Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Búin að gefast upp á blog.is !!!!

er búin að vera í vandræðum með bloggið mitt síðan ég flutti til Perú. áður en ég gat notað tölvuna mína, þá var ég í vandræðum með því að finna internetsjoppur sem voru með tölvur sem gátu vistað færslur á blog.is.  þetta er víst algengt vandamál og ég nenni ekki að lenda í þessu þegar ég er farin að ferðast núna í júní og í haust!! er líka oft að lenda í vandræðum með að vista færslur á tölvunni minni. svo get ég ekki sett inn myndir með færslunum þó svo að ég noti mína tölvu. er búin að reyna allt sem mér hefur verið ráðlagt að gera af tölvudúddunum hjá blog.is en það er bara ekkert að virka.

þannig að ég er búin að búa mér til nýtt blogg;)

getur vel verið að ég noti þetta blogg aftur þegar ég er komin heim, kemur bara í ljós. en endilega kíkið á nýja bloggið!!!


hmmm

Allt gott að frétta af okkur systrum;)
Við erum farnar að finna vel fyrir haustinu hér í Perú. Okkur er alltaf skítkalt á kvöldin því rakinn er kominn upp í tæplega 90% og því finnst manni mun kaldara en 20°C, sem er svona ca. hitstigið þessa dagana. Svo eru auðvitað engir ofnar eða neitt til þess að hita íbúðina og því verðum við bara að klæða okkur vel og kúra undir sæng;)
Rakastigið hefur líka töluverð áhrif á andardrátt, erum oft andstuttar og finnst oft mun erfiðara að anda en venjulega. En það hlýtur nú að lagast þegar maður hefur vanist rakanum, eða ég vona það allavega;) úff ef svo er ekki þá veit ég ekki hvernig þetta verður í vetur:/


nýjar myndir;)

hola

var að setja inn apríl-myndirnar;), þær eru að vísu ekkert voðalega margar en að vísu fengum við nokkrar myndir frá Claudiu síðan um áramótin í Cusco. Setti þær myndir aftast í apríl-albúmið;)

Í gær var fjölgun í vísindateyminu EEGSmile Guðrún Lind átti litla, fallega stelpu í gær!  Innilega til hamingju aftur, elsku Guðrún og Axel!!

Voða lítið að frétta annars. mikill spenningur á heimilinu eftir gestunum sem koma eftir u.þ.b. 5 vikur. verður ekkert smá næs að fá frí í vinnunni til þess að ferðast út um allt með þeim!

talandi um vinnuna. við Eygló komum heim úr vinnunni klukkan 23:30 á fimmtudagskvöldið!!! að vísu var ég bara að vinna til um hálf ellefu en beið eftir Eygló ásamt Alberto, sem var löngu búinn að vinna en beið eftir okkur til þess að fylgja okkur heim. Það er ekki séns að þau leyfi okkur að vera einar á ferli í þessu hverfi sem við vinnum í. æi það er voða notalegt hvað þau passa vel uppá okkur;)

en fáum við borgaða yfirvinnu fyrir þetta? neibb!! það er ekki eins og það sé eitthvað mikið að vinna 15 tíma með aðeins 40 mínútna hádegishléi og engu kvöldmatshléi! þarf maður eitthvað að borða annars?? það væri "gaman" að taka saman alla yfirvinnutímanna sem við höfum unnið í sjálfboðavinnu þarna! díses ég er ekkert pirruð neitt;);)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband