Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Frábær holiday vika;)

Við Eygló ákváðum að taka okkur frí í vinnunni til þess að geta átt smá holiday með gestunum okkar. Síðasta þriðjudag kom Atli í heimsókn til okkar (hann var með okkur í bekk í lyfjafræðinni). Hann fékk nú varla að setjast niður greyið þegar hann kom því við drógum hann strax með okkur á djammið;) Það var nefnilega St. Patrick´s day og við fórum ásamt Claudiu og Eileen á írskan pöbb. Þar var mega stemmari! Allt í grænum lit og fullt af blindfullum Írum ásamt öðrum þjóðernum.

Á fimmtudeginum komu svo Gunni, sem var líka með okkur í bekk, og Sigga kærastan hans. Að sjálfsögðu voru teknar skoðunarferðir um Lima og drukknir 1-2 bjórar;)

Afmælispartýið var svo algjör snilld!! Nokkuð góð mæting hjá fólkinu úr vinnunni og það er svo yndislegt hvað þetta fólk þarf ekki svo mikið sem einn dropa af áfengi til þess að dansa og fíflast eins og brjálæðingar;) Meirihluti þeirra drakk annað hvort ekkert eða verulega lítið en þrátt fyrir það var stemmarinn í liðinu frábær eins og sjá má á myndunum;)

Nokkur úr vinnunni komu með hjartalaga súkkulaðiköku og voru búin að láta skrifa nafnið mitt á hana. Að vísu ekki alveg rétt stafað;) en það er nú hugurinn sem gildir;)

Á sunnudeginum fórum við svo í 5 tíma rútuferð til Huacachina, sem er vin í miðri eyðimörk. Ekkert smá kósí pínulítill staður, sem er byggður í kringum lítið vatn. Þar fórum við í "sandboarding", þ.e. renndum okkur niður brekkur í eyðimörkinni á brettum sem eru svipuð og snjóbretti. Fáránlega gaman og mikið adrenalínkikk. Engin smá hraði sem maður nær í stóru brekkunum!

Svo fórum við til Nasca og skoðuðum Nasca línurnar. Þetta eru myndir sem talið er að hafi verið gerðar af Nasca-indjánum (200 árum f.k til 700 árum e.k). Það þykir með ólíkindum hvernig þeir hafa gert þetta á þessum tíma, því myndirnar eru svo stórar að það er bara hægt að sjá þær í heild sinni úr lofti. Magnað að sjá þetta!!

Þá fórum við í gamlan indjánakirkjugarð og skoðuðum grafreiti indjánaþjóðflokks frá 8.öld. Það var farið að dimma þegar við komum þangað og því var nú frekar creepy að vera þarna í rökkrinu innan um beinagrindur í eyðimerkurvindinum.....

Kíktum líka til gamals námumanns sem var að sýna okkur hvernig þeir leita að og einangra gull. Mjög athyglisvert og ágæt leið til að drepa tímann á meðan beðið var eftir rútunni;)

Krakkarnir héldu svo áfram lengra suður eftir Perú en við Eygló tókum næturrútu aftur til Lima.

Sem sagt, góð holiday vika hjá okkur systrum;)

Var að setja inn fullt af myndum, bæði úr partýinu og ferðalaginu. Svo bætti ég líka við mars-albúmið;) Endilega kíkið á þær!!

 


;);););)

partýið í gær var mega skemmtilegt;););) djöfull er ég ánægð með það! algjör snilld!!

stiginn var trylltur salsadans fram á nótt, eða þangað til hverfisgæslan kom og sagði okkur að hafa lægra;)

hef ekki tíma til að setja inn myndir núna því ég er að fara í smá ferðaleg með krökkunum. kem sennilega heim á miðvikudagsmorgun. verð í fríi á afmælisdaginn;) nice!

Ást og friður


Úrslitin;)

1. Eygló

2. Eydís og Eygló

3. Eydís

4. Eygló

5. Eydís

6. Eydís

 

Enginn af keppendunum hafði rétt fyrir sér en þó voru einhverjir sem voru ansi nálægt sannleikanum;)

Guðrún Lind og Heiður eru jafnar í efstu sætunum og verða þær því að deila með sér vinningunum! Afhending verðlauna auglýst síðar.

 

Afmælispartý í kvöld krakkar;););) vúhúúúúúúúú;);););)

 


Getraun vikunnar!

Hversu vel þekkir þú systurnar á Calle Porta??

Eftirfarandi atburðir áttu sér stað síðastliðna helgi og nú er það undir ykkur komið að segja til um hvor stúlkan átti aðild að neðangreindum atburðum. Hafið þó í huga að í einhverjum tilvikum getur verið að um báðar stúlkurnar sé að ræða.

1. Ung stúlka lýgur að sveittum, sjálfumglöðum en ekki svo mikið greindum Brasilíumanni að hún geti ekki gefið honum símanúmerið sitt því hún eigi engan síma. Á þeirri stundu gerir stúlkan sér þó ekki grein fyrir því að hún er í raun að segja manninum sannleikann því þegar heim er komið uppgötvast það að hún hafði glatað símanum sínum þetta kvöldið.

............ Hver er stúlkan?

2. Ung stúlka er í miðri myndatöku í blómabeði á torgi í Barranco, þegar hún er rekin aftur til stéttar af ekki svo mikið myndarlegum manni í einkennisbúningi. Svekk!

............ Hver er stúlkan?

3. Ung stúlka fær sér væran blund á hamborgarabúllunni á meðan hún bíður eftir "eftir djamm" matnum sínum. Þykir vinum hennar þetta að sjálfsögðu kjörið tilefni til myndatöku ,sem og öðrum gestum á hamborgarabúllunni:/

............ Hver er stúlkan?

4. Ung stúlka skellir leigubílahurð á nefið á manni sem veit ekki til hvers tölur eru settar á skyrtur. Maðurinn afrekaði því miður ekki að hneppa fleirum en neðstu tölunni á skyrtunni sinni og blasir þar með miður fögur sjón við saklausum vegfarendum. Stúlkan hyggst hjálpa manninum að skilja tilganginn með þessum litlum hnöppum sem búið er að koma snyrtilega fyrir á skyrtunni hans en sér strax eftir því, þar sem fljótlega kemur í ljós að erfiðara er að losa sig við hann heldur en slappa bingóvöðva!

............ Hver er stúlkan?

5. Ung stúlka hellir hálf-fullu bjórglasi framan í ungan mann vegna þess að hann fer í taugarnar á henni, en þó aðallega því þetta er eitthvað sem hana hefur alltaf langað til að gera!

............ Hver er stúlkan?

6. Ung stúlka þarf að merkja 2 símanúmer í símanum sínum með orðunum "Ekki svara" því maðurinn  með bjórinn í andlitinu, hringir látlaust í þeim tilgangi að bjóða henni á ströndina með sér. SÆLL!!

............. Hver er stúlkan?

 

Ég hvet ykkur eindregið til þess að taka þátt í getrauninni því það eru veglegir vinningar í boði!

Elín mágkona mín Yngvadóttir mun veita verðlaunin við hátíðlega afhöfn í samkomuhúsinu í Sandgerði, sem eru eins og áður sagði alls ekki af verri endanum:

.............gírstöng í Suzuci Swift

og

.............Skuuuuunk Anansie bolur!!!!!


..svona bláedrú bara;)

ég er svei mér þá ekki alveg viss um edrúleika minn þegar ég kom heim í nótt (morgun, whatever;).

þegar ég var að hátta mig þá skildi ég ekkert í því af hverju garnirnar í mér gauluðu svona líka rosalega! og ég sem var nýbúin að fá mér að borða!?!

svo þegar ég lagðist uppí rúm þá hættu þær skyndilega að gaula!

þegar þær byrjuðu aftur að gaula u.þ.b. 10 mínútum seinna þá fattaði ég að þetta var bílaþjófavörn ;);););)

 

já já............

 


Te vas, te vas, te vas....

Djöfull var síðasta laugardagskvöld skemmtilegt!

Eileen, írska vinkona okkar, er búin að vera hjá okkur í viku núna og að sjálfsögðu skelltum við okkur í dansskóna síðasta laugardagskvöld, þar sem við ætluðum nú aldeilis að taka á því! Það endaði þó með því að ekki var stigið svo mikið sem eitt dansspor en kvöldið var engu að síður algjör snilld! Það er nú samt eiginlega lítið hægt að segja frá kvöldinu nema það að við enduðum á aðaltorginu í Barranco (næsta hverfi við okkar hverfi), drekkandi bjór frá vinkonu okkar sem gekk um og seldi bjór úr kerrunni sinni. Man nú ekki hvað klukkan var þegar við komum heim en ég man að sólin var löööngu komin upp! Setti inn myndir frá kvöldinu;)

Í gærkvöldi fórum við út með fólki úr vinnunni því við vorum að kveðja eina sem var að hætta. vá hvað það var mikil synd að vera ekki með myndavélina! fórum á kjúklingastað sem er einnig karókístaður! vorum í okkar eigin herbergi og ég held bara svei mér þá að þetta hafi verið eitt laglausasta samansafn af fólki í einu herbergi. það er alveg fáránlega sjaldgæft að fólk geti actually haldið lagi hérna! en þeim var nú nokkuð sama um það og það var ekkert smá góð stemmning. öll lögin voru að sjálfsögðu á spænsku og ég gerði mitt besta til að syngja part úr lagi en það endaði nú reyndar með því að ég var bara farin að bulla og yfirmaður minn tók video af því á símann sinn:/

jæja best að fara að kúra svo mann verði vel hvíldur fyrir flöskudaginn á morgun;)


.......

Eygló mín er örvhent. En opnar samt dósir og flöskur með hægri eins og flestir rétthentir gera.

Ég er rétthent. En opna samt dósir og flöskur með vinstri eins og flestir örvhentir gera.

 

Þetta er rosalegt krakkar!


Nýrnasýking var það heillin;)

er orðin miklu betri núna. massaskammtar af sýklalyfjum eru farnir að kikka inn;)

Helgin var róleg eins og ég bjóst svo sem við. á föstudagskvöldinu kíktum við aðeins út en ég var nú bara í vatninu og fór snemma heim. svo svaf ég nú bara mest allan laugardaginn, greinilega einhver uppsöfnuð þreyta þar á ferð. Eygló vakti mig klukkan 3 eins og flestar mæður myndu gera: "Eydís mín! klukkan er orðin 3, nú ert þú að fara að koma þér út! " hehe

svo á laugardagskvöldinu fórum við í bíó og sáum "He´s just not that into you". fín mynd.

úff ég trúi ekki að það sé kominn mars! tíminn hérna er búinn að vera fáránlega fljótur að líða!afmælismánuðurinn bara strax kominn og ég verð að fara að ákveða hvað ég ætla að gera í tilefni þess. hmmm... hugsi hugsi...

búin að setja inn þær fáu febrúarmyndir sem við tókum í myndaalbúmið okkar systra;)

xoxo

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband