2 og hálft kíló
Þriðjudagur, 19. september 2006
náði mér í þessa líka fínu gubbupest og fékk að njóta hennar í nótt/morgun
steig á vigtina áður en ég fór í sturtu áðan og ég var 2 og hálfu kílói léttari en í gær....hmmm mar ætti kannski að fara að stunda þetta??? úff ég gæti það aldrei....fæ svo mikla köfnunartilfinningu þegar ég æli....skil ekki hvernig þessar búlimíu konur geta þetta!!!
leiter Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Helgin
Sunnudagur, 17. september 2006
föstudagskvöld: gaman gaman- see for yourself, ég er búin að setja inn myndir í "mínar myndir"
laugardagur: þunnur, smáralind, þunnur
laugardagskvöld: video gláp með kóngu. afskaplega stoltar af því að hafa vakað yfir allri myndinni. restin af kvöldin fór hinsvegar í hrotukeppni sem mig grunar að hafi nú bara hljómað eins og fagur keðjusöngur.
sunnudagur: djös.... verkefni....ekki að nenna því....endilega komið og truflið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...
Föstudagur, 15. september 2006
- við eygló vorum mættar í ríkið á eiðistorgi áður en það opnaði í morgun. bara svona svo það kláraðist ekki allt áður en við gætum keypt.
-þar hittum við mann sem var agalega upptekinn við að borða sviðasultu á meðan hann var að versla, bara svona eins og maður japlar á súkkulaði.ojjj
-sáum líka eftirhermugaurinn sem ég man ekki hvað heitir en hann hermir svaka vel eftir ólafi ragnari og fleirum. hann gerði ekki annað en að bölva og tala við sjálfan sig. hann var greinilega að herma eftir sjálfum sér þarna!! haha 5 aur takk!!
-þegar ég kom heim úr skólanum var risastór gæs á vappi í stigaganginum. búin að skilja eftir sig laaaanga slóð af skít, djöfull er mikið pláss fyrir skít inní þessum kvikindum! ég og einhver stelpa hjálpuðumst að við að reka hana niður á 1. hæð svo hún gæti nú kannski flogið burt. tjörnin er greinilga ekki eins góður dvalarstaður og áður fyrst að gæsirnar eru farnar að leita sér að ódýru fjölbýli til að búa í.
-ég á að halda fyrirlestur um sumarverkefnið mitt eftir viku....shittt hvað það er ekki tilbúið
-það eru 2 vikur í sumarbústaðarferð
-heiður flytur til london á morgun akkuru eru allir að fara?? nú er allt hallærisgengið úr ma flutt til útlanda nema ég
-fyrsta djamm vetrarins með lyfjafræðinni er í kvöld það er blinner stelpur! það er blinner!!!!!!!!
-við guðrún lind föttuðum um daginn að við erum byrjaðar í meistaranámi í lyfjafræði eða kandídatsnámi eða hvað sem þetta er nú kallað. soldið fullorðins
see u down town Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
hor og vitleysa...
Þriðjudagur, 12. september 2006
ég er kvefuð.
mér finnst það ekki gaman. maður er ekki það veikur að maður geti bara legið í sófanum en mann er samt engan veginn 100% á svæðinu. ég hef aldrei hnerrað svona ótrúlega mikið, þegar ég er kvefuð, eins og ég hef gert í dag. ég hnerra á 5 mínútna fresti og það eru engar ýkjur! ég er ALLTAF hnerrandi!! horframleiðslan er í algleymingi og þegar ég sný mér við þá tekur það mig nokkrar sekúndur að fókusa á það sem er fyrir framan mig og átta mig á því að umhverfi mitt er ekki að drukkna í hori og öðrum vessum heldur er það bara ég sem sé ekki út fyrir þeim. frábært að byrja nýja önn svona;)
en já skólinn er sem sagt byrjaður og það lítur út fyrir að þetta verði strembnasta önnin í öllu náminu. kennararnir eru meira að segja búnir að vara okkur við að það muni verða mikið að gera hjá okkur. nú verður sko bara lært á öllum föstudags-og laugardagkvöldum!! yeah right!! en þetta gerir það að verkum að næ sennilega ekki að vinna eins mikið með skólanum og ég þyrfti. tek kannski einhverjar nokkrar helgar í keflavíkinni. where´s my sugardaddy??
kveðja með hori og slefi;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
helv...LÍN !!!!
Þriðjudagur, 5. september 2006
var að fá lánsáætlunina frá LÍN. 75þúsund krónur á mánuði heillin. þú átt að lifa á því. halló!! leigan hjá mér er 45þúsund!!! djös...veruleikafyrrta stofnun. það er allt búið að hækka í þjóðfélaginu ef þeir skyldu nú ekki hafa tekið eftir því. af hverju hækka námslánin ekki líka? allavega svo kaupmátturinn hjá manni sé svipaður og áður, þó hann hafi nú ekki verið mikill. ok ég veit að laun hjá fólki hafa nú ekki hækkað heldur, sem er náttla líka fáránlegt en þetta eru LÁN. það er ekki verið að gefa okkur þessa peninga. við þurfum að borga þetta til baka og vel það. ég átti nú samtal við ónefndan aðila sem var að pæla í háskólanámi og sagði mér svakalega glaður að lágmarksframfærslulán væru ALLTAF 87.400 krónur. já vinur það er ef þú ert með 0 krónur í tekjur!!! svo eru námslánin skert ef þú hefur nennt að vinna fyrir þér í sumar og hvað þá með skólanum að vetri til. fyrirgefðu en af hverju þarf ég að vinna með skólanum??? því þetta er veruleikafyrrt stofnun sem heldur að ég geti lifað á 30þúsund á mánuði! ég meina common það kostar nú bara um 20% af þessari upphæð að fara einu sinni á djammið! ætlast þessir LÍNARAR til þess að mann sitji bara heima hjá sér allar helgar?? ég er farin að halda að þetta sé eitt stórt samsæri hjá verðbólgustjóranum, LÍN og olíufurstum í Sádí-Arabíu til þess að tryggja það að ég gangi nú aldrei út. þetta stendur sennilega allt saman skýrt og greinilega í heilagri ritningu hjá einhverjum hondútúri-mönnum:
NAME: Eydís Huld öll í skuld because bloody LÍN are cheap sons of bitches
LOCATION: Raining Reykjavík City where the verðbólgustjóri rules all
OCCUPATION: student who will soon have to start turning tricks if LÍN don´t stop being bloody sons of bitches
NOTA BENE: if there is ever a choice between armageddon and letting her have a boyfriend and/or money( god forbid!!)......the choice is clear....you must do what is right for mankind!
jæja best að fara að kaupa sér bækur svo mann geti þóst vera að fara að læra eitthvað í vetur
c u Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Smokkfiskar eru líka listamenn
Föstudagur, 1. september 2006
jæja nú er ljósanótt byrjuð og er ég nú þegar búin að sjá 2 viðburði. í gær fórum við konný á málverkasýningu hjá nokkrum listamönnum. það voru mjög flottar myndirnar hjá hrafnhildi (stelpa sem ég var að vinna með í sumar). það var ein sem var sjúklega flott og mig langaði svooo mikið í hana en hún kostar 14000kr svo ég held ég verði aðeins að bíða með þetta myndirnar hennar voru nú ekki dýrar miðað við myndirnar hjá manninum í salnum við hliðina á henni. held að ódýrasta myndin hjá honum hafi verið á 30þúsund. sem hefði kannski verið í lagi ef þetta hefðu verið flottar myndir. en þetta var krass!! ég kaupi ekki krass á tugi þúsunda!!!
svo var einhver svaka tangósýning niðrí bæ áðan. fannst það svona la la. þetta var greinilega fólkið sem stóð sig best á tangó námskeiðinu í vor eða e-ð álíka. allavega ekki svona pró. mig langaði alveg svakalega mikið að benda einni konunni á það að búið væri að finna upp svokallaðar G-strengs nærbuxur, sem væru einmitt tilvaldar við svona tilefni þar sem allir eru að horfa á þig og þú í þröngum svörtum buxum og enn þrengri nærbuxum þar fyrir innan sem ná ekki einu sinni yfir alla rasskinnina;) en ástæðan fyrir því að ég stoppaði nú þarna var að mér fannst svo skemmtilegt lagið sem þau voru að dansa við. það var svona dramatísk tangó útgáfa af laginu Austurstræti með Ladda ( eða kannski er lagið með ladda fífla útgáfa af þessu lagi,,,ég er bara ekki svo klár á því). en allavega þá finnst mér þetta svo skemmtilegt lag því pabbi hefur svo oft sungið þetta lag og mér finnst hann alltaf jafn fyndin þegar hann gerir það. mömmu finnst það hins vegar ekki eins fyndið og það munaði litlu að ég yrði skilnaðarbarn þegar pabbi söng þetta uppi á sviði á risastórri árshátíð. bara fyndiðtíhí
koss&klem Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...
Fimmtudagur, 31. ágúst 2006
aujjj ég trúi ekki að ég hafi gleymt að segja frá nýja gítarnum mínum! ég keypti nebbla gítar fyrir peningana sem ég fékk til baka frá skattinum og ég er alveg með eindæmum ótrúlega lélegur gítarleikari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í fréttum er þetta helst....
Sunnudagur, 27. ágúst 2006
- Sibba stóra systir mín á von á litlum strákaling í janúar
- strákalingurinn, Hulkur Þór, verður ekki neinn bastarður því Sibba stóra systir mín og Nils giftu sig síðasta föstudag. Þau eiga því brúðkaupsafmæli á afmælisdegi Jóa hennar Heiði sín
- Arnar bró á von á sínu 5. barni í mars, góðan daginn
- á morgun er síðasti vinnudagurinn minn í apótekinu
- ég hlakka pínu til að byrja aftur í skólanum
- ég hlakka pínu ekki til að þurfa að fara að læra
- við sandí vinkonurnar erum búnar að panta okkur sumarbústað mánaðamótin sept-okt og ég er ótrúlega spennt. er búin að vera svakalega dugleg að sanka að mér svona stelpusumarbústaðarferðardúllerídóti
- ég er búin að klippa af mér allt hárið
- gekk bara þokkalega vel í þessu helv.... sumarprófi
- ég var í 9.sæti í HM-leiknum í vinnunni
- ég er að fara í endajaxlatöku á þriðjudaginn
- ég horfði á RENT um daginn og ég varð bara enn meira ástfangin af eiginmanni mínum honum Tay Diggs. því fyrir utan það að vera hreinasta súkkulaði fyrir augað þá getur maðurinn sungið. SUNGIÐ
Later, Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Geðveikt flottar myndir!!
Þriðjudagur, 15. ágúst 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ég þarf ekki lengur að heita maría og vera með blá augu!!
Sunnudagur, 13. ágúst 2006
því það eru til svo mörg lög um maríu og um stúlkur með blá augu. mér hefur alltaf fundist þetta frekar óréttlátt og jafnvel stundum frekar svekkt útí heiminn vegna þessa.......eeeeen ekki lengur því sniglabandið gaf út lag í fyrra sem heitir EYDÍS.
Og það sem meira er, ég held að þetta lag gæti nú bara verið um mig!! textinn fjallar nebblega um hana eydísi sem hann hitti á landsmóti ´92 nema hann þorði aldrei að tala við hana því hún var svo ótrúlega sæt.......og látum okkur nú sjá
var ég á landsmóti unglingadeilda björgunarsveita ´92........JÁ
var ég sæt...........JÁ
talaði einhver strákur við mig þar..............NEI!!! en núna veit ég allavega ástæðuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)