quiero quiero quiero

- er búin að skipta um deild í vinnunni. er komin í deildina sem Eygló var í og hún er farin í aðra deild. lýst bara ágætlega á þetta. er náttla ennþá að læra því verkefnin eru öðruvísi en áður. er að gera leysniprófanir og HPLC;)

- gerði aðferðarlýsingu um daginn fyrir TLC prófun. lýsingin var á spænsku! ok að vísu var hún tekin nánast beint uppúr USP en hey ég var engu að síður að gera aðferðarlýsingu á spænsku Cool

- á leiðinni í vinnuna keyrum við alltaf framhjá "rúmfatalager/byko"-búð sem heitir Tottus. búin að búa hérna í hálft ár og mér finnst þetta ennþá fyndið. svona er maður þroskaðurTounge

- á leiðinni í vinnuna keyrum við líka framhjá mega stóru og vírgirtu kvennafangelsi. fyrir framan það eru nokkrir verðir vopnaðir risa rifflum.

- mig langar fáránlega mikið til að skoða þetta fangelsi að innan, bara til að sjá hvernig þetta er. hvað ætli mann þurfi að gera til þess? ;)

- finnst þetta fangelsi á mjög skrýtnum stað því þetta er við stóra breiðgötu, svona einskonar Suðurlandsbraut nema bara töluvert stærri.

- framhjá fangelsinu labba svo öll börnin á leið í skólann í fínu skólabúningunum sínum. mér finnst þessir skólabúningar eitthvað svo krúttlegir.

- finnst eins og ég skilji allt í einu helmingi meira í spænsku heldur en í síðasta mánuði. hef tekið eftir því síðustu 2 vikur að ég skil nánast allt sem vinnufélagar mínir eru að segja við migGrin að vísu er það misjafnt eftir því hver er að tala við mig því það tala jú allir misskýrt;) einhver stökkbreyting sem hefur átt sér stað þarna Wink

- er orðin pínu hrædd um að ég fái ekki vinnu þegar ég kem aftur á frón. þannig að við hjónakornin erum farnar að hugsa um til hvaða lands við getum flust til næst;)

- það er að koma vetur í Lima og þá þarf maður stundum að vera í jakka á kvöldin. var að reyna að leita mér að jakka um daginn en að sjálfsögðu komst enginn þeirra yfir mín aðeins of metnaðarfullu brjóst;) þannig að ég keypti mér bara fjólubláa hettupeysu í staðinn og er alveg að fíla hana;)

- mig er farið að langa svolítið að eiga heima einhversstaðar.

- mig langar samt líka svolítið að eiga hvergi heima.... þetta er ákveðið vandamál :/

- mig langar svo að læra á gítar en mig skortir bara alla samhæfingu milli handa og heila. seriously, ég er sennilega versti tölvuleikjaspilari í heimi sökum þessaWoundering

- mig langar svo að eiga vin eins og Barney Stinson í "How I met your mother" !!

- fæ stundum óþolandi löngun í kanilsnúða. skil ekki af hverju! það er ekki eins og ég hafi haldið eitthvað sérstaklega upp á þá frekar en eitthvað annað bakarísdót!

- var syngjandi bítlalög í allan dag í vinnunni. Alberto, sem er ca. fimmtugur, þekkti greinilega lögin og flautaði þau með mér því hann getur auðvitað ekki sungið texta á ensku frekar en aðrir í vinnunni. en þetta var sko engu að síður fínn dúett þarna á ferð;)

- það er svo notalegt og heimilislegt þegar vinnufélagarnir eru farnir að þekkja mann nógu vel til að stríða manni og skjóta á mann;)

- það er svo magnað að starfsfólk í stórmarkaði í 10 milljona manna borg skuli mörg hver vera farin að þekkja okkur. vita að við erum íslenskar, að vinna hérna í Perú og bla bla bla.

- í dag er fermingar-reunion hjá bekknum mínum. finnst voða leiðinlegt að missa af því:(

- vá hvað þetta blogg er orðið miklu lengra blogg en það átti að vera í upphafi!

Held barasta að þetta sé komið gott!

 

Ást og friður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefðum líka viljað hafa þið með okkur bestust... þín var saknað og ekki bara af okkur þrem:)

bókin er rosalega flott, ég veit ekki hvernig það er með þína bók, hvort hún verði send út eða ekki.. annars ef hún verður ekki send út þá er ég alveg tilbúin að skanna hana inn eða fá tölvuafrit frá Jórunni til að senda þér.. Annars svo langt þanngað til þú lest hana.

ég fer í kvöld í það að reyna að setja inn myndir;)

love u

Konný (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: GLind

Aðferðarlýsing á spænsku, ertu ekki að djóka kona! Sjæse!

Kvennafangelsi, það er verra, því annars hefðu þið eflaust getað bara blikkað verðina ;)

Djöfull lýst mér vel á að þú sért farin að skilja svona vel spænskuna! Oh, hvað ég öfunda þig, væri svo til í að vera flink í öðru tungumáli!

Það er ekkert mál að baka kanilsnúða sko og ótrúlega finnst mér það mikið þú að vera  syngjandi í vinnunni og ég er ótrúlega sammála um það þegar maður er orðin nóg og líbó í vinnunni að það er fíflagangur kominn í gang!

ps, ótrúlegt hvað punktablogg geta orðið löng þegar maður ætlar bara að blogga stutt

GLind, 26.4.2009 kl. 22:20

3 identicon

Hæ hæ skvísa, við söknuðum þín líka svakalega mikið, vantaði smá hluta af okkur . Þið í útlöndum fáið sent afrit, veit samt ekki alveg hvort það verður á tölvunnu eða ekki. En það er búið að ákveða að senda ykkur.

Svo ætluðu einhverjir að setja inn myndir á facebook. Svakalega mikið knús og kossar, skvísa. elska þig " smúttið mitt"(bara aðeins að fá það lánað)

Sigrún (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband