Tilraun tólf...
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
...til þess að blogga! Hef ekki getað vistað færslurnar mínar þegar ég er búin að skrifa þær, mega pirrandi!!!!
Annars er voða lítið að frétta af minni. Komst að því á föstudaginn að þegar mann er þreyttur eftir vinnudaginn (vikuna) og borðar bara froot loops í kvöldmat, þá þarf mann bara 2 stóra bjóra til þess að verða vel hífaður;) Þessi vísindalega tilraun tókst svo vel að ákveðið var að gera samanburðartilraun á laugardeginum. Eftir að hafa aðeins borðað ravíólí með aspas, má koma niður þó nokkrum lítrum af Cuba Libre og vera samt "nokkuð góður". Ekki skemmdi fyrir að drykkirnir þetta kvöldið voru í boði Yossefs vinar okkar, þar sem við vorum í kveðjupartýi hjá honum áður en hann hélt til Evrópu í dag til þess að vinna skemmtiferðaskipi. Díses það eru allir vinir okkar að flýja land:(
Valentínusardagurinn setti svip sinn á miðbæinn á laugardaginn. Allir veitingastaðir og skemmtistaðir voru skreyttir rauðum hjörtum og rauðum hjartablöðrum. Svo voru líka mjög margir sem fóru í rauðu út á djammið. Ég fór í rauðu Mínu Mús skónum mínum;) Við Eygló fengum enga valentínusargjöf eða kort:( En fínt kvöld engu að síður;) Fórum út að borða og áttuðum okkur á því þegar við vorum sestar að við vorum umkringdar helvítis hamingjusama pakkinu sem öll fengu kort og hjartalaga súkkulaði. Það er líka allt í lagi. Þau verða bara feit!
Besos!
Athugasemdir
þessi dagur er svo over the top.. ekki höldum við hjónin upp á hann..
Love u sætust, gaman að tala við þig í gær
Konný (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:36
Æjj æjj músin mín.... Valentínusardagar eru hvort eð er ekkert skemmtilegir..... það er rétt hjá þér, fólk verður bara feitt af súkkulaði. Kossar og knús
Ronja, Gunnlaugur Yngvi og mömmurnar.....
ronja06, 17.2.2009 kl. 16:47
Ekki við heldur, ekki einu sinni til hamingju með valentínusardaginn
Sigrún (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:23
Já þessi dagur er ofmetinn þykir mér ..
Við höldum ekki uppá hann hér á þessum bæ, notum peninginn okkar í eitthvað annað ;)
Ég elska bloggin þín Eydís, í alvöru ég ætla að giftast þeim !!
Knús á þig sæta :)
Hrafndís (Dísa) (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.