Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Eygló og Gugu Stef!!!
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að að þessi maður muni bíða spenntur eftir okkur á Bali
og það sem meira er......hann verður komin með 3 daga brodda...ójá
það verður slagur á ströndinni stelpur..... SO BRING IT
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvar eru jólin?
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
díses shit mother fucker!!
ég GET EKKI einbeitt mér!!!!!!!!!!!!!!!!
það er búið að vera massa mikið að gera á þessari önn og ég er meira tilbúin til að fá kynfæravörtur heldur en að fara að lesa fyrir próf!!! það hefur verið svo lítill tími til að læra í vetur að mér fallast bara hendur þegar ég sé hvað ég á eftir að lesa mikið...svo fær maður bara taugaveikiskast yfir því að ná ekki að lesa almennilega!! ég sit fyrir framan bækurnar og virkilega reyni...en ég bara held engri einbeitningu!!
ég hata NMR róf!!!
og ég lærði það í skólanum í dag að hermönnum finnst vont að láta saga af sér hendur eða fætur...þá mega þeir fá morfín
eftir að hafa horft á Edduna, finnst mér Bubbi Morthens vera aumkunarverðasta hóran á Íslandi
það sem reddar geðheilsunni þessa dagana er internetið því þar er hægt að sjá myndir frá Bali
þetta er hótelið sem við verðum á ;)
svo fann ég loksins flotta lagið sem var spilað í Erninum (danska þættinum) um daginn, það er búið að vera á repeat í allan dag
knús Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
.....
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
ég hef ekkert til að blogga um því ég geri ekkert annað en að hanga uppí skóla þessa dagana svo ég stal svona spurningalista sem allir eru með
1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
knús Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
alltaf gaman!!!!
Föstudagur, 3. nóvember 2006
-alltaf gaman að horfa á biggest loser með stóran snakkpoka hendinni og kók í hinni
-alltaf gaman að verða háður sjónvarpsþáttum. var sjá auglýsingu fyrir nýjan þátt á abc sem heitir Day Break. byrjunaratriðið er Taye Diggs í sturtu þarf ég eitthvað að útskýra mál mitt betur???
-alltaf gaman í skólanum þegar mann er í lyfjafræði......eins og sjá má í "mínar myndir"
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mig langar í knús!
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
-mamman mín og pabbinn minn eiga brúðkaupsafmæli í dag þau eru búin að vera gift í 34 ár!
- í dag var kökudagur hjá okkur á 4. árinu. heppnaðist ótrúlega vel og það var voða skemmtileg stemmning. komu um 60 manns, þannig að nú eigum við nóg fyrir nokkrum bjórum á Bali
- mig langar soldið að sofa bara þangað til 22.desember æ það er bara allt eitthvað svo grátt og rigningarlegt úti og ég er í alveg rosalegu svona "nenni ekki" skapi. nenni ekki að gera ritgerð, skýrslur og lesa fyrir próf........mig langar bara að kúra
zzzzzzzzz Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)