What does your sign say? ARRRGGG???

 

Ég er búin að vera að vinna við afgreiðslustörf síðan ég byrjaði að vinna í bensínstöðinni þegar ég var 15 ára. Þegar ég var yngri hafði alveg sjúklega mikla þjónustulund og það fór nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér. Það var þá!!

Núna forðast ég það að þurfa eitthvað að þjónusta fólk. Ég bara nenni því ekki!!!!

Þess vegna langar mig að ganga með eftirfarandi skilti framan á mér til þess að sýna fram á að í rauninni blundar í mér rík þjónustulund þó það sé ekki eins augljóst og í gamla daga;

 

 

Já þú hefur rétt fyrir þér. Ég hef rangt fyrir mér. Þú ert svo vitur. Ég er svo heimsk. Ég bara brosa já, brosa!!

Takk fyrir að koma 2 mínútum fyrir lokun. Þá get ég frestað því að komast heim, sem mig langar auðvitað alls ekki að gera!! Af hverju ætti mig að langa það?

Gerðu það haltu áfram að hreyta í mig skít og skömmum. Það stendur nú einu sinni "I take shit" á enninu á mér!

Takk fyrir að láta mig hlaupa akkúrat í hinn endann á búðinni til að ná í hlut. Og segja svo þegar ég er komin til baka að þú ætlir líka að fá þetta. Og þetta. Og þetta......sem er líka í hinum endanum.  Það er svo gott að fá svona mikla hreyfingu.

Nenniru nokkuð að segja mér ævisöguna þína aftur?? Alla!! Mér fannst hún nefnilega svo athyglisverð í fyrsta skiptið sem þú sagðir mér hana!

Í guðanna bænum vertu ekkert hafa fyrir því að tannbursta þig!  Þetta er ekkert svo slæmt. Ég ældi bara smá í munninn á mér, en það er auðvitað bara hægt að kyngja því. Ekkert mál!

Vertu heldur ekkert að fara í sturtu. Ég þarf hvort eð er ekkert að anda á meðan ég afgreiði þig.

Það er svo frábært þegar þú kallar, flautar og bankar í borðið svo ég afgreiði þig strax, en ert svo u.þ.b. ársfjórðung að ákveða hvað þú ætlar að kaupa.

Að sjálfsögðu er það ÉG sem ákveð verðið á öllu! Og að sjálfsögðu er það ÉG sem held svo áfram að hækka þetta verð! En ég geri það einungis til að geta heyrt nöldrið í þér í hvert sinn sem þú kemur.  Ég lifi fyrir það.  Það er eins og fuglasöngur í mínum eyrum. Og veistu, ÉG stjórna líka öllum hækkunum í þjóðfélaginu. Jebb! Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu!!

kveðja, Pirr.isAngry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var svona gaman hjá þér í vinnunni. Veit samt alveg hvað þú meinar, var komin með nóg af þjónustulund þegar ég vann í kaupféló. Hlakka til um helgina Sæta.

Sigrún (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 19:21

2 identicon

hahahaha ógeðsleg fyndið, hló mig máttlausa

ssk (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:46

3 identicon

BWHAHAHAHAHA vá er mín pirruð á vinnunni

Linda Rós (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:00

4 identicon

hahahahhahaha snilld.. en ekki gaman að fólk láti svona við þig elskan

Konný (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:19

5 identicon

Haha það er alltaf jafn gaman í afgreiðslustörfum. Verst að þú misstir af rifrildinu mikla í skólanum í dag

Katla (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:39

6 identicon

Ertu byrjuð aftur á bensínstöðinni? En vá, vá hvað þetta er satt hjá þér, fólk er svo ferlega klikkað. Elska líka kalla sem tala niður til manns og kalla mann svo vinuna sína. Jakk...

Stórt knús

Ace-T (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:47

7 identicon

er mín e-ð pirrípú skil þig samt alveg vel marr fær stundum svona leiðindadaga í vinnunni.... annars flott blogg hjá þér og mörg sannleikskorn sko

Jóga (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:46

8 identicon

held ég þurfi bara að fara og koma versla hjá þér Eydís mín....lofa að vera skemmtileg...ekki nöldra neitt :)

 kveðjur frá AEY

Dísa og co

Dísa (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:34

9 identicon

Kannast afarvel við þetta:/ En ég hef nú alveg misst mig við kúnnan, það eru alveg mörk fyrir hverju maður lætur skíta yfir sig. En vonandi þarftu ekki að standa í þessu þegar þú ert orðinn Lyfjafræðingur;)

Alla (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:22

10 identicon

He he sko litlu sys, loksins búin að fá uppí kok á yndælisheitum :) You go girl!!!

Kveðja Guðrún middel sys.........

Guðrún H. (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband