Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Það eru ekki bara helvítis bílaþjófavarnir!!!!
Föstudagur, 19. desember 2008
Fyrir utan þessa hávaðamengun er nú bara allt gott að frétta. Við Eygló erum alltaf dauðþreyttar þegar við komum heim úr vinnunni enda soldið mikil viðbrigði að fara allt í einu að vinna 10 tíma á dag eftir svona langt frí;)
Ég er ennþá soldið eins og álfur í vinnunni stundum og veit ekki alveg hvað ég á að gera, en svoleiðis er það nú yfirleitt í nýjum vinnum. Í dag fékk ég að gera Karl Fischer mælingu á Aciclovir;)
Nú er leynivinavikunni á rannsóknarstofunni lokið. Leynivinur minn var stelpa sem ég er að vinna með á hverjum degi í hráefnamælingunum. Hún gaf mér agalega flott veski og við Eygló fengum eiginlega samviskubit yfir því að hafa bara gefið leynivinum okkar eitthvað nammirusl því það voru allir að gefa einhverjar svaka gjafir:/.
Heppilegt að hún skyldi gefa mér veski því nú þarf Netto vinur minn ekki að skammast sín lengur fyrir veskið sem ég er alltaf með;)
Hann sagði nefnilega við mig um daginn; "Eydís ég ætla að gefa þér veski í jólagjöf!"
Ha? Nú?
" Já veskið þitt er nefnilega ókvenlegasta veski sem ég hef séð!"
uhh ok
Svo fáum við loksins okkar eigin internettengingu og kapalkerfi á sunnudaginn;) Cristhian fór með okkur í gær og hjálpaði okkur að gera samning við símafyrirtækið. Og hann var gjörsamlega að springa úr stolti því ég gat sagt afgreiðslukonunni símanúmerið mitt á spænsku;) æ hann er svo mikið krútt þessi elska;)
Jæja best að fara að koma sér í háttinn!
Besos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
djöfull hata ég þjófavarnir í bílum!!!!!!!!!!!!
Sunnudagur, 14. desember 2008
á f.......... nóttunnni
á f.......... morgnanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loksins orðin lyfjafræðingur í Perú!!
Fimmtudagur, 11. desember 2008
jæja á eru fyrstu 2 vinnudagarnir liðnir og ekki laust við að mann sé nú soldið mikið lúin;) hveitibrauðsdagarnir okkar Eyglóar eru liðnir og nú þýðir víst ekkert að vera fullur á hverju kvöldi;)
Okkur lýst nú bara ágætlega á okkur þarna fyrir utan það að dagurinn er soldið langur :/ það tekur okkur ca. hálftíma að komast í vinnuna og þá vinnum við frá 8-18 án nokkurra pása eða kaffitíma en fáum 40 mínútur í hádegismat. vinnufélagar okkar áttu ekki orð yfir því að á Íslandi skuli fólk fá reglulegar pásur og kaffitíma hehe;). þau eru alveg óþolandi vinnuglatt fólk!!
fólkið á rannsóknarstofunni talar ekki voðalega mikla ensku en þau hafa brjálaðan áhuga á að læra hana og eru alltaf að spyrja okkur hvernig á að segja þetta og hitt á ensku. bara krúttlegt!
í gær vorum við Eygló báðar að gera HPLC og leysni undir frekar aulalegri handleiðslu eina enskumælandi lyfjafræðingsins á staðnum. það gekk nú bara ágætlega og við vissum nú alveg hvað við vorum að gera en við fengum auðvitað verklýsingar á spænsku sem við skildum nú alveg þónokkuð mikið í en kannski ekki alveg nógu vel til þess að vera alveg einar útí horni.
í dag var Eygló svo sett í stöðugleikaprófanir á meðan ég á að vera í hráefnamælingum í 2-3 mánuði og svo skiptum við. það var nú bara fínt og mjög fjölbreytt. margt af þessu hef ég gert áður en annað var ég annað hvort að gera í fyrsta sinn eða bara í fyrsta sinn með þeirra aðferðum sem eru stundum öðruvísi. margt svolítið öðruvísi þarna heldur en í t.d. Actavis og mér finnst þetta frekar minna mig á Haga heldur en Actavis;). þarna eru t.d. bara 2-3 belgir til að soga upp í pípetturnar og þeir eru svo lélegir að það er eiginlega ekki hægt að hleypa rólega af pípettunni því belgurinn heldur ekki nógu vel og því verður maður bara að taka belginn af og stýra afrennslinu með puttanum, sem er tækni sem ég á einkar erfitt með að tileinka mér. Sumir starfsmenn sjúga bara upp vökvann með munninum!!!! það notar enginn hlífðargleraugu eða handska, ekki einu sinni þegar verið er að hella megnri brennisteinssýru eða saltsýru! þann leik ætla ég þó ekki að leika eftir því ég væri alveg til í að halda skinninu á puttunum á mér;)
þarna notar heldur enginn pasteur pípettur eða búbblínur, sem mér finnst mjög óþægilegt þegar ég þarf að fylla að marki.
ég held að þetta verði nú bara ágætt þó að ég viti að sumir dagar eigi eftir að vera rosalega langir, sérstaklega með tilliti til þess að fólk nær eiginlega aldrei að klára verkefnin sín fyrir 6 og er því alltaf að vinna aðeins lengur....
Smá nördaorðaforði fyrir lyfjafræðinördin mín:
fiola - mæliflaska
materia prima - hráefni (sem ég verð að vinna í næstu mánuði)
papel de filtrar - síupappír
pesar - vigta
agritar - hræra
muestra - sýni
standar - staðall
clorído de plata - silfurklóríð
jæja nú er komið nóg af fróðleik frá mér í bili!
Ást og friður;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6 vikna spænskunámskeiði lokið!!
Föstudagur, 5. desember 2008
jájá krakkar maður er sko búin í spænskuskólanum og svo byrjar maður bara að vinna á þriðjudaginn. ótrúlega fljótt að líða allt saman!
hugsa að við eigum eftir að sakna samræðukennarans okkar og hans leikrænu tilþifa!
ég meina hver annar leikur það þegar konur eru á túr?? Eygló var illt í maganum einn daginn og hann var sannfærður um það að það væru túrverkir. þegar Eygló neitaði því þá hélt hann að hún hefði bara ekki skilið hann og sýnir okkur með höndunum ,hormónahringinn og hvaðan "fossinn" kemur og alles. og ekkert bara einu sinni eða tvisvar.......ég hélt við myndum kafna úr hlátri!
nú ekki nóg með það að hann dæmdi mig til þess að vera einhleyp að eilífu eins og ég sagði ykur frá um daginn, þá útskýrði hann aðeins OF VEL að mínu mati hvað orðið "estrecho" þýðir. það þýðir sem sagt "mjó" og hann benti á stelpuna við hliðina á mér og sagði : " this girl is thin - estrecho estrecho". ég kinka kolli og gef greinilega til kynna að ég viti hvað orðið þýði. en það var nú ekki nóg fyrir leikarann mikla sem þarf alltaf að útskýra einfalda hluti 7 sinnum. nei nei! til þess að leggja áherslu á þessi orð sín þá bendir á mig og segir: "tú eres gordo" sem þýðir sem sagt "þú ert feit". uhh ok ég er búin að ná þessu vinur!! nei heldur minn ekki bara áfram og bendir á okkur tvær til skiptis og segir alltaf: "hún er mjó en þú ert feit" "hún er mjó en þú ert feit". jájá I get it!! I get it!!!!
enskan hans er svona líka agalega fín að hann sá engan mun á því að eiga hálsmen úr gulli eða geit!! gold eða goat?! hver er eiginlega grundvallarmunurinn???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
bonding;)
Miðvikudagur, 3. desember 2008
það er alþjóðlegt fyrirbæri að kvenmenn heims "do their bonding" á salernum í partíum og skemmtistöðum. það er ekkert öðruvísi hér í Perú. ég var í röð að bíða eftir að komast á klósettið á klúbb hér í hverfinu þegar ein stelpan bendir á mig og spyr hvaðan ég sé. þegar ég segist vera frá Íslandi verður hún agalega ánægð og segir:
ohh really??! my boyfriend is from Belgium!!!!
uhhh......ok
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)