Þokkalega 9,5 !!!!
Þriðjudagur, 24. október 2006
- ég fékk 9,5 fyrir sumarritgerðina mína....ógislega ánægð með það því ég var næstum því búin að gubba af leiðindum þegar ég skilaði henni...þokkalega komin með ógeð
- 9,5 var þokkalega hæsta einkuninn í bekknum
- við eygló vorum að rifja það upp í gær þegar allir voru með orðið "þokkalega" á heilanum
- ég er þokkalega komin með það á heilann núna
- núna er ég að rembast við að gera ritgerð í sérhæfðum lyfjaformum........ þess vegna er ég að blogga núna og skoða öll heimsins blogg ég er svo dugleg
- ritgerðin er um notkun lípósóma til lyfjagjafar í lungu
- ég verð að hryggja ykkur með því að viðurkenna að hún verður ekki birt á þessu bloggi í bráð því ég er ennþá á 1.málsgrein á bls.1......þið verðið bara að bíða spennt!!
- kastljósið áðan var að fjalla um photosjoppaðar myndir í auglýsingum og tímaritum......nákvæmlega eins og í myndbandinu í síðustu bloggfærslu minni
- þetta er sko engin tilviljun skal ég segja ykkur.....
- veit ekki hvar kastljósið væri án mín......
- hvernig líður ykkur að þekkja svona þokkalega influential manneskju??
- á morgun byrjar NAMMIBANNIÐ ógurlega svo að bekkurinn minn verði ekki dæmdur sekur fyrir hvalveiði við strendur Bali í vor
- held að Íslendingar verði komnir með nóg af Green Peace í vor, svo ég ætla nú ekki að vera að bæta á álagið
- þið hafið því fulla heimild til að slá mig utan undir ef þið sjáið mig með nammi......nema náttla að það sé nammidagur
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Muna þetta!!!
Sunnudagur, 22. október 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur einhver sagt mér......
Mánudagur, 16. október 2006
af hverju það er alltaf talað um einhleypar konur en einstæðar mæður?
eru mæður á lausu ekki taldar einhleypar því þær geta ekki verið hlaupandi útum allt að leita að karlfélaga? þær geta náttla ekki hlaupið frá börnunum heldur standa þær kyrrar með sínum börnum, s.s. einstæðar.
ok ég er ekki einstæð því ég þarf ekki að standa kyrr með neinum börnum heldur er mér frjálst að hlaupa út um allt því ég er einhleyp (samningaviðræður við hondutúri mennina ganga ekki neitt!!!).
nú ef mér skyldi nú takast að ganga frá samningum við hondutúri mennina og ná mér í bojfrend, þá verð ég ekki lengur einhleyp heldur hvað???
tvíhleyp???
af hverju er fólk ekki kallað það? af hverju ekki?
mér finnst það bara ágætis lýsing á þessu ástandi. kannski má ekki kalla svona fólk tvíhleypur því það er byssa. veit nú reyndar um marga sem myndu ekkert kalla það lygi.
en þegar ég hugsa um að vera tvíhleyp, þá sé ég fyrir mér svona boðhlaup þar sem hægri fótur annars aðilans er bundin við vinstri fót hins aðilans. þá verður að taka ákvörðun um hvert á að hlaupa áður en lagt er af stað og má ekki bara æða þangað sem þér dettur í hug, því þá dettiði bara og þurfið að eyða tíma í að standa upp aftur. getið tapað tíma í boðhlaupinu. communicate!! communicate!!!
en aftur á móti ef þú ert einhleyp, þá geturu hlaupið mun hraðar og þarft ekki að fá samþykki hjá öðrum um hvernig hlaupið á að vera. þá ertu þ.a.l. mun fljótari í mark. hins vegar er kannski mun leiðinlegra og neyðarlegra að detta á rassinn. maður flýtir sér bara standa upp og vonar að enginn hafi tekið eftir þessu. í því tilviki er ef til vill betra að vera tvíhleyp, því þá er einhver til að hlæja að manni sem gerir það að verkum að þetta er ekki nærri því eins neyðarlegt. og það er nú yfirleitt skemmtilegra!!!
mig langar að vera tvíhleyp
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bangkok - Bali here I come baby;)
Mánudagur, 9. október 2006
jæja það var Bangkok-Bali sem varð fyrir valinu núna getur maður loksins farið að plana og kynna sér málin almennilega. ohhh ég er svo spennt. shit hvað þetta verður gaman!!!!!! og shit hvað þetta verður dýrt
bara flug og hótel kosta tæp 200þúsund...en það kostar að vísu ekki mikið að lifa þarna. við verðum að vera þokkalega dugleg í fjáröflunum í vetur
allir að kaupa klósettpappír af mér!!!!!!!
ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG GET VARLA SETIÐ KYRR
hér eru nokkrar myndir svo þið getið öfundað mig svolítið mikið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Skoðanakönnunin
Föstudagur, 6. október 2006
ég tók út skoðanakönnunina því ég var í þvílíku veseni með hana......djös blog.is
svo ég ætla að gera svona commenta-skoðanakönnun því ég á alveg soldið erfitt með að ákveða hvað ég ætla að kjósa á mánudaginn:
Hvert á bekkurinn minn að fara í útskriftarferð í vor?
1. San Francisco í námsferð og Las Vegas - Hawai í útskriftarferð
2. Bangkok í námsferð og Bali í útskriftarferð
I need your help people!!! ekki væri verra að fá rök fyrir vali ykkar en það er þó alls ekki skylda......
HELP
Dísa Digg með valkvíða
Bloggar | Breytt 7.10.2006 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ég er í sæluvímu:):)
Fimmtudagur, 5. október 2006
ég er svo hamingjusöm......mér líður svo vel......ég er með stóra hamingjukúlu í maganum........ í kringum hamingjukúluna flögra fjólublá fiðrildi........brosið svo breitt að munnvikin eru eyrnalokkar.......serótónín og endorfín búin að sprengja öll mín taugamót...........sennilega svona sem manni líður þegar mann prófar dóp........
og af hverju?
ég var að fá langþráðan skammt
my next fix
búin að bíða síðan í vor
loksins
loksins
Dr.McDreamy!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
var að horfa á Grey´s Anatomy, season 3, þætti 1 og 2 ............freshly downloaded
you can call me whatever you want....but this is my drug of choice
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
hurru annars var ég að setja inn skoðanakönnun. það á nebbla að kjósa á mánudaginn hvert við ætlum í útskriftarferð í vor. þið verðið að hjálpa mér að ákveða!!!!!
ALLIR AÐ KJÓSA!!!!!!!!!!
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt 6.10.2006 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hver á þennan bústað? já eða nei?
Miðvikudagur, 4. október 2006
hmm bloggleysi um bústaðarferðina má alls ekki skilja sem svo að það hafi ekki verið gaman! alls ekki!!!! myndirnar í "mínar myndir" sanna mál mitt!!!
heldur er það vegna þess að ég hef verið alveg ótrúlega upptekin við að vera þunn og uppgefin eftir ferðina á milli þess sem ég er upptekin við að þykjast vera að skrifa ritgerð um bjór. svo í raun var helgin bara rannsóknarvinna og ég hef ekki nokkurt samviskubit yfir því að hafa ekkert lært yfir helgina
en ferðin var SNILLD!! við Alla mættum löööngu á undan stelpunum og vorum því orðnar vel blekaðar þegar þær komu. 8 bjórar og góður slatti úr tópasflösku það kvöldið hjá mér.....það var mjöööög gaman!
konný kom snilldargjafir handa okkur. hún gerði steinakalla útgáfu af okkur öllum(sjá myndir), það er ótrúlega flott að sjá hvað hún klikkaði ekki á smáatriðunum og hvað það hefði aldrei verið hægt að rugla styttunum saman því þær voru svo einkennandi fyrir hverja okkar. Konný þú ert SNILLINGUR!!! ef ykkur lýst vel á þessar styttur og viljið láta gera svona fyrir ykkur, þá hafiði bara samband við mig og ég skal redda góðu prísi hjá henni konný minni;););)
kukkan hálf tvö á laugardeginum föttuðum við að við höfðum drukkið alltof mikið áfengi kvöldið áður og þurftum því virkilega að komast í ríkið áður en það lokaði. við brunuðum í borgarnes og hringdum í ríkið í borganesi á leiðinni til að athuga hvort þau gætu beðið eftir okkur. svo þegar við komum þá bönkuðum við í ríkinu og settum upp svona "plís viltu opna fyrir okkur puppylúkk" og góða góða konan afgreiddi okkur þó að klukkan væri orðin 15-20 mín yfir. eitt gott klapp fyrir Emmu í ríkinu í borgarnesi
svo fengum við okkur pizzu á framhjáhaldshótelinu Venus. ojj hvað það er ótrúlega sjöbbí þarna inni!!!! not my idea of a romantic getaway!!!
laugardagskvöldið fór í að borða góðan mat, dekur, drykkju og snilld
takk fyrir mig stelpur...þetta verður pottþétt endurtekið að ári
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
....
Föstudagur, 29. september 2006
je söde bob
er búin að bæta við tenglum á hana heiði mína, sem er í master í svaka fancy skóla í london og steinu sem er að fara í starfsnám til kenýa, sem er næstum því eins spennandi og starfsnámið mitt í lyfju keflavík í sumar. næstum því......
farin í bústað á fyllerí
góða helgi
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hádí;)
Þriðjudagur, 26. september 2006
- fyrirlesturinn um sumarverkefnið gekk bara nokkuð vel þrátt fyrir að vera nánast ósofin. ég fékk e-mail frá kennaranum áðan þar sem hún sagði að henni hafi fundist þetta góður fyrirlestur og að ég hafi greinilega velt þessum hlutum vandlega fyrir mér......yeah....ég byrjaði á fyrirlestrinum klukkan 11 kvöldið áður og hætti klukkan 3 um nóttina. fyrirlesturinn var svo klukkan 8 um morguninn. ferskur. vel íhugaður. ferskur!! ég er nú samt að pæla í að vera ekkert að reply-ja henni og segja henni það
- það er geðveiki að gera í skólanum núna!!!! 3 verkefni í gangi + klára ritgerð + þyrfti að vera byrjuð á annarri ritgerð sem ég á að skila 11.okt. SHIT hvað það verður gott að komast í sumarbústað!
- ég fékk mér kort á borgarbókasafninu áðan. það er nebbla ókeypis þessa vikuna ALLIR AÐ FÁ SÉR KORT!!!
- ég labbaði út úr bókasafninu með 3 bækur um bjór......segið svo að maður sé ekki að gera mekilega hluti í skólanum
- ég átti svooo mikið bíómynda-moment áðan. ég var að fara að leggja í stæði á eiðistorgi og það kom bíll úr áttinni við hliðina á mér sem ætlaði líka að leggja þar. hann klessti sko næstum á mig. eða ég á hann. svo veifar þessi líka myndarlegi piltur mér og bendir mér á að ég megi taka stæðið. ég brosi mínu sætasta og veifa svona takk-veifi á móti alveg ótrúlega ánægð að sæti sæti strákurinn væri svona góður (pottþétt skotinn í mér). en svo þegar ég ætla að fara í stæðið þá drep ég bílnum!! og þar sem honum jakobi mínum er stundum ekki alveg sama hvernig maður beitir lyklinum í svissinum þá tók það örlítinn tíma að fá lykilinn til að smella rétt í og koma honum í gang. og á meðan horfði sæti sæti strákurinn á mig og sennilega hætti að vera skotinn í mér...ohhh
- svo var kók-gaurinn sem kom að hjálpa mér að laga sjálfsalan í skólanum líka ótrúlega sætur
- guðrún lind er hætt treysta dómgreind minni á því hverjir eru sætir því hún sagði áðan að "það væri nú bara ekkert að marka mig því mér fyndist allir strákar sætir þessa dagana"
-ég meina það er ekki mér að kenna að allir sem ég hef samskipti við þessa dagana eru svona gordjöss...
-úúú ég held það sé búið að breyta heilögu ritningunni hjá hondútúri mönnunum
-3 dagar í bústað
klem Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
helvítis stöð 2!!!!
Miðvikudagur, 20. september 2006
ég var að horfa á 10 fréttirnar áðan, já eða svona dottaði yfir þeim og það er bara gjörsamlega ekki hægt að horfa á þær lengur. hvað þá sofa yfir þeim. hvaða FÍFLI datt í hug að leyfa Loga Bergmanni að fara yfir á stöð sem ég get ekki horft á nema yfir kvöldmatnum????
ég meina...er hægt að hafa það notalegra svona rétt fyrir svefninn en að liggja í sófanum og hlusta á þennan fjallfríða mann segja mér frá hörmungum heimsins?? og svo þylur hann upp fyrir mig Dow Jones, Nasdaq og futsji vísitölurnar....líkt og ljóð......lítið vögguljóðahhh
ohh ég á svo bágt góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)