Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
mmmmmm
Þriðjudagur, 30. október 2007
var að koma af Tapas barnum með bekknum. shit hvað ég er södd! nautakjöt með lakkríssósu, hörpuskel og beikonvafðar döðlur og fleira góðgæti gaman að sitja svona allt kvöldið borðandi og blaðrandi en ekki bara klára matinn á korteri og fara svo eins og maður gerir nú yfirleitt
fór á tónleika með Nýdönsk í gær. Geggjað gaman!!!! var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er ótrúlega skemmtileg og góð hljómsveit. Takk Heiður já eða öllu heldur takk Jói fyrir að beila á Heiði þannig að ég fékk að fara í staðinn fyrir þig
sniðugt að svona kærastar séu alltaf að beila svona hægri vinstri! fór einmitt með Djúdjú á leikritið Killer Joe um þarsíðustu helgi af því kærastinn hennar beilaði. múhahaha. mjög fínt leikrit. á samt aldrei eftir að líta kjúklingabita frá KFC sömu augum aftur
svo hélt Sigrún upp á afmælið sitt heima hjá mér á laugardaginn. fondú og fjör fórum í bæinn þar sem var reyndar alltof mikið af fólki svo maður var allstaðar í kremju. en svo sváfu þær allar heima hjá mér í 39 fermetra íbúðinni.....íbúðin var bara ein stór flatsæng hehe en stemmari yfir þessu
á föstudaginn ætlum við Heiður og Kónga að fara að sjá söngleikinn Leg. hlakka rosa til!
....hmm voðalega virðist fátæki námsmaðurinn eiga endalaust mikið af peningum hehe
ooog svo kláraði ég season all kryddið mitt á föstudaginn en það átti að renna út 1.nóv´07. er hægt að biðja um betri nýtingu eða...?
knús Dísa Diggs, ó svo mikil Diggs þessa dagana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
What does your sign say? ARRRGGG???
Mánudagur, 22. október 2007
Ég er búin að vera að vinna við afgreiðslustörf síðan ég byrjaði að vinna í bensínstöðinni þegar ég var 15 ára. Þegar ég var yngri hafði alveg sjúklega mikla þjónustulund og það fór nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér. Það var þá!!
Núna forðast ég það að þurfa eitthvað að þjónusta fólk. Ég bara nenni því ekki!!!!
Þess vegna langar mig að ganga með eftirfarandi skilti framan á mér til þess að sýna fram á að í rauninni blundar í mér rík þjónustulund þó það sé ekki eins augljóst og í gamla daga;
Já þú hefur rétt fyrir þér. Ég hef rangt fyrir mér. Þú ert svo vitur. Ég er svo heimsk. Ég bara brosa já, brosa!!
Takk fyrir að koma 2 mínútum fyrir lokun. Þá get ég frestað því að komast heim, sem mig langar auðvitað alls ekki að gera!! Af hverju ætti mig að langa það?
Gerðu það haltu áfram að hreyta í mig skít og skömmum. Það stendur nú einu sinni "I take shit" á enninu á mér!
Takk fyrir að láta mig hlaupa akkúrat í hinn endann á búðinni til að ná í hlut. Og segja svo þegar ég er komin til baka að þú ætlir líka að fá þetta. Og þetta. Og þetta......sem er líka í hinum endanum. Það er svo gott að fá svona mikla hreyfingu.
Nenniru nokkuð að segja mér ævisöguna þína aftur?? Alla!! Mér fannst hún nefnilega svo athyglisverð í fyrsta skiptið sem þú sagðir mér hana!
Í guðanna bænum vertu ekkert hafa fyrir því að tannbursta þig! Þetta er ekkert svo slæmt. Ég ældi bara smá í munninn á mér, en það er auðvitað bara hægt að kyngja því. Ekkert mál!
Vertu heldur ekkert að fara í sturtu. Ég þarf hvort eð er ekkert að anda á meðan ég afgreiði þig.
Það er svo frábært þegar þú kallar, flautar og bankar í borðið svo ég afgreiði þig strax, en ert svo u.þ.b. ársfjórðung að ákveða hvað þú ætlar að kaupa.
Að sjálfsögðu er það ÉG sem ákveð verðið á öllu! Og að sjálfsögðu er það ÉG sem held svo áfram að hækka þetta verð! En ég geri það einungis til að geta heyrt nöldrið í þér í hvert sinn sem þú kemur. Ég lifi fyrir það. Það er eins og fuglasöngur í mínum eyrum. Og veistu, ÉG stjórna líka öllum hækkunum í þjóðfélaginu. Jebb! Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu!!
kveðja, Pirr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
How to look good naked!!!!
Miðvikudagur, 17. október 2007
ok mér finnst þetta skemmtilegir þættir!
En það er samt eitt sem ég skil ekki. Þarna eru alltaf konur sem eru svo óánægðar með líkama sinn að þær fara að grenja þegar þær líta í spegil. Eins og konan sem var í þættinum í kvöld sagðist skammast sín fyrir að vera nakin fyrir framan manninn sinn. En hún er samt tilbúin til að vera nakin í sjónvarpinu fyrir framan milljón manns
En ok þetta er náttla bara hennar leið til að reyna að komast yfir þetta og ég er alls ekki að efast um að henni líði illa því það sást alveg á henni að sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska. En það sýnir manni bara hvað það skiptir miklu máli hvernig maður hugsar. Ég bara skil ekki yfir hverju þessi kona var að væla því ég væri mjög mikið til í að hafa hennar líkama. Akkuru vill maður alltaf það sem hefur ekki og vill svo ekki það sem maður hefur??
ooog það var gerð svona óformleg rannsókn á kremum við appelsínuhúð og viti menn, þau virka ekki jack shit!!! mig grunaði það nú líka
En já annars allt gott að frétta bara.
Verkefni um lyfjafræðilega umsjá fyrir lyfjahagfræði.......ekki skemmtilegt.
Wikipedia verkefni um ergot alkalóíða fyrir lyfjahönnun........ennþá meira ekki skemmtilegt.
hey en það var skemmtilegt á októberfest um helgina
Ég gleymdi nú myndavélinni heima en það má sjá stemninguna á myndasíðunum hjá Gugu og Kötlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
update...
Fimmtudagur, 11. október 2007
sumarbústaðarferðin um síðustu helgi var geggjuð :) enda erum við svo ógeðslega skemmtilegar
brjálað að gera í verkefnum núna, er ekki alveg að nenna því. kemur á óvart!! ég er sennilega latasta manneskjan á landinu. æ gott að vera bestur í einhverju;)
bekkurinn ætlar á októberfest á morgun
nenni ekki að blogga meira, enda ekki við öðru að búast frá lötustu manneskju landsins!
p.s. ég auglýsi enn eftir ástarbréfi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
ohhhhh......
Miðvikudagur, 3. október 2007
........það var ekkert ástarbréf til mín í póstkassanum mínum í kvöld
damn it
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lokaspretturinn!!!!!!
Mánudagur, 1. október 2007
Soldið ljúft, soldið stórt, soldið fullorðins en þó mest mest shittafokk
Var að skila inn eftirfarandi bréfi.
Til deildarráðs lyfjafræðideildar
30. 9. 2007
Ég undirrituð Eydís Huld Helgadóttir óska eftir því að vinna að eftirfarandi meistaraverkefni á vormisseri 2008.
Meistaraverkefni: Munnlausnartöflur sem innihalda mónókaprín
Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir prófessor og Skúli Skúlason lyfjafræðingur
Rannsóknir hafa sýnt að ýmis fituefni, fitualkohólar og glýceríð af þeim eru mjög virk gegn veirum og bakteríum. Ýmsir kostir væru við það að nota fituefni, fitusýrur og mónóglýceríða til meðhöndlunar á sýkingum í stað hefðbundinna sýklalyfja. Ólíklegt er að bakteríur/veirur/sveppir myndi ónæmi gegn þeim, þau eru ekki líkleg til að valda ertingu eða öðrum eituráhrifum í slímhimnum líkamans, þar sem þau eru náttúruleg efni sem losna í miklu magni úr fituefnum mjólkur í maga og þörmum ungbarna.
Markmið þessarar rannsóknar er að þróa munnlausnartöflur sem innihalda mónóglýceríðíð mónókaprín sem virkt efni í þeim tilgangi að nota megi við sýkingum í munnholi og hálsi. Til greina kemur að blanda saman fleiri virkum lípíðum (mónólárin, lárínsýru) í sama lyfjaformið.
Sem burðarefni í töflurnar verða notaðar fjölliður sem loða við slímhúð (bioadhesive) en notkun þeirra hefur ýmsa kosti, einkum þann að tryggja langan snertitíma lyfjaformsins. Þær fjölliður sem verða kannaðar sem burðarefni eru Carbopol fjölliður svo og ýmsar afleiður af cellulósu (HPMC, NaCMC). Könnuð verða áhrif samsetningar taflnanna (gerð og hlutfall fjölliðu svo og önnur hjálparefni) og framleiðsluaðferðar (beinn sláttur, þurrkyrning, votkyrning, steypun) á eiginleika þeirra (hörku, sundrun, þyngdardreifingu) svo og viðloðun við slímhúð. Losun virka efnisins í gervimunnvatnslausn verður könnuð.
Virðingarfyllst,
Eydís Huld Helgadóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)