oft úti á svölum á kvöldin, bara svona til að fá ferskt loft og til þess að getað njósnað um nágrannann minn. nema hann er ALLTAF með dregið fyrir hjá sér svo það gengur yfirleitt ekki vel að njósna nema í gær! þá var hann með dregið frá og þá sá ég að maðurinn er með blátt tjald á gólfinu upp við svaladyrnar og inní tjaldinu er dýna og bleikur koddi. vafasamt segi ég nú bara, meget dubious!!

árshátíðin er næsta laugardag og ég er ekki í nokkrum vafa um að minn bekkur er með langflottasta atriðið!!!!! mér var allavega orðið illt í maganum af hlátri þegar við vorum að taka það upp á fóstudaginn;);)

Dísa Diggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu komin með deit á árshátíðina?

Berglind (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Eydís Huld

arrrrg nei berglind hin fagra, það gengur nú ekki svo vel! ég held þú ættir að koma með mér eins fyrr var planað!!  lybbavinkonum mínum lýst MJÖG vel á planið okkar;)

Eydís Huld, 26.2.2007 kl. 14:31

3 identicon

Á nágranninn ekki bara barn sem leikur sér í tjaldinu??? Ef ekki, þá finnst mér þú ættir að bjóða honum í partý til að komast til botns í þessu!!

Heiður (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:15

4 identicon

já ég styð heiði, ath þetta betur með smá boði .... deitið komið fyrir árshátíðina mar ;)  :)

eru tveir tímar ekki nægur svefn fyrir þig ... usss skil ekkert í þér stelpa hehee Maður þarf allavega 10 tíma svefn híhí :)

Risa Knússssss

uly grey (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:39

5 identicon

Það er nú svosem spurning að maður sýni þessu fólki hvernig á að mála bæinn rauðann... og svífa svo um á bleiku skýi út næstu viku!!!

Leynilegur útsendari Sóðabrókanna, 006, mun snúa aftur og ná yfirráðum á lyfjasviði landsins áður en vikan er úti!

Óver end át c",)

Berglind (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:31

6 identicon

Er þetta fallegi nágranninn? 

Gugu Lind (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 20:06

7 Smámynd: Eydís Huld

nei það er nebbla málið sko....þetta er hommanágranninn sem ég er ekki alveg eins spennt fyrir að heimsækja eins og hinn gullfallega;)

Eydís Huld, 2.3.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband