Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Smásaga

 

Einu sinni voru 2 stelpur að leika sér í haga. Þar sem þær hafa orðið fyrir miklu aðkasti nýlega þá vill söguhöfundur halda nafni þeirra leyndu og skulum við því bara kalla þær Diggs og Power. Power hefur aldeilis ekki átt 7 dagana sæla vegna frekju og yfirgangs Diggs. Á kvöldin þegar lagst er til hvílu er Power staðráðin í því að mæta fílelfd til leiks næsta morgun.  En málið er að þær vinkonur hafa ekki enn náð samkomulagi um það hvenær sé tími til að fara á fæturBlush Power er alltaf æst í að taka GLind á þetta en Diggs er ekki eins mikið til í þaðDevil  Það endar því ætíð með því að Diggs sigrar og fær sínu framgengt og eftir situr Power með blóðnasir og marbletti og vaggar fram og til baka eins og rúmenskur munaðarleysingi. Niðurbrotin á hverjum einasta morgni (já eða hádegi eða eitthvað, WHATEVER) lifir hún í voninni að næsti dagur verði hennar. Hún muni sigra á endanum! Þeir sem vilja styrkja þennan vesaling er bent á að hringja í styrktarlínu vesalinga, sem vita greinilega ekki hvenær það er kominn dagur, í síma Heart866-0322Heart

Nú situr Diggs að lesa lyfjahagfræði og veltir því í leiðinni fyrir sér hvað hún hafi eiginlega gert af sér í fyrra lífi til þess að verðskulda það að vera í svona leiðinlegum kúrsi????

Hefur nokkrum sinnum verið um það bil að æla yfir bókina en hætt við í hvert skipti því þá gengur sennilega ekki vel að selja hana í haust.

Það vill enginn kaupa ælubók!!


el Toro!

haldiði að íbúar stúdentagarðanna(já eða allavega blokkin mín) hafi ekki bara fengið gjöf í dag. Fullan kassa af allskonar drasli frá Toro.. núðlur, pasta, grýtur, sósur, súpur, bollasúpur og royal búðinga(langt síðan mann smakkaði solleiðis;) alveg svona ekta prófamatur sem þarf ekkert að hafa fyrirSmile ég mæli með því að það komi svona sending á hverjum einasta mánudegi til jóla!!! ég er glöð, enda þarf ekki meira en þetta til að gleðja fátækan námsmann....

 en ég held að myndarlegi nágranninn minn sé flutturCrying og það er soldið að skemma þessa Toro vímu mína.... djös nú þarf ég að finna mér nýja ástæðu til að fara fram úr á morgnannaAngry

25 dagar í jólafríGrin


sjúkk púkk....

.... erum búnar að halda fyrirlestra fyrir brjálaða unglingaGrin Ég, Eygló og Guðrún Lind héldum nokkra fyrirlestra í FS í dag um stera, fæðubótarefni og eiturlyf. Það gekk bara rosa vel en ég get nú ekkert sagt að ég sé eitthvað æst í að gera þetta afturWink

nú er verulega farið að síga á seinni hluta annarinnar og er maður líka VERULEGA farin að finna fyrir því á líkama og sál!!

fengum samt póst í gær frá einum kennaranum okkar um að hann ætli að hætta við ráðstefnuna sem við áttum að halda í lok nóvember(yes!!!) því honum leist bara ekkert á álagið á okkur. Hann sagði víst líka við nokkra úr bekknum að hann ætlaði að taka þetta fyrir á deildarráðsfundi, sem er náttla bara gott mál. En málið er að við munum ekkert græða á því heldur mögulega árið á eftir okkur.....og það bara gagnast mér ekki neitt! Og svo hafði annar kennari orð á því að við værum orðin svo rauðeygðPinch hehe haldiði að það sé ástand á liðinu maður!

hey já svo er Eygló búin að setja inn myndir frá laugardagskvöldinu!! endilega tékkiði á þeimWink   ég virðist bara vera alveg hætt að taka myndir, what´s up with that??

æ ég er farin að sofa

lifið heil


Dow Jones

það er klárt mál að fjárfestingaráðgjafar mínir í framtíðinni verða Eygló og Valdís! plakat með Wentworth Miller, sem er jafn stórt og rúmið mitt er klárlega besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér...þó það hafi þurft að koma með hraðsendingu frá Noregi!!

....þetta var sko alvöru júlluklúbbur á laugardagskvöldinu! að vísu beilaði ég á bænum því ég var bara eitthvað svo búin á þvíBlush

það var hins vegar ekki eins gaman í bingó með eldri borgurum....

 


Wanted!!!

 

.....a life Pinch

 

Að vísu erum ég, Erla og Árni að fara í bingó með félögum eldri borgara klukkan 3 á morgun....

.....án gríns!!!!

...........and people say I have no lifeCool

 

kiss kiss

Dísa BingóWink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband