Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
But you can call me UB...
Mánudagur, 26. febrúar 2007
ég þoli ekki mánudaga, mér finnst þeir leiðinlegir.
ég svaf í 2 tíma í nótt. það er bara ekki nægur svefn fyrir mig!
byrjuðum á lyfjafaraldsfræðiverkefni 1 í morgun því nú er skipulagið í hámarki sökum mikilla anna í verkefnum í mars og apríl, nú er bara að fara eftir þessu fína skipulagi....sjáum nú til hvernig það á eftir að ganga;)
konný málaði meget meget flot mynd handa mér um helgina. ég pantaði hana á msn á föstudagskvöldið og fékk myndina afhenta á laugadagskvöldinu. haldiði að það sé þjónusta!!!
ég tannbursta mig oft úti á svölum á kvöldin, bara svona til að fá ferskt loft og til þess að getað njósnað um nágrannann minn. nema hann er ALLTAF með dregið fyrir hjá sér svo það gengur yfirleitt ekki vel að njósna nema í gær! þá var hann með dregið frá og þá sá ég að maðurinn er með blátt tjald á gólfinu upp við svaladyrnar og inní tjaldinu er dýna og bleikur koddi. vafasamt segi ég nú bara, meget dubious!!
árshátíðin er næsta laugardag og ég er ekki í nokkrum vafa um að minn bekkur er með langflottasta atriðið!!!!! mér var allavega orðið illt í maganum af hlátri þegar við vorum að taka það upp á fóstudaginn;);)
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ásta Skásta
Föstudagur, 23. febrúar 2007
Ásta litla sóðabrók er 27 ára í dag!!! til hamingju með daginn ljúfan
stórt knús&koss Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig getur maður sparað 15þúsund kall?
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
jú það er ósköp einfalt! þú byrjar á því að vera vinkona kóngu eða einhvers annars í hárgreiðslubransanum. svo þegar það vantar módel í litun, þá segiru já. svo er um að gera að vera með svo ljóta og úr sér vaxna klippingu að litunarmeistarinn einfaldlega verður að klippa á þér hárið svo að litunin fái að njóta sín;);) þetta var sem sagt eitthvað kennslukvöld og Kónga og Rakel settu í mig hvorki meira né minna en 5 liti, ég hef aldrei farið í svona flókna hárlitun!! svo nú er ég bara komin með árshátíðarhárið og buddan kvartaði ekkert!
annars er nú bara allt gott að frétta. helgin frekar róleg og fóru bæði kvöldin í að horfa á sjónvarpið....iss piss léleg frammistaða. finnst júróvisjónlagið bara fínt en hann mætti kannski vera með bakraddir í viðlaginu því mér finnst hann ekki með alveg nógu kröftuga rödd í það. annars var mér nú alveg sama hvaða lag ynni svo lengi sem að það væri ekki bríet sunna;) mér fannst hún eini keppandinn á þessu lokakvöldi sem söng lagið sitt alls ekki nógu vel. það er eitt að fíla kannski ekki lagið sem ísland sendir í keppnina en það yrði ömurlegt að þurfa nánast að skammast sín fyrir sönginn. maður hefur nú alveg heyrt hana syngja vel en hún greinilega réði bara ekkert við þetta lag. svo fannst mér sjúklega fyndið hvað Friðrik Ómar var hrútfúll að vera bara í 2.sæti;);)hehe
jæja best að fara að gera eitthvað af viti
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
HAHAHA....
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Einu sinni voru tvíburar, Burkni og Frosti. Burkni átti gamalt snekkjuræksni. Það vildi til að eiginkona Frosta lést sama dag og snekkja Burkna sökk.
Nokkur dögum síðar hitti gömul kona Burkna og hélt að þar færi Frosti. Hún sagði því: "Ég samhryggist þér, vinur." Burkni hélt að hún væri að tala um snekkjuna og sagði:
"Æ, ég er nú feginn að vera laus við hana. Hún var alltaf hálfgerð drusla. Botninn á henni var allur skorpinn og hún lyktaði eins og úldin ýsa. Hún hélt ekki vatni, var með vonda rauf að aftan og risagat að framan. Í hvert sinn sem ég notaði hana stækkaði gatið og hún lak vatni um allt. Svo fór hún endanlega þegar ég lánaði hana fjórum vinum mínum sem langaði að skemmta sér. Ég varaði þá við að hún væri ekki mjög góð, en þeir vildu notast við hana samt. Svo reyndu þeir allir að fara í hana í einu og hún rifnaði bara í tvennt."
Það leið yfir gömlu konuna
------------------------------------------------------------------
A very loud, unattractive, mean-acting woman walks into Wal-Mart with her two kids in tow, screaming obscenities at them all the way through the entrance. She's dressed in dirty jeans, a greasy t-shirt with holes in it and wearing flip-flops exposing her cracked and filthy toenails. When she yells at the kids,she exposes her yellowed, crooked teeth with more than a few missing.
The Wal-Mart Greeter says, "Good morning and welcome to Wal-Mart. Nice children you've got there. Are they twins?"
The ugly woman stops screaming long enough to say, "Hell no they ain't! The oldest one, he's 9 and the younger one, she's 7. Why the Hell would you think they're twins? Do you really think they look alike?
"No", replies the greeter, "I just couldn't believe someone had sex with you twice."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lybbaleikar
Sunnudagur, 11. febrúar 2007
já lybbaleikarnir voru í gær. við unnum ekki:( en það var samt mjög gaman og við seldum helling af bolum og bjór. ég er búin að vera með fáránlegan hausverk í allan dag og eyddi deginum í að gera heiðarlega tilraun til þess að lesa eitthvað. gekk ekki vel. ég drakk samt bara 4 bjóra í gær. veit ekki alveg hvað er að manni, þetta hlýtur að vera aldurinn að segja til sín.....
en anyways þá tók ég fullt af myndum ;)
shit hvað ég nenni ekki að það sé mánudagur á morgun!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
It´s official!!!
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Búin að borga ferðina til Bangkok og Bali já eða ég er búin að setja það á visa;)hehe;) ég verð nú sennilega ekki búin að borga ferðina fyrr en í fyrsta lagi eftir ár;) but who cares???
þannig að núna er nýja visakortið orðið vel heitt þar sem ég greiddi í dag 147.400kr. fyrir flug og gistingu í Bangkok og Balí. Svo um daginn var ég búin að kaupa farið til Köben fyrir 23.900kr. Saman gerir þetta heilar 171.300kr. Ég hef nú fulla trú á því að velunnarar mínir gefi sig fram um næstu mánaðamót!!!
Það var eitthvað svo ótrúlega gaman að fara á ferðaskrifstofuna og borga þetta þó svo að upphæðin sé skuggaleg. Það gerir þetta eitthvað svo raunverulegt að vera búin að borga
Ég fékk 8,5 í títrunarprófinu sem var fyrir viku, sem er mjög skrýtið því ég hef aldrei bullað jafn mikið í einu prófi. En flugurnar í Haga segja mér að fólk hafi verið að fá fáránlega háar einkunnir úr þessu prófi miðað við úberbömmerinn, sem við reyndum að drekkja síðar um kvöldið með stífri etanóltítrun! (5 aur takk!!)
maybe we need to thank Jesus Von Godbrand for taking one for the team????????hehe;)
knús&kossar Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Úberlaserpenninn minn;)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
guð ég trúi því ekki að ég hafi gleymt að minnast á pennann, nei úberpennann, sem ég vann í Glimeryl lukkuhjólinu í vísindaferðinni í Actavis síðasta föstudag. þvílíkur fögnuður sem braust út í hjarta mínu þegar örin lenti á glimeryl! því þetta er sko ekki bara penni..ó nei, þetta er sko líka laser!! og ekki nóg með það, þá er hægt að draga pennann út og gera hann að bendipriki!! ég lýg þessu ekki!!!!!! haldiði að maður verði flottur á því næst þegar maður heldur fyrirlestur fyrir bekkinn. við vorum nokkur í bekknum sem fengum svona penna. hinir fengu bara nafnspjald sem stendur paxetin á, múhaha (var nú samt ekki hægt að finna eitthvað annað lyf til að hafa á nafnspjaldi?? hmm??)
annars kom úberpenninn minn að verulega góðum notum á djamminu. það er svo auðvelt að spotta myndarlega karlmenn og spyrja stelpurnar hvernig þeim lýst á þennan og þennan og þennan og.... að vísu var mér bent á það að ég var eiginlega að benda á annan hvern kalrmann þarna inni en ekki endilega þá myndarlegu. en það er nú bara (ó)kosturinn við að fara gleraugnalaus á djammið
kveðja með hori, slefi, hósta, hausverk og eyrnabólgu úr Eggertsgötunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)