Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
smá update....
Laugardagur, 28. júlí 2007
ég var búin að gleyma lykilorðinu inn á þessa síðu...tekur greinilega bara 18 daga fyrir mig að gleyma svoleiðis hlutum.....en ég reddaði þessu krakkar
það var rosa gaman á LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi, búin að setja inn myndir
við Djúdjú erum svo agalega miklir rokkarar að við sátum á gólfinu og töluðum um megrun þegar Mínus var að spila fínt að hlusta á 2-3 lög með þeim en ekki meira......en Jeff Who og Trabant voru mjög góðir og það var nú alveg þess virði að fara á tónleikana og sjá þá;)
mér er líka loksins búið að takast að setja inn myndirnar úr brúðkaupinuhjá Aðalheiði og Eyþóri, það tókst eftir ágætis stríð við tölvuna mína. hún er búin að vera extra leiðinleg við mig eftir að ég fór að leita mér að annarri tölvu. maður á kannski ekki að nota greyið tölvuna þegar maður er að halda framhjá henni....nota framvegis aðra tölvu til að leita mér að nýrri tölvu.
fimmtudagar eru orðnir sérstakir óhappadagar hjá mér núna og það er spurning um að vera bara ekkert að fara út úr húsi á þeim dögum....allavega ekki mæta í vinnu
...þarsíðasta fimmtudag tókst mér að sprengja 2 dekk á bílnum mínum á leiðinni í vinnuna. keyrði uppá kant og beyglaði felgurnar svo mikið að það lak allt loft úr dekkjunum (þannig að tæknilega séð sprungu þau víst ekki). maður á víst ekki að borða morgunmat í bílnum
...síðasta fimmtudag var keyrt aftan á mig á leiðinni í vinnuna. það var EKKI mér að kenna!! var búin að borða morgunmatinn! stelpugreyið sem keyrði var alveg í sjokki yfir þessu en eina sem ég hugsaði var: "æ dí hvað ég nenni þessu ekki!! ég er að verða of sein í vinnuna!!" en þetta reddaðist nú allt saman...sást varla á honum Jakobi mínum...þarf nú meira en þetta til þess að stuða hann þessa elsku ég á aldrei eftir að geta selt hann því við erum tengd órjúfanlegum böndum. reyndar segja sumir að ástæðan fyrir því að ég eigi aldrei eftir að geta selt hann sé sú að það myndi enginn kaupa hann. en það er nú bara afbrýðisemi í fólki!!!
ooooog ég er að fara á þjóðhátíð í Eyjum um versló með Guðrúnu og Elínujibbíjibbí
ást og friður
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
hádí
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
ég er á lífi!
náði LOKSINS að setja inn myndir frá Bangkok og Bali tékkiði á þeim í "myndirnar mínar!!!" hérna til vinstri.
brúðkaupið hjá Aðalheiði og Eyþóri var á laugardaginn. ekkert smá fallegt og skemmtilegt allt saman. mar verður nú að gera þetta oftar!!! agalega gaman! gekk bara nokkuð vel að syngja í kirkjunni. var soldið stressuð í fyrra laginu og röddin titraði soldið fyrst en reddaðist samt alveg. en seinna lagið, love me tender, tókst nú bara nokkuð vel. var eiginlega bara ekkert stressuð að syngja það og naut mín í botn
reyni að setja inn myndir úr brúðkaupinu á morgun...
jæja best að fara að hringa í Nancy Sinatra og segja henni að það var ekki ég sem lét vin okkar fá símanúmerið hjá henni
knús Dísa Diggs
Bloggar | Breytt 11.7.2007 kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)