Nonnabiti er opinn til 2 á virkum dögum!!
Fimmtudagur, 21. desember 2006
bara svona svo þið vitið það næst þegar þið farið á djammið á miðvikudegi, þá er séns á að grípa sér nonnabita til 2!!! mikið afskaplega vorum við eygló ánægðar að komast að því!!!
það var nebbla jólaglögg hjá lyfjafræðinni og þótti mér nú afskaplega gaman þar á bæ;) hins vegar skil ég ekki hvernig mér er að takast að vera svona bara la la drukkin þegar ég var niðrí bæ en svo núna þegar ég er komin heim þá er ég bara orðin virkilega afskaplega mikið drukkin! allavega það drukkin að ég get ekki lagst uppí rúm því það hringsnýst allt gjörsamlega!! eitthvað skrýtinn dreifistuðull á þessum bjórnum á pravda!
það er búið að færa nonnabita! í húsið við hliðina eða húsið við hliðina á því sem var við hliðina á húsinu sem nonnabiti var. nema ég tók nú ekki mikið eftir því og sagði við afgreiðslukonuna að það væri engin smá breyting þarna inni-bara eins og nýtt!! hún horfði á mig með hneykslunaraugum (þið vitið, gellan sem er sjúklega mjó og það er alltaf eins og augun séu að detta út) og sagði: " það er nú af því að þetta er bara allt annað hús!!!! tókstu virkilega ekki eftir því að þú varst að labba inní allt annað hús?"
uhhh nei það er ekki eins og ég komi nokkurn tímann edrú inná nonnabita!!!
svo voru stólar þar inni svo það er hægt að fara í slag með stólana á virkum dögum. það er ekki hægt um helgar! nonni leyfir það ekki! veitir ekki einu sinni undantekningu fyrir saklausar fyllibyttur sem eru búnar að dansa af sér lappirnar.
vá ég er ennþá of full til að geta farið að sofa svo ég verð að blogga meira.....
hvað get ég sagt.....
hurru mér gekk nú bara agætlega í prófunum....hugsa að það verði kannski engin sumarpróf ....ætla nú samt að fara varlega í yfirlýsingarnar......
....núna veit ég að næstum allar sykrur eru hægðalosandi og terpenar eru rubefacient. og það þarf ekki að hringja í hjartabílinn ef blóðþrýstingur er 140/90.
díses kræst hvað er eiginlega langt síðan ég fór á fyllerí... ég er alveg steikt eftir 4 bjóra og hálft rauðvínsglas.....hmm fór síðast á djamm 10.nóv. 40 dagar síðan. hey það er eins og svona fasta hjá trúuðum mönnum!!!!!! fæ maður þá ekki verðlaun????? hmm hvað langar mig í í verðlaun?? annars á maður aldrei að óska sér einhvers sérstaks því það er yfirleitt ekki eitthvað sem maður vill þegar mann er orðin eldri og vitrari, hvenær sem það nú verður! þegar ég var lítil langaði mig að vera helga möller því hún var svo ótrúlega flott í gleðibankanum og í jólalaginu þarna "hann verður hjá mér um jólin....". og mig langaði líka að vera stelpan í stundinni okkar því húnvar með sítt ljóst hár. mig langaði líka alltaf í lítið systkini því það var bara of mikil ábyrgð að vera örverpið og standa undir eilífum dúllukröfum alltaf. það kemur nú alveg að því að dúllan eldist af manni og þá hefði nú verið gott að hafa einhvern til að taka við. mig langaði líka sjúklega mikið að vera kærastan hans brandons í berverly hills 90210 og svo þegar ég varð aðeins meira kúl þá var ég allt í einu orðin kærastan hans dylans. sooo kúl!! einu sinni langaði mig að eignast fullt að börnum og mála húsið mitt í ógeðslegum pastellitum. langaði líka einu sinni að vera geðveikt kúl hiphoppari... hversu fyndið væri það...væri sennilega alltaf með glóðuraugu útaf stórum og taumlausum brjóstum;) akkuru heitir þetta glóðurauga? af því að það er eins og það sé glóð í auganu og næstum kviknað í því??? fékk næstum glóðurauga í vatnsleikjagarði á spáni. en það varð ekki að að neinu og ég var mjög svekkt yfir því!!! svo kúl að geta sagt sögur af glóðurauganu sínu!! voðalega finnst mér allt eitthvað kúl núna!
vá hvað ég er fegin að engar af mínum heitustu óskum hafa verið uppfylltar!!!
en mér er fúlasta alvara með verðlaunin fyrir 40 daga föstuna!!! og mér finnst að verðlaunin ættu að vera Jude Law!!! það er klárlega ósk sem verður aldrei nokkurn tímann úrelt!!!
hurru ég er ekki frá því að það sé allt hætt að hringsnúast í kringum mig og ég geti bara farið að sofa ;)
skál Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sáuð þið Kompás þáttinn í gær?
Mánudagur, 18. desember 2006
Það var verið að gera tilraun til þess að fletta ofan af gaurnum úr Byrginu fyrir að neyða unga skjólstæðinga sína til þess að stunda alls konar drottnunarkynlífsathafnir og ég veit ekki hvað og hvað. Nema ég varð bara fyrir miklum vonbrigðum hvernig þeir gengu frá þessu máli. Þeir eiginlega flettu ekki ofan af neinu. Þeir sannfærðu mig allavega ekki og samt var ég eiginlega sannfærð um að þetta væri satt áður en ég horfði á þáttinn. Fékk alltaf nett klígjur þegar ég var að afgreiða þennan mann og vini hans, þegar ég var að vinna í sjoppunni í Sandgerði, þegar Byrgið var á Miðnesheiði. Mér fannst þessi þáttur bara vera skilgreiningar á afbrigðilegu kynlífi og svo fór meirihlutinn af þættinum í að ásaka hann um hina og þessa hluti og sýna honum eitthvað bréf sem einhver hafði sent fréttamönnum. Svo voru tekin viðtöl við 2 fíkla (nafnlaust) en samt höfðu þeir 20 einstaklinga sem allir bera sömu söguna. ok það hlýtur nú að vera að þeir séu með sannanir undir höndum því annars færu þeir ekki að gera svona þátt. En af hverju ná þeir þá ekki að sanna neitt með þessum þætti? bréf og viðtöl við 2 fíkla var það eina sem við sáum og það vita það nú allir að fíklar ljúga meira en nokkurt annað fólk, eins og sannaðist nú bara í seinni hluta þáttarins þegar það var sýnt frá brúðkaupi frægustu fíkla landsins. VÁ hvað ég hef aldrei horft á eitthvað sem er jafn sorglegt og það var skemmtlegt! Það þurfti að draga þau á lappir á brúðkaupsdaginn og brúðurinn var næstum sofnuð í miðri athöfn. Greyin!!! en.....sjúklega fyndið!!
En allavega með þennan gaur í Byrginu. Mér fannst maðurinn nú full rólegur miðað við þær ásakanir sem fréttamenn voru með, en það er nú kannski ekki að marka það. Maður veit auðvitað ekkert hvað þessi maður hefur upplifað og kannski er hann bara búin að upplifa svo margt að það þarf meira en þetta til þess að stuða hann. Eða kannski var hann að gæta þess að missa ekki eitthvað óheppilegt út úr sér? Mér finnst það nú yfirleitt vera sekur maður sem gerir svoleiðis!!
En ég hef nú trú á því að þáttargerðarmenn hafi góðar sannanir fyrir þessu, úr því þeir eru að gera þennan þátt. En ef þeir hafa þessar sannanir.....og hann gerði þessa hluti með því að halda því fram að vera sendiboði guðs og nota til þess hundruðir milljóna frá ríkinu.....af hverju var maðurinn ekki GRILLAÐUR í þættinum???? af hverju sönnuðu þeir ekki neitt fyrir áhorfendum? ef þeir ætla að gera svona þátt.........gera hann þá almennilega!!!!! Því það var greinilega ásetningur þáttagerðarmanna að sýna fram á sekt hans en þeim tókst ekki einu sinni að sannfæra manneskju eins og mig, sem var áður nokkuð sannfærð, hversu fordómafullt sem það nú er. Mér fannst þetta bara klaufalegur þáttur!!!
hmmm ágætt að tala og hugsa um eitthvað annað en próf;) seinasta prófið er á miðvikudaginn og þá er ég komin í JÓLAFRÍ;);););)
jæja ég ætla að fara að læra um sérhæfð lyfjaform
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
NOTE TO SELF!
Miðvikudagur, 13. desember 2006
....þegar þú stekkur út að glugga til að laga jólaseríuna og loka glugganum....
....vertu þá í einhverju meira en bara brjóstahaldara......
....þú býrð fyrir ofan 10-11 !!!!!!!!!!
kveðja myself
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ég hlakka svo til....
Miðvikudagur, 6. desember 2006
....að vera búin í prófum!!!!!!!!! jólin eru algjört aukaatriði! góður matur samt!
ég er nú bara að láta hana konný mína vita að ég sé á lífi......tæplega þó
hef ekki mikið að segja þar sem líf mitt einkennist af svo mikilli spennu og dramatík þessa dagana
ég er að læra fyrir lyfjaefnafræðipróf sem verður á föstudag.
þess á milli fer ég í 10-11 og kaupi mér að borða eða kaffi.
stundum fer ég í hagkaup að kaupa mér að borða.
eða melabúðina.
í dag fór ég í nóatún og keypti mér epli!
allt að gerast hjá mér þessa dagana!!!
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eygló og Gugu Stef!!!
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að að þessi maður muni bíða spenntur eftir okkur á Bali
og það sem meira er......hann verður komin með 3 daga brodda...ójá
það verður slagur á ströndinni stelpur..... SO BRING IT
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvar eru jólin?
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
díses shit mother fucker!!
ég GET EKKI einbeitt mér!!!!!!!!!!!!!!!!
það er búið að vera massa mikið að gera á þessari önn og ég er meira tilbúin til að fá kynfæravörtur heldur en að fara að lesa fyrir próf!!! það hefur verið svo lítill tími til að læra í vetur að mér fallast bara hendur þegar ég sé hvað ég á eftir að lesa mikið...svo fær maður bara taugaveikiskast yfir því að ná ekki að lesa almennilega!! ég sit fyrir framan bækurnar og virkilega reyni...en ég bara held engri einbeitningu!!
ég hata NMR róf!!!
og ég lærði það í skólanum í dag að hermönnum finnst vont að láta saga af sér hendur eða fætur...þá mega þeir fá morfín
eftir að hafa horft á Edduna, finnst mér Bubbi Morthens vera aumkunarverðasta hóran á Íslandi
það sem reddar geðheilsunni þessa dagana er internetið því þar er hægt að sjá myndir frá Bali
þetta er hótelið sem við verðum á ;)
svo fann ég loksins flotta lagið sem var spilað í Erninum (danska þættinum) um daginn, það er búið að vera á repeat í allan dag
knús Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
.....
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
ég hef ekkert til að blogga um því ég geri ekkert annað en að hanga uppí skóla þessa dagana svo ég stal svona spurningalista sem allir eru með
1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
knús Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
alltaf gaman!!!!
Föstudagur, 3. nóvember 2006
-alltaf gaman að horfa á biggest loser með stóran snakkpoka hendinni og kók í hinni
-alltaf gaman að verða háður sjónvarpsþáttum. var sjá auglýsingu fyrir nýjan þátt á abc sem heitir Day Break. byrjunaratriðið er Taye Diggs í sturtu þarf ég eitthvað að útskýra mál mitt betur???
-alltaf gaman í skólanum þegar mann er í lyfjafræði......eins og sjá má í "mínar myndir"
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mig langar í knús!
Fimmtudagur, 2. nóvember 2006
-mamman mín og pabbinn minn eiga brúðkaupsafmæli í dag þau eru búin að vera gift í 34 ár!
- í dag var kökudagur hjá okkur á 4. árinu. heppnaðist ótrúlega vel og það var voða skemmtileg stemmning. komu um 60 manns, þannig að nú eigum við nóg fyrir nokkrum bjórum á Bali
- mig langar soldið að sofa bara þangað til 22.desember æ það er bara allt eitthvað svo grátt og rigningarlegt úti og ég er í alveg rosalegu svona "nenni ekki" skapi. nenni ekki að gera ritgerð, skýrslur og lesa fyrir próf........mig langar bara að kúra
zzzzzzzzz Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HOT HOT HOT
Mánudagur, 30. október 2006
helgin var nú ekki eins afkastamikil eins og ég hefði viljað...er að kúka upp á bak með þessa ritgerð djöfull langar mig að vera að gera eitthvað allt annað í lífinu þessa stundina!!!!
við jakob minn eru loksins orðin sátt aftur það þurfti nú að tala hann mikið til en það tókst á endanum. hann fór nebblega ekkert í gang í síðustu viku, sem er mjög óvenjulegt fyrir hann. vanalega er hann bara fúll á móti á morgnanna og aldrei 2 morgna í röð. en núna var hann bara alveg död. það hafði meira að segja engin áhrif á hann þegar Gugu Lind kom á stóra stóra jeppanum sínum og gaf honum start.... það var sko ekki hægt að kaupa kauða með fallegri stúlku og stórum jeppatrukki. ó nei!!!
svo birtust mamma og pabbi bara ás laugardeginum. mér dauðbrá að sjá þau í dyragættinni því þau koma ALDREI í heimsókn.....hélt að eitthvað hefði komið fyrir! en neinei pabbinn koma bara til að lappa uppá jakob;) keypti nýjan rafgeymi og núna malar hann jakob minn eins og kettlingur þesssi elska
veit einhver um ókeypis/ódýra en jafnframt góða vírusvörn???? ég á nebbla að endunýja Nortonin hjá mér eftir 22 daga og ég er ekki alveg að tíma því ......
DÍSA DIGGS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)