Getraun vikunnar!
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Hversu vel þekkir þú systurnar á Calle Porta??
Eftirfarandi atburðir áttu sér stað síðastliðna helgi og nú er það undir ykkur komið að segja til um hvor stúlkan átti aðild að neðangreindum atburðum. Hafið þó í huga að í einhverjum tilvikum getur verið að um báðar stúlkurnar sé að ræða.
1. Ung stúlka lýgur að sveittum, sjálfumglöðum en ekki svo mikið greindum Brasilíumanni að hún geti ekki gefið honum símanúmerið sitt því hún eigi engan síma. Á þeirri stundu gerir stúlkan sér þó ekki grein fyrir því að hún er í raun að segja manninum sannleikann því þegar heim er komið uppgötvast það að hún hafði glatað símanum sínum þetta kvöldið.
............ Hver er stúlkan?
2. Ung stúlka er í miðri myndatöku í blómabeði á torgi í Barranco, þegar hún er rekin aftur til stéttar af ekki svo mikið myndarlegum manni í einkennisbúningi. Svekk!
............ Hver er stúlkan?
3. Ung stúlka fær sér væran blund á hamborgarabúllunni á meðan hún bíður eftir "eftir djamm" matnum sínum. Þykir vinum hennar þetta að sjálfsögðu kjörið tilefni til myndatöku ,sem og öðrum gestum á hamborgarabúllunni:/
............ Hver er stúlkan?
4. Ung stúlka skellir leigubílahurð á nefið á manni sem veit ekki til hvers tölur eru settar á skyrtur. Maðurinn afrekaði því miður ekki að hneppa fleirum en neðstu tölunni á skyrtunni sinni og blasir þar með miður fögur sjón við saklausum vegfarendum. Stúlkan hyggst hjálpa manninum að skilja tilganginn með þessum litlum hnöppum sem búið er að koma snyrtilega fyrir á skyrtunni hans en sér strax eftir því, þar sem fljótlega kemur í ljós að erfiðara er að losa sig við hann heldur en slappa bingóvöðva!
............ Hver er stúlkan?
5. Ung stúlka hellir hálf-fullu bjórglasi framan í ungan mann vegna þess að hann fer í taugarnar á henni, en þó aðallega því þetta er eitthvað sem hana hefur alltaf langað til að gera!
............ Hver er stúlkan?
6. Ung stúlka þarf að merkja 2 símanúmer í símanum sínum með orðunum "Ekki svara" því maðurinn með bjórinn í andlitinu, hringir látlaust í þeim tilgangi að bjóða henni á ströndina með sér. SÆLL!!
............. Hver er stúlkan?
Ég hvet ykkur eindregið til þess að taka þátt í getrauninni því það eru veglegir vinningar í boði!
Elín mágkona mín Yngvadóttir mun veita verðlaunin við hátíðlega afhöfn í samkomuhúsinu í Sandgerði, sem eru eins og áður sagði alls ekki af verri endanum:
.............gírstöng í Suzuci Swift
og
.............Skuuuuunk Anansie bolur!!!!!
Athugasemdir
jæsus, þekki Eygló ekki neitt en finnst flest af þessu hljóma skuggalega, skuggalega líkt litlu saklausu systur minni.....ertu nú alveg dottin í sollinn
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:52
HAHAHAHA.....það er bara ein manneskja á þessari jarðarkringlu sem getur safnað saman slíkum snilldarathöfnum á innan við 15 mín!! ...og det er du min ven!!:) hahahaha kræst, ég þarf að fara að drífa mig til þín:)
hildur spildur spíturass (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:35
- Eygló
- Eygló+Eydís
- Eygló
- Eydís
- Eydís
- Eydís
Annars eru þið svo miklir snillingar báðar tvær að ég gæti trúað ykkur báðum til allra þessara atvikaGLind, 17.3.2009 kl. 20:44
hahahahah, þetta er bara fyndið! Og ef allar helgar eru svona viðburðaríkar á okkur sko ekki eftir að leiðast í S-Ameríku....
Nr. 5 er BARA snilld... hefur líka alltaf langað til að gera þetta!!
Guðný hildarvinkona (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:34
1. Eygló. 2 Afgangurinn ert þú skvísa held það alla vega. Hlakka til að heyra rétt svör
Sigrún (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:41
HAHAHAHAAH GUÐNÝ! við erum greinilega á leiðinni á réttan stað OG við verðum bar að fara að drífa okkur!!:)
Sakna Eydís sín.....
Hildur aðalbjörg (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:43
1. Eygló 2. Eydís 3. Eygló 4. Eydís 5. Eydís 6. Eydís
valdísdögg (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:07
1. Eygló
2.Eydís og Eygló
3. Eydís
4. Eydís
5. Eygló
6. Eygló
reyndar sé ég þig Eydísi gera þetta allt saman.. vildi samt bara svara svona;)
Konný (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:33
1. Eygló (hún týndi símanum sínum)
2. Eydís og Eygló
3. Eygló
4. Eydís
5. Eydís (djöfull hefur þig langað að hella bjór yfir einhvern)
6. Eydís (Hlýtur að vera Eydís af því að Eygló týndi símanum sínum)
Hvenær er svo mæting í samkomuhúsið í Sandgerði??
Heiður (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:51
Faðir þinn er með það á hreinu að þú eigir alla punktana hér að ofan. Fær hann Skuuuuunk Anansie bolinn, ég er nebbla til í gírstöngina
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.