Óvænt heimsókn í Calle Porta;)

MA heimsókn 014

 

Facebook er alveg fáránlega fyndið fyrirbæri!

ég sá það á facebook að Eva María og Eyrún, sem voru í MA, væru staddar í Perú og það vildi svo til að þau ferðafélagarnir voru einmitt á leiðinni til Cusco með viðkomu í Lima. Ekki var nú planið hjá þeim að stoppa neitt í Lima en þau ákváðu að gista í eina nótt eftir að ég sagði þeim að ég væri í Lima.  Þannig að við fengum sem sagt óvænta heimsókn frá þremur ma-ingum. Agalega var gaman að fá gesti hingað í Calle Porta og ég hvet sem flesta til þess að fylgja þeirra fordæmi;) hehe

Að sjálfsögðu skemmtum við okkur konunglega með gestunum okkar eins og sjá má á þessum myndum;)

Að sjálfsögðu sýndum við þeim það helsta sem er í boði í Miraflores. Eyrún og Helgi fóru í svona "paraglide". Fórum svo út að borða og á barinn á hostelinu til að kynna þau fyrir liðinu. Þá vildu þau fara á salsaklúbb því þau höfðu farið í salsakennslu og nú var kominn tími til að prófa nýju taktana;) Þá neyddumst við nú eiginlega til að fara á klúbbinn sem dyravörðurinn ástfangni er að vinna :/  því það er besti salsaklúbburinn í hverfinu. Hann hélt uppteknum hætti og gaf mér rós þegar við Eygló fórum út að fá okkur ferskt loft. Svo bætti hann þremur rósum við þegar við vorum að fara heim ásamt þvílíkum ástarjátningum á færibandi. Á meðan voru krakkarnir næstum búin að míga í sig af hlátri;) Eyrún lenti líka í einhverjum agalegum aðdáanda sem hún ætlaði aldrei að geta losað sig við. Djöfull eru þeir þrjóskir þessir andskotar!!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OOoooo klukkan er næstum tvö efter midnight og ég sit með helvítis arbejdsjouranlana eina ferðina enn ...oooo hvað mig langar að geta gert eins og kallinn í Heros sem bara lætur sig hverfa þangað sem hann vill...ég var að reyna það, en ég er ennþá hérna!!OOoo hvað þetta eru skemmtilegar myndir!! Hlakka til að vera þarna!!!:)

OOooooo langar bara að stynga af NUNA:)

Hildur ingadó (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband