Kominn tími á hugvekju held ég bara!
Mánudagur, 19. maí 2008
það er rólegt hjá manni þessa dagana, hangi á netinu á milli þess sem ég geri tilraunir til þess að taka til í þessari líka svakalega stóru íbúð sem ég bý í.....
mín bara búin með lyfjafræðina ótrúlega skrýtið að þessu 5 ára erfiða en jafnframt skemmtilega tímabili sé að ljúka.... bara sjálf útskriftin eftir þann 14 júní
vörnin á ritgerðinni gekk bara mjög vel, var örlítið stressuð fyrst en svo fór það um leið og ég byrjaði að tala á fullu. en vááá hvað það var mikill léttir þegar það var búið!!! OMG hvað ég var eitthvað fegin, ánægð og afslöppuð á þeim tímapunkti
og svo er það bara Danmörk á miðvikudaginn æ það verður ótrúlega gaman að eyða smá tíma með hallærisgenginu úr MA. Við Heiður förum til Hildar í Árósum á miðvikudag og svo kemur Ásta þangað á fimmtudeginum. Á laugardeginum förum við svo heim til Ástu í Svíþjóð og eyðum smá tíma þar áður við höldum svo aftur til Köben. Þetta verður án efa alveg rosalega skemmtileg ferð og hún er búin að halda í mér lífinu í gegnum þetta blessaða mastersverkefni!
Hér eru svo nokkrar myndir af bekknum síðan á fimmtudaginn, sem var GÓÐUR DAGUR
og ég skora á ykkur að KOMMENTA ef þið eruð á annað borð að lesa bloggið mitt og hana nú!!!!!!!
Hilsen, Dísa Diggs
Athugasemdir
Vá!! Innilega til hamingju með áfangan og góða skemmtun í Köben, bið að heilsa "hallærisgenginu" :-)
Elín Björk (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:57
Takk fyrir síðast Dísa! Þetta var svaka stuð - þú hefur fengið nokkuð góða hópmynd sé ég! En eine gute Reise og góða ferð. Við sjáumst sem fyrst í sumar;)
Erla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:38
Kvitt kvitt... Þori ekki öðru
ronja06, 20.5.2008 kl. 14:30
Innilega til hamingju með áfangann - og vá hvað það verður ekki leiðinlegt hjá ykkur úti :)
Lovísa (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:19
þú ert lang flotttttust til hamingju með þetta allt saman
kv Miðtún
miðtúnið (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:11
Þú ert náttúrulega langflottasti lybbinn;)
Konný (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:40
Komment komment krúsan mín!! Ég er ekki frá því að ég sakni þín strax honní! Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar þú/þið verðið í útlöndum í ár! OMG!
GLind, 20.5.2008 kl. 22:56
Til hamingju með þetta 80' ;) og góða skemmtun úti
Sigrún (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:03
ég veit ekki hvað ég er að gera þér til geðs með því að kommenta hér, þú kommentar aldrei hjá mér!!! ;) Annars bara góða skemmtun úti og reyndu nú að detta í sleik....
Eygló (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:32
Til hamingju með áfangann knúsan mín. Ætli þú og Heiður séuð ekki bara að stíga um borð í flugvélina núna... alla vegna bráðum. Góða ferð, hlakka til að sjá þig á morgun.
Ásta (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:19
Hæ sæta
til hamingju með áfangann..... frábært að þetta er búið :) Góða ferð og skemmtun í útlandinu ;)
Halldóra (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:30
kvitt kvitt...og til hamingju aftur :)
hilsur að norðan
Dísa (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:18
Sæl skvís og til hamingju með áfangann !!
Það er ekkert smá sem þú ert dugleg ..
Kveðja Dísa skvísa ;)
Dísa (uppáhaldið þitt ) ;) (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:49
haujj gaman að lesa fullt af kommentum þegar mann kommer hjem fra udlandet;) takk fyrir!!
ferðin var geggjuð!! segi betur frá henni í máli og myndum á næstu dögum:)
Eydís Huld, 29.5.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.