ojjj....
Laugardagur, 17. janúar 2009
...um daginn fann ég skær skær neongræna lirfu í salatinu mínu og brást ég að sjálfsögðu við því með viðeigandi skríkjum og oj-um. John sagði mér að slaka bara á maður, þetta er bara náttúrulegt!! Svona þykir greinilega ekki mikið mál í frumskóginum;)
...jæja þá er komin helgi og Eydís er veik í mallakútnum sínum. Ætli þetta verði fyrsta "fríhelgin" síðan við komum til Perú???? æ nei nei við sjáum til með það á morgun það var nú meira en að segja það að fara veik heim úr vinnunni. Ekki það að ég hafi ekki mátt fara heim sko því það sást alveg að ég var veik. Heldur þorðu konurnar í vinnunni ekki að senda mig eina heim. Ég fékk að fara heim með því skilyrði að hringja í þær þegar ég kæmi heim og ég lofaði þeim að hringja í Cristhian ef ég versnaði. Æ þær eru svo sætar en jesús hvað þær létu eins og ég væri að deyja hehe;)
Athugasemdir
Bjakk! Eins gott samt að hún var skær-græn en ekki bara salats-græn, úbbs, þá hefðiru fengið próteinskammt með þessum salatskammt ;)
Leiðinlegt að mallakúturinn þinn er með leiðindi, en einshversstaðar gæti maður nú samt heyrt ágætisrök fyrir drykkju sterkst áfengis í þeim læknisfræðilega tilgangi að drepa pestina sem er í mallanum
GLind, 17.1.2009 kl. 10:45
Farðu vel þig elskan :)
Það er alltaf jafn frábært að lesa bloggin þín, mér finnst bara eins og ég sé komin til þín ;)
Og skil ég öskrin með lifruna JÁ !!
Knús elskan :)
Dísa (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:10
Hæ hæ kroppur
Ekki gott að þú ert lasin frænka mín... Bara að muna "slímugur en bragðgóður" Jæja nú ætlum við að reyna að Skypea á þig í kvöld,vonandi verður þú On line
Elskum þig ofsa mikið og söknum þín meira.......... hafðu það gott og reyndu að jafna þig kroppur......
Kveðja Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi og mömmurnar
ronja06, 17.1.2009 kl. 13:18
ííjúúú.. ekki skemmtileg salat viðbót...
En það er samt gott að einhver er að hugsa um þig þarna úti;)
með nokkrar mömmur í vinnunni;)
Konný (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:17
Knúsukonur sem eru að vinna með þér.... Vá hvað það er samt þægileg tilhugsun ef eitthvað alvarlegra en magapest kemur uppá!
Ástuknús
Ásta (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 08:38
hæhæ hefði nú verið gaman að ver neon græn að innan þá hefði LISTAMAÐURINN nú nóg að gera að skoða nei nei farðu vel með þig
þinn elskulegi ASNI love u
Miðtún (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.