skemmtileg helgi....
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
já þessi helgi var mjög skemmtileg!
á fimmtudagskvöld kíkti Claudia til okkar og við fengum okkur örlítð í aðra tánna;) fórum svo á barinn á hostelinu og skemmtum okkuar konunglega með vinum okkar þar!
þar var meðal annars að finna mann í bleikum prinsessukjól með kórónu, Pétur Pan og karate kid. þegar þeir voru spurðir af hverju þeir voru klæddir svona var svarið alltaf "we just felt like dressing up tonight".....ok
það kvöld fórum við á sargente pimiente en í þetta skiptið var enginn frægur á staðnum:/
fórum svo á klúbb sem spilar bara latínó tónlist og við tókum háskólakúrs í salsa í boði vina okkar sem vinna á hostelinu. OMG það er engin furða að það séu allir svona mjóir hérna!!!! þetta er þvílíkt workout!
get nú ekki sagt að föstudagurinn hafi verið merkilegur þar sem hann fór að mestu í svefn sökum örlítillar þynnku......
á laugardagskvöldið fórum við svo út með Claudiu og það var pínu svona "girls night out". mjög gaman. dyravörðurinn á einum klúbbnum hérna er leynilegur aðdáandi minn sem er að vísu ekki svo leynilegur lengur hehe. þegar við vorum að fara þá gaf hann mér rós og "lovenote" með símanúmerinu sínu á. ég átti alveg svakalega bágt með að skella ekki uppúr;) þetta er eitthvað sem íslenskir karlmenn myndu aldrei gera!!!
BESOS!!!
Athugasemdir
Auj, auj, auj og er stemmning fyrir dyraverdinum? Er hann til a myndasidunni?
AceT (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:31
Nohhhhhhhh, myndir takk
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:09
hehehee...
en veistu það að það eru heilir 36 dagar síðan ég sá þig síðast.. 35 dagar síðan þú fórst til Perú:'/
Konný (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:56
Já, sæll! Engin kettlinga rós og ástarbréf!
GLind, 25.11.2008 kl. 19:48
Ég vil líka sjá mynd;)
Sigrún (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:34
Humm, var það nokkuð steragaurinn (sem var einmitt að vinna í einhverjum dyrum) sem setti saman svona ástarnótu handa þér?
Ásta Andrésar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:42
nei nei þetta er ekki steragaurinn. ég á enga mynd af honum því ég hef aldrei talað við hann og man ekki alveg hvernig hann lítur út;) er því miður ekki alveg eins spennt fyrir þessu og sumir;)
Eydís Huld, 26.11.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.